Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 311
Nýtt meistaranám í verkefnastjórnun (MPM)
við verkfræðideild Háskóla fslands
Helgi Þór Ingason er véla- og iðnaðarverkfræðingur. Hann lauk doktorsprófi frá Norska Tækniháskólanum I Þrándheimi
1994, M.Sc.-prófi I verkfræði frá Hl 1991 og CS-prófi i véla- og iðnaðarverkfræði frá sama skóla 1989. Helgi Þór vann að
rannsóknum og þróunarstarfi hjá (slenska járnblendifélaginu. Hann hefur sinnt margvislegum verkefnum sem sér-
fræðingur, stjórnandi og sem frumkvöðull, m.a. í Al, álvinnslu hf. Undanfarin ár hefur hann starfað sem ráðgjafi og fyrir-
lesari á sviðum verkefnastjórnunar, gæðastjórnunar, framleiðsluferla og verksmiðjuskipulags. Helgi Þór er dósent við
véla- og iðnaðarverkfræðiskor Háskóla (slands og veitir MPM-námi verkfræðideildar forstöðu. Hann er vottaður
verkefnisstjóri (Certified Senior Project Manager).
Haukur Ingi Jónasson lauk cand.theol.-prófi frá guðfræðideild Háskóla Islands 1994. Hann hefur lokið STM, M.phil., og
Ph.D. gráðum frá Union Theological Seminary (Columbia University) í New York og kllnísku námi I sálgæslu (CPE) við
Lennox Hill Hospital /The HealthCare Chaplaincy Inc.og sálgreiningu frá the Harlem Family Institute.Haukur hefur
einnig stundað nám við Indiana University School of Business og Heriot-Watt Edinburgh Business School. Hann hefur
sinnt margvlslegum ráðgjafaverkefnum fyrir fyrirtæki, félög og stofnanir.Hann er stundakennari við guð- og verk-
fræðideild Háskóla (slands og kennir m.a.við Endurmenntun Háskóla (slands og í MPM- og MBA-námi skólans.
Hversdagsleg verkefni daglegs lífs lúta hliðstæðum lögmálum og stærri verkefni á sviði
athafnalífs og framkvæmda, til dæmis þarf að hefja þau, framkvæma þau og þeim þarf
að ljúka. Flókin verkefni eins og að reisa mannvirki eða breyta stjórnskipulagi fyrirtækis
krefjast enn frekari færni í verkefnastjórn, ekki síst vegna þess hve margir geta tengst
slíkum verkefnum og hversu marga ólíka þætti þarf að samþætta. Listin að leiða fólk til
verka og hafa um leið góða stjórn á eigin gerðum, er lærð, annaðhvort í uppeldi, í skóla
eða með reynslu, og um þessa list og þessa tækni snúast meðal annars fagsviðin verk-
efnastjórnunar- og leiðtogafræði.
Við munum í þessari grein fjalla um verkefnastjórnun og kynna lesendum Arbókar
Verkfræðingafélagsins nýtt og metnaðarfullt meistaranám í verkefnastjórnun, Master of
Project Management (MPM) við verkfræðideild Háskóla íslands. Við ræðum lítillega þann
jarðveg sem námið er sprottið úr og þá meginhugmynd með náminu að samþætta hlut-
læga (e. objective) aðferðafræði verkfræði og verkefnastjórnunar við huglægari (e. sub-
jective) viðfangsefni sálar- og leiðtogafræða.
Verkefnastjórnun
Verkefnastjórnun (e. project management) er markviss og vel skilgreind aðferðafræði sem
beitt er við undirbúning, framkvæmd og lúkningu verkefna. Hún á rætur í verkfræðilegri
aðferðafræði og upphaf verkefnastjórnunar sem fræðigreinar er rakið til miðrar 20. aldar