Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Blaðsíða 209
sem þróuð hefur verið hjá Marel á íslandi, en hún snyrtir laxaflök með róbótastýrðum
hnífum. Tölvusjónartæki skanna laxaflök og greina hvar skera þurfi frá fiturönd, ugga og
annað, til þess að snyrta flökin fyrir frekari vinnslu eða pökkun. Þar að auki getur hug-
búnaðurinn greint og metið hvert flak fyrir sig og ákveðið hvernig skurði skuli beitt í
hverju tilviki. Sérhæfðir mótórar eru notaðir til að stýra hnífum að flökunum og þannig
er hvert flak skorið með sínu lagi. Hér er því um að ræða róbótabúnað sem er sérhæfður
að skurði flakanna, en jafnframt er hann hagkvæmari í framleiðslu og viðhaldi en fjöl-
hæfari og almennari róbótar.
Hátæknivæddur togari
Vöruframboð Marel Food Systems í fiski spannar bæði vinnslu á sjó og í landi. Innan
Marel-samstæðunnar hefur Carnitech m.a. sérhæft sig í búnaði fyrir verksmiðjutogara.
Gott dæmi er nýr hátæknivæddur togari, en á öðru þilfari skipsins er að finna fullbúna
''ækjuverksmiðju. Á einum mánuði vigtar og pakkar sjö manna áhöfn skipsins um það
bil 500 tonnum af rækju. Til samanburðar afkasta aðrir togarar 350 tonnum á sama tíma.
Sjálfvirkni er í fyrirrúmi, sem gerir það að verkum að helmingi færra starfsfólk þarf en
vanalega í flokkun og vinnslu. Þá eru sjálfvirkar vélar og kerfi notuð til að móta kassana
sem rækjunum er pakkað í og mata þá inn á pökkunarsvæðið. Unnt er að breyta öllum
sfillingum tækja í ferlinu af miðlægum snertiskjá og þar er einnig unnt að fylgjast með
gangi vinnslunnar.
innova - fullkomin framleiðslustjórnun
Innova er heiti yfir svonefndan kerfishugbúnað, þ.e. hugbúnað sem stýrir og safnar jafn-
framt mælingum frá fjölda tækja og vinnslukerfum. Dæmigert er að Innova-hugbún-
aðurinn keyri á tölvum verkstjóra og annarra stjórnenda í matvælaverksmiðjum. í
stórum vinnsluhúsum er oft um tugi einstakra tækja að ræða sem staðsett eru á víð og
dreif um húsnæðið, en öll tengjast þau Innova-hugbúnaðinum sem gefur kost á miðlægri
stjórnun.
I matvælavinnslu þarf oft að gera breytingar á framleiðslustýringu, t.d. þegar nýtt hráefni
berst eða þegar vinna þarf upp í nýjar pantanir. í stað þess að ganga á milli tækja og
stilla þau í hvert skipti er unnt að nota Innova til þess að senda stillingar samtímis á öll
tækin og setja þannig upp framleiðslustýringuna í einu vetfangi. Jafnframt er rauntíma-
uPplýsingum safnað frá tækjunum inn í gagnagrunna Innova, þar sem vinnslustjórar og
aðrir notendur geta fylgst með afköstum, nýtingu og öðrum þáttum sem skipta máli í
vinnslunni. Loks býður lnnova upp á fullkominn rekjanleika hráefnis, frá móttöku,
gegnum allt vinnsluferlið, og þar til hráefnið er komið í umbúðir.
Rafeinda- og hugbúnaður fluttur út
híarel hefur ætíð staðið framarlega í þróun rafeindabúnaðar og hugbúnaðar fyrir
rnatvælavinnslur og með stækkandi markaði innan Marel-samsteypunnar hafa orðið
fleiri tækifæri til þess að þróa og nýta betur rafeindabúnað og hugbúnað frá Marel á
Islandi. Ólíkt mörgum öðrum framleiðendum búnaðar fyrir matvælavinnslur hefur
^larel ávallt lagt áherslu á vöruþróun og framleiðslu eigin grunneininga, en með því
hefur byggst upp einstök tækniþekking og reynsla við framleiðslu sem skilar sér í
hágæðavörum til notenda. Sérstaklega er hugað að því að búnaðurinn standist til lang-
frama erfitt vinnsluumhverfi, þar sem raki, selta, háþrýstiþvottar og hitabreytingar eru
daglegt brauð. Með því að halda utan um þróun og framleiðslu lykileininga er unnt að
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i 207