Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 337
mynd 4 er einnig sýnt samband alkalívirkni fylli-
efnis með AAR-3 og AAR-4 prófunaraðferðinni, sjá
nánari umfjöllun hér á eftir.
Alkalívirkni átta mismunandi fylliefna
Notaðar voru fjórar prófunaraðferðir og átta ólík
sýni (fylliefni A-H) sem öll nema eitt, C, eru notuð
sem fylliefni í steypu, C-efnið er líparít úr námu
Sementsverksmiðjunnar í Hvalfirði og er talið mjög
virkt. Sama háalkalíska sementið var notað í aílar
blöndur, án kísilryks. Niðurstöður rannsókna eru
sýndar í töflu 2.
Múrstrendingapróf
Niðurstöður þenslumælinga í þessum hluta verk-
efnisins eru sýndar í töflu 2. Þær sýna að í hraðvirka
múrstrendingaprófinu (AAR-2) þenjast öll efnin
átta sem voru rannsökuð mjög mikið. Þetta styður
þá skoðun höfunda að þessi prófunaraðferð sé mjög
harkaleg fyrir íslenskar berggerðir. íslensk't gosberg
er oft talsvert glerjað og kísillinn þar með laust
bundinn. Hugsanlegt er að þessi mikla þensla verði
þegar kísilsýra úr glerinu hvarfast við alkalísam-
bönd úr sementinu (sýnin eru geymd í lút við 80 °C)
en ekki endilega að efnið sýni skaðlega alkalívirkni í
steinsteypu. Hins vegar er líklegt að þessi mikla
þensla gefi í flestum tilfellum til kynna að fylliefnið
sé virkt, spurningin er hinsvegar hvort þessi virkni
valdi skemmdum í steypu. Því ekki er víst að niður-
stöður prófsins endurspegli það sem gerist í raun-
verulegri steypu. Niðurstöður okkar gefa vísbend-
ingar um að tímabært sé að endurskoða (hækka)
krítísk þenslumörk fyrir íslenskt fylliefni.
Niðurstöður úr C 227 múrstrendingaprófinu skipta
fylliefnunum í tvo aðal flokka, þar sem virku fylli-
efnin sýna stærðargráðu meiri þenslu en óvirku
efnin:
1. Óvirk fylliefni (A, C, E, F) með tiltölulega lága þenslu (0,04-0,08%).
2. Virk fylliefni (B, D, G, H) með tiltölulega háa þenslu (0,32-0,66%).
Múrstrendingarnir sem prófið er gert á eru hlutfallslega langir og mjóir. Þessi lögun,
ásamt því að prófið tekur ár í framkvæmd, eykur líkur á útskolun alkalísambanda úr
strendingunum. Slíkt skekkir niðurstöður og gæti verið skýringin á því að fjögur sýnanna
í þessari rannsókn þöndust tiltölulega lítið í þessari prófunaraðferð. Mögulegt er að
útskolun alkalísambanda valdi því að fyrir ákveðin fylliefni sé alkalímagnið í múrnum
undir krítísku lágmarki en áhrif útskolunar voru ekki könnuð í þessari rannsókn.
Athygli vekur að C-efnið sýndi mjög litla virkni með C 227 prófunaraðferðinni. C 227
prófið hefur verið langmest notað hérlendis til að meta alkalívirkni en víðast hvar annars
staðar hefur þessi prófunaraðferð verið aflögð. Ekki er mælt með þessari prófunaraðferð
í ASTM C 33-02a [12] ef alkalívirknin er hægvirk en nokkur íslensk efni falla í þann flokk.
Tækni- og vísindagreinar i 3 3 5