Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2006, Page 358
Myndir 9 og 10 sýna niðurstöður fyrir sérhvert líkan
sem var rannsakaö, eftir 10 og 60 sek. Mynd 11 sýnir
framlengdar niðurstöður eftir allt að 300 sek. fyrir
líkan 1 og hin ýmsu þynningartilfelli.
Ef við skoðum gildin fyrstu 60 sek. (mynd 9 og 10),
þá sjáum við að mjög lítil breyting er í saman-
burðarlíkani 1, þegar eldfima svæðisbreiddin innan
3ja herbergjanna minnkar ekki hratt og er aðallega í
miðju (t.d. í herbergi 2, Az = 0,66 m við t = 30 sek., og
Az = 0,44 m við t = 70 sek.), svo að það mun taka
lengri tíma að lofta út heitu iofttegundunum.
Við sjáum áhrif náttúrulegrar loftunar (líkan 3),
þegar eldfima svæðið minnkar hægt og hreyfist upp
í átt að loftinu.
Herbergi 2 og 3 eru alveg laus við eldfimar loft-
tegundir eftir 40 sek. í líkani 4B og 60 sek. í líkani 4A
með breidd eldfima svæðisins (u.þ.b. 1,5 m) sem
stefnir til lofts og sýnir hraðabreytingu á útloftun
lofttegundanna, en einnig mikilvæga blöndun þess-
ar fyrstu sekúndur. Þetta er hins vegar frekar hæg-
fara í líkönum 1 til 3 (svæðið breikkar hægt og þétt-
ist í miðjunni).
I þynningartilvikinu höfum við þunnt eldfimt
svæði, sem er enn vaxandi eftir 80 sek. og sem sýnir
hægfara þyngdarsviðsloftstraum. Þetta sýnir að
þynningaraðferðin er hægfara í samanburði við
aðrar aðferðir.
Séu þynningaráhrifin skoðuð í 5 mínútur
(mynd 11), sjáum við mjög breitt eld-
fimisvæði, jafnvel eftir 300 sek. Þetta er
vegna þess að byrjunarlofttegundasam-
setningin er nálægt blossamörkum og
kæliáhrifin minnka mismun í eðlismöss-
um. Þar af leiðandi næst eðlismassajafn-
vægi áður en eldfimu loftegundirnar eru
loftaðar út. Þetta sýnir að þynningin er
mjög mikil ef þolmarki brennslurúm-
málshlutans (CFVF) er náð og hættu á
reyksprengingu verður algjörlega eytt í
þessu tilviki, en hefur öfug áhrif sé þynn-
ingin ekki nægjanleg, aðallega vegna
hægari hraða lofttegundanna.
1111 ■■ 1 -
■ 1
'|l' '||
II
I S g s
= 111
i Q s 5
III
I I I
| I
I 5 |
= I .
S s g s
* I I I
Mynd 11. Eldfimi, lóðrétt breidd (GML 1 til 3) eftir 200 sek.
(vinstri) og 300 sek.(hægri).