Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 346
Þáttur stjórnvalda
Stjórnvöld hafa áttað sig á þessu og sett fram þá stefnu að allir landsmenn skuli njóta
háhraðatenginga. Þetta kemur m.a. fram í Fjarskiptaáætlun fyrir árin 2005-2010 [1] þar
sem segir: „Almenningi standi til boða háhraðatenging á heimili sínu í samræmi við
háhraðaviðmið hverju sinni til flutnings á tali, mynd og gögnum". Þarna er átt við alla
landsmenn. í sömu skýrslu eru háhraðaviðmiðin einnig skýrgreind og er þær skýrgrein-
ingar endurteknar hér í töflu 1.
Ef fara á eftir þeim viðmiðunum sem fram koma
í töflu 1 verður að leggja ljósleiðara til allra
sveitabæja landsins því engin önnur tækni er til
sem veitir meira en 100 Mb/s tengihraða í báðar
áttir yfir þær vegalengdir sem um ræðir. í [1] er
sagt frá úttekt þar sem metinn var kostnaðurinn
við að ljósleiðaravæða allt landið. Þar er kostn-
aðurinn metinn að lágmarki 29,2 milljarðar kr. og
er hann eingöngu fólginn í jarðvinnu og
lagningu strengja. Ekki er reiknað með neinum
kostnaði við endabúnað í símstöðvum og hjá
notendum. Þar af er kostnaðurinn í dreifbýli og
strjálbýli að lágmarki 8,3 milljarðar kr.
Fjarskiptasjóður hefur yfir að ráða 2,5 millj-
örðum króna til þess að færa útbreiðslusvæði
farsímakerfisins yfir allan hringveginn, sjá til þess að sjónvarpsútsendingar RÚV um
gervitungl verði aðgengilegar öllum landsmönnum og sjómönnum á miðunum kringum
landið og að allir landmenn njóti háhraðatengingar [2]. Það er því himinn og haf milli
stefnu stjómvalda og þeirra fjárveitinga sem þau ætla til uppbyggingar fjarskipta í sveitum.
Tafla 1. Viðmiö fyrir háhraða skv. [1]. \
Ár Hraði til notanda [Mb/s] Hraði frá notanda [Mb/s]
2002 0,2 0,2
2003 0,5 0,2
2004 2 0,3
2005 5 1
2006 20 5
2007 50 50
2008 100 100
2009 100+ 100+
2010 100+ 100+
V J
Raunhæfari leið er að horfa fram hjá töflu 1 og reyna að byggja upp fjarskiptakerfi sem
veitt getur fólki sómasamlegar internettengingar fyrir raunhæfan kostnað. Þetta er unnt
að gera með þráðlausri tækni sem hefur nýlega komið á sjónarsviðið og nefnd er
WiMAX. Rannsóknardeild Símans hefur prófað WiMAX á tveimur stöðum á lands-
byggðinni og tekið þátt í tveimur evrópskum rannsóknarverkefnum sem fjalla um
WiMAX. I þessari grein verður fjallað um hugsanlegri beitingu WiMAX í íslenskum
sveitum. Nánari lýsingu á WiMAX er að finna í [3].
Tilraunaverkefni með WiMAX í Þingeyjarsveit
Síminn tók þátt í fjarskiptaþætti verkefnis sem nefnt er „Virkjum alla - rafrænt samfélag"
og gengur út á að koma upplýsingatækni á framfæri við íbúa Aðaldælahrepps,
Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar [4]. WiMAX móðurstöð var sett upp á Skollahnjúki
og notendabúnaður á Grenjaðarstað, Fosshóli og Narfastöðum. Grenjaðarstaður er í fárra
km fjarlægð frá Skollahnjúki en Fosshóll og Narfastaðir í um 20 km fjarlægð. Sendirinn á
Skollahnjúki er tengdur sendiloftneti sem sendir út í 90° geira og er beint í suður frá
hnjúkinum. Reiknuð útbreiðsla loftnetsins er sýnd á mynd 1. Búnaðurinn er sýndur á
mynd 2.
WiMAX búnaðurinn er bakfæddur með 10 Mb/s örbylgjusambandi sem tengt er inn á IP-
punkt Símans á Breiðumýri sem er um 10 km suður af Skollahnjúk. Búnaðurinn var
settur upp í október 2005 og er því komin um ársreynsla af rekstri hans. Reksturinn hefur
ekki gengið hnökralaust og er að hluta því um að kenna að búnaðurinn er nýr og hefur
ekki gengið gegnum það þroskaferli sem oft dregur úr bilanatíðni. Móðurstöðvarbún-
aðurinn bilaði tvisvar á tímabilinu og notendabúnaður einu sinni. Einnig varð tvisvar
3 4 4, Arbók VFl/TFl 2 0 0 6