Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Blaðsíða 272
Lokaorð
Kvik kerfislíkön eru ákaflega nytsamleg aðferð til að kortleggja hegðun flókinna kerfa
með því að draga á þekkingu þeirra sem best þekkja til. Búin eru til stærðfræðileg líkön
af kerfunum án þess þó að sérfræðingar í kerfunum þurfi að vera sérfræðingar í
stærðfræði. Hér er því komin frábær leið til að beita verkfræðilegri nálgun á fjöldamörg
viðfangsefni í samfélaginu þar sem um er að ræða flókið samspil margra breytistærða og
rík nauðsyn að sjá fyrir allt til enda hvaða afleiðingar tiltekin ákvörðun kann að hafa
þegar upp er staðið.
Þegar þetta er ritað má benda á að minnsta kosti tvö aðkallandi verkefni sem brenna á
stjórnvöldum að leysa, þar sem aðferðafræði kvikra kerfislíkana gæti komið að gagni. 1
fyrsta lagi hafa kvik kerfislíkön verið notuð við að móta stefnu um viðbrögð við far-
sóttum. Með því að búa til kvikt kerfislíkan af kerfinu sem er til umfjöllunar - einfaldaða
mynd af samfélaginu - má skoða hvaða áhrif það hefur að bólusetja stærri eða minni
hluta einstaklinga, fyrr eða seinna. Miklu fleiri breytistærðir hafa áhrif og í öllum til-
fellum þarf að skoða jafnvægi milli ávinnings, áhrifa og kostnaðar. Þannig getur kvikt
kerfislíkan hjálpað til við að taka skynsamlegar ákvarðanir þegar glímt er við t.d. skæðan
faraldur inflúensu á Islandi.
Kvik kerfislíkön gætu einnig nýst við endurreisn fjármálakerfisins. 1 því sambandi má
hugsa sér að slík líkön verði notuð til að draga upp skýrari mynd af kerfislægri áhættu í
bankakerfinu. Þá gætu þau einnig komið að gagni við mat á því hvaða áhrif stefnubreyt-
ingar hafa við endurmótun umgjarðar fjármálakerfisins.
Heimildarskrá
[1] Forrester, J.W. (1999). Industrial Dynamics. System dynamics series, Pegasus Communications, Inc Waltram.
[2] Forrester, J. W. (2007). System dynamics - a personal view ofthe first fifty years. System Dynamics Review Vol 23, No 2/3,
(summer/fall) bls: 345-358.
[3] Lane, D. C. (2007).T7iepower ofthe bond between cause and effect. Jay Wright Forrester and the field of system dynam-
ics.System Dynamics Review Vol. 23, No. 2/3, (Summer/Fall 2007): 95-118. John Whiley & Sons, Ltd.
[4] Meadows, D„ Jorgen Randers, Dennis Meadows. (2006). Limits to Growth the 30- Year Update. Earthscan.
[5] Richardson, George P. and Alexander L. Pugh (1981). Introduction toSystem Dynamics Modeling with DYNAMO.The MIT
Press, Cambridge.
[6] Richardson, G.P. (1999). Feedback Thought in Social Science and Systems Theory. Pegasus Communications.
[7] Sterman, J.D (1991). A Skeptic 's Guide to Computer Models. ( Barney, G.O. o.fl. (eds), Managing a Nation: The computer
Software Catalog. Boulder,CO:Westview Press.bls. 209-229.
[8] Senge, P. (1990). The Fifth Dicipline. Random House, Business Books. Great Britain.
[9] Sterman, J. D. (2000). Business Dynamics:Systems Thinking andModeling for a complex World. Irwin, McGraw-Hill. Boston.
Vefslóðir:
http://www.ieee.org/web/aboutus/history_center/biography/forrester.html
www.systemdynamics.org
www.hagstofa.is
2 7 0 | Arbók VFl/TFl 2009