Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Blaðsíða 350
Sundaveita í Reykjavík, sem endar í hreinsistöð við Klettagarða. Veitunni tengist
norður- og austurhluti Reykjavíkur og Mosfellsbær ásamt nýjum hverfum við
Mosfellsbæ. Hreinsistöðin er með 3500 1/s afkastagetu og losun fráveituvatns er um
5,5 km langt útræsi. Hreinsistöðin var tekin í notkun árið 2002. Eigandi er Orkuveita
Reykjavíkur.
Njarðvíkurveita í Reykjanesbæ, sem endar í hreinsistöð við Bolafót í Njarðvík.
Veitunni tengist byggð á Miðnesheiði (áður NAS herstöðvarsvæði) og Ytri- og Innri
Njarðvík í Reykjanesbæ. Hreinsistöðin er með 220 1/s afkastagetu. Útræsi fyrir
hreinsistöðina er lagt út í Kirkjuvík og er 0,8 km langt. Hreinsistöðin var tekin í
notkun árið 2002. Eigandi er Reykjanesbær.
Hraunavíkurveita í Hafnarfirði, sem endar í Hraunavík hreinsistöð norðan við
Straumsvík í Hafnarfirði. Veitunni tengist Hafnarfjarðarbær og syðsti hluti
Garðabæjar. Hreinsistöðin er með 900 1/s afkastagetu og losun fráveituvatns er um
2 km langt útræsi. Hreinsistöðin var tekin í notkun árið 2009. Eigandi er
Hafnarfjarðarbær.
Framkvæmdir standa yfir við eftirfarandi fráveitukerfi í eigu Orkuveitu Reykjavíkur:
Fráveitukerfi á Akranesi, sem endar í hreinsistöð við Ægisbraut. Hreinsistöðin verður
með 460 1/s afkastagetu og losun fráveituvatns verður um 1,5 km langt útræsi.
Fráveitukerfi í Borgamesi, sem endar í hreinsistöð í Brákarey. Hreinsistöðin verður
með 220 1/s afkastagetu og losun fráveituvatns verður um 0,8 km langt útræsi.
Fráveitukerfi á Kjalarnesi, sem endar í hreinsistöð við Kollagrund. Hreinsistöðin
verður með 60 1/s afkastagetu og losun fráveituvatns verður um 1,1 km langt útræsi.
Helstu kennistærðir 1 hreinsistöðvum v/ð Faxaflóa
Afköst Pe* Grunnflötur m2 Síur Fjöldi Síuflötur m2 ** Felliþrær Lengd, m *** Dælur Fjöldi ****
Hreinsistöð við Ánanaust 175.000 1520 3 9 60 8
Hreinsistöð við Klettagarða 262.000 2280 5 15 90 9
Hreinsistöð í Njarðvík 13.000 325 2 1 12 5
Hreinsistöð i Hafnarfirði 50.000 810 2 3 26 5
Hreinsistöð á Akranesi 34.000 470 2 2,5 26 4
Hreinsistöð í Borgarnesi 12.500 250 2 1,5 15 4
Hreinsistöð á Kjalarnesi 5.700 210 2 0,5 6 4
*Pe Þegngildi, þ.e. magn fráveituvatns og lífrænna efna frá hverjum íbúa.
**Síuflötur Heildar nýtanlegur síuflötur.
***Felliþrær Uppgefið mál er heildarlengd á felliþróm I hverri hreinsistöð
****Dælur Fjöldi á dælum er fyrir dælingu að sium og dælingu út í sjó.
Rekstur á fráveitum
Ferlum hreinsistöðvar og dælustöðva í hverri fráveitu er stjórnað sjálfvirkt með forritan-
legum stýrivélum, sem tengjast kerfiráðstölvu í hreinsistöð. Aflestur og boð frá stjórn-
búnaði og vöktunarbúnaði er skráður í kerfiráðstölvu hverrar fráveitu. Miðstöð vöktunar
á öllum stýrivélum og fjargæslubúnaði fyrir dælustöðvar og hreinsistöðvar á rekstrar-
svæði Orkuveitu Reykjavíkur, þar með talið á Akranesi, Borgarnesi og Kjalarnesi er hjá
kerfisstjórn OR, Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. í Hafnarfirði er vaktstöð fyrir stjórnkerfi og
3 4 8
Arbók VFl/TFl 2009