Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Blaðsíða 91
lokið var við á árinu, auk þess sem byrjað var á um 3.200 íbúðum það ár. Af þessum
tölum og þróun undanfarinna ára er ljóst að íbúðabyggingar hafa verið í mikilli upp-
sveiflu, vel umfram það sem fólksfjölgun kallar á. Því verður að ætla að á næstu 2-3 árurn
verði mikil samdráttur í íbúðabyggingum meðan verið er að ljúka því sem byrjað var á
°g nýr jöfnuður fer að myndast rnilli nýbygginga og eftirspurnar.
Velta og verð á fasteignamarkaði hagar sér nú svipað og á fyrri samdráttartímum. Fyrstu
oinkenni samdráttar á fasteignamarkaði koma fram í veltu markaðarins, þar sem hún
dregst saman en nafnverð fasteigna gefur treglegar eftir. Þegar líður á samdráttartíma-
bilið og velta hefur farið hraðminnkandi, fer nafnverðið einnig að síga niður á við og
lækkar smám saman hraðar. Raunverð fasteigna, þ.e. nafnverð að teknu tilliti til verð-
bólgu, lækkar einnig hratt.
Fjárfesting hins opinbera
Fjárfesting hins opinbera jókst um 1,6% að magni til
árið 2008 og nam um 66 ma.kr. samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofu íslands. Þar af fóru um 34
ma.kr. til vega- og gatnagerðarframkvæmda, 25 ma.kr.
í byggingar og um 7 ma.kr. til annarra framkvæmda.
Fjárfesting ríkissjóðs og sveitarfélaga var nánast sú
sama í krónum talið eða um 33 ma.kr. hjá hvorum
aðila.
Fjárfestingarstig sveitarfélaga hefur verið töluvert hátt
síðustu ár. íbúavöxtur í sveitarfélögum hafa m.a. leitt
til meiri fjárfestingar við skóla, leikskóla, götur og
stíga og íþróttamannvirki. Fjárfesting hins opinbera var
4,5% sem hlutfall af vergri landsframleiðslu árið 2008.
(búðabyggingar sem % afVLF 1990-2008.
HeimildinHagstofa Islands.
Vöruskiptajöfnuður
Jöfnuður þáttatekna
Utanríkisviðskipti
Árið 2008 nam viðskiptahallinn 34,6% af landsframleiðslu sem er mun meiri halli en gert
var ráð fyrir og stafar af gríðarlegum halla á jöfnuði þáttatekna, sérstaklega á fjórða árs-
fjórðungi. Hallinn á vöruskiptajöfnuðinum var þó ekki nema 0,4% af landsframleiðslu
sem er betri niðurstaða en gert hafði verið ráð fyrir en það stafar af miklum bata á
vöruskiptunum á síðustu mánuðum ársins þegar gengi krónunnar hríðféll. Hallinn á
þjónustujöfnuðinum nam 2,5% af landsframleiðslu________________________________
sem er einnig betri niðurstaða en spáð var en innflutt
þjónusta dróst mikið saman við gengisfall krónunnar.
Verðmæti útfluttrar vöru (f.o.b.) nam 467,1 ma.kr. 2008
og jókst um rúmlega helming frá 2007. Verðmæti
útflutts áls vó þar þungt og rúmlega tvöfaldaðist þar
sem framleiðslugeta Alcoa Fjarðaáls komst á fullt stig
á árinu auk þess sem heimsmarkaðsverð áls var lengst
af hátt á árinu og gengi krónunnar lækkaði. Verðmæti
útflutts áls mun dragast töluvert saman á árinu þrátt
fyrir aukinn magnútflutning og hagstætt gengi en
spáð er að heimsmarkaðsverð á áli verði 45% lægra að
meðaltali árið 2009 en árið 2008. Verðmæti útfluttra
sjávarafurða jókst um 34% 2008 í kjölfar gengislækk-
unar krónunnar. Verð íslenskra sjávarafurða í erlendri
mynt var hátt á árinu en tók að lækka á fjórða fjórð-
ungi og hefur síðan haldið áfram að lækka á fyrsta
fjórðungi 2009.
■■ Þjónustujöfnuður
— Viðskiptajöfnuður
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Viðskiptajöfnuður sem % af VLF
2000-2011.
Heimildir: Hagstofa íslands, Seðlabanki
íslands.
8 9
Tækniannál