Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 328
og rennslis í fimm sólarhringa eru jöfn rúmmáli
slíkra flóða með 1.000 ára endurkomutíma. Það
rennsli sem ákvarðast á þennan hátt er loks aukið
um 25% til að taka tillit til óvissu vegna stuttra mæli-
raða og þess möguleika að veðuraðstæður sem
skapa slíkt flóð komi í kjölfar framhlaups jökulsins,
en framhlaup hans hefur tilhneigingu til að auka
bráðnun og þar með rennsli. Flóðferill hönnunar-
flóðsins er sýndur á mynd 2. Flóðið er fimm sólar-
hringa langt með tiltölulega jafnt rennsli, en þó
breytilegt innan sólarhringsins vegna dægursveiflu í
jökulbráð. í flóðinu er mesta rennsli inn í Hálslón
um 1.400 m3/s, en mesta útrennsli um yfirfall
verður heldur minna vegna jöfnunar í lóninu, eða
1.350 m3/s.
Yfirfallið er jafnframt hannað til að flytja aftakaflóð (e. Probable Maximum Flood, PMF),
án þess að öryggi stífla sé ógnað, en með hugsanlegum skemmdum á mannvirkjum.
Aftakaflóð er stærsta flóð sem talið er geta orðið vegna aftakaúrkomu á vatnasviðinu.
Miðað er við að úrkoman falli á frosna jörð til að hámarka afrennsli. Aðeins er gert ráð
fyrir að svæði neðan 1.200 m hæðar yfir sjó á Brúarjökli skili afrennsli í slíku flóði, eða um
522 km2 af heildarvatnasviði á jökli upp á 1.405 km2. Heildarvatnasvið sem skilar rennsli
í flóðinu er því 927 km2 (405 km2 utan jökuls og 522 km2 á jökli). Aftakaúrkoma er metin
út frá M5 úrkomukorti Vatnafræðistofu Verkfræðistofnunar Háskóla íslands [3] og lengd
aftakaúrkomuatburðar er valin 72 klukkustundir, sem er talið gefa varfærið mat (þ.e.
ofmat á úrkomumagni). Hámarkssólarhringsúrkoma verður þá 341 mm og heildarúr-
koman yfir 72 klukkustundir 523 mm. Aftakaflóðið stendur í nokkra sólarhringa, en
hámark þess er skarpur flóðtoppur þar sem rennsli fer hæst í um 4.000 m3/s í stuttan tíma
(mynd 2). Vegna jöfnunar í lóninu verður hámarksútrennsli um yfirfall hins vegar aðeins
2.250 m3/s. Þess má einnig geta að reiknað er með að lónið sé fullt þegar hönnunar-
atburðurinn og aftakaatburðurinn eiga sér stað en í raun er lónið aðeins fullt í um sex
vikur á ári að jafnaði. Öll lónrýmd sem er til staðar þegar flóðaatburður á sér stað dregur
verulega úr stærð flóðsins neðan lónsins vegna miðlunaráhrifa.
Verði flóð inn í Hálslón enn stærra, til dæmis vegna goss undir jökli, svokallað ham-
faraflóð, og fyllist Hálslón í slíku flóði mun flóðvar við Desjarárstíflu rofna. Með rofi flóð-
varsins er flutningsgeta út úr lóninu aukin verulega og komið í veg fyrir að vatnsborð nái
upp fyrir stíflukrónur stíflanna sjálfra, sem gæti valdið hættu á stíflurofi vegna rennslis
yfir þær. Flóðvarið er hannað til að flytja um 6.000 m3/s án þess að öryggi stífla sé ógnað
að öðru leyti. Að auki má gera ráð fyrir a.m.k. 2.250 m3/s streymi um yfirfall þegar flóð-
var rofnar. Flutningsgeta flóðvarsins er valin með tilliti til áætlaðs rennslis frá eldsum-
brotum undir jökli [6].
Yfirlit yfir stærð flóða við flóðahönnun mannvirkja við Hálslón er sýnt í töflu 2.
Mynd 2.Flóðferlar hönnunarflóðs og
aftakaflóðs inn í Hálslón.
Tafla 2. Stærð flóða við flóðahönnun mannvirkja við Hálslón.
Flóð Hámarksinnrennsli Hámarksútrennsli Flóðvirki
í Hálslón (mVs) úr Hálslóni (m3/s)
Hönnunarflóð 1.400 1.350 Yfirfall
Aftakaflóð 4.000 2.250 Yfirfall
Hamfaraflóð - 6.000 Flóðvar
Hamfaraflóð - ~ 8.250 Flóðvar og yfirfall