Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 101
Innlendur fjármálamarkaður
Á undanförnum árum hefur innlendur fjármálamarkaður orðið nátengdari hinum
alþjóðlega fjármálamarkaði. Þetta má bæði rekja til breytinga í landslagi fjármálamark-
aðarins í kjölfar einkavæðingar ríkisbankanna og aðstæðna á erlendum fjármála-
mörkuðum á fyrri hluta þessa áratugar, þar sem mikið framboð af fjármagni á góðum
kjöru tn bauð upp á mikla sókn áhættusækinna fyrirtækja. Erlendir aðilar hófu jafnframt
að taka stöður í íslenskum verðbréfum og gefa út krónubréf. Það jók innflæði fjármagns
til landsins og styrkti gengi íslensku krónunnar ásamt því að auka framboð fjármagns
rneð lækkun vaxta á millibankamarkaði.
Með aukinni erlendri skuldsetningu innlendra aðila varð innlent fjármálalíf háðara tiltrú
erlendra aðila á íslensku efnahags- og fjármálalífi og þróuninni á alþjóðlegum fjármála-
markaði. Ör vöxtur íslensku viðskiptabankanna erlendis og stærð þeirra í hlutfalli við
landsframleiðsluna ýtti undir þá skoðun meðal erlendra lánveitenda og greiningaraðila
að lánshæfi bankanna ætti að meta í ljósi þess að þeir væru kerfislega mikilvægir. Sú
staða var talin draga úr áhættunni sem fólgin var í lánveitingum til þeirra. Þessi sýn var
ekki einungis tengd íslensku fjármálalífi, heldur má segja að hún hafi viðgengist gagn-
vart stórum fjármálastofnunum í flestum þróuðum hagkerfum. Miðað við nokkuð eðli-
legar aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum var jafnframt talið að íslensk stjórn-
völd gætu fjármagnað þrautarvörn þeim til handa í erlendum gjaldmiðlum ef svo ólík-
lega feeri að þess þyrfti. Þann 15. september 2008 urðu hins vegar kaflaskil í þróun á
hinum alþjóðlega fjármálamarkaði þegar bandaríski fjárfestingarbankinn Lehmann
Brothers varð gjaldþrota eftir að þarlend stjórnvöld ákváðu að koma bankanum ekki til
bjargar. Áhættumat á mörkuðum breyttist samstundis, lánsfé á millibankamarkaði
þurrkaðist nánast upp og áhættuálagið rauk upp. í kjölfar þess var skorið á lánalínur til
íslenskra banka sem taldar höfðu verið ábyggilegar og að fjármögnun þeirra væri tryggð
fram á næsta ár. Það ástand hrinti af stað atburðarás, með umdeildri aðkomu breskra
stjórnvalda, sem leiddi til greiðsluþrots íslensku viðskiptabankanna. Þrátt fyrir að ytri
aðstæður hafi ráðið úrslitum um örlög bankanna vegur það þungt að vöxtur þeirra á
hinum sameiginlega evrópska markaði var þegar á reyndi án viðunandi þrautavarna í
erlendum gjaldmiðli. í því sambandi er vert að hafa í huga að strax um vorið 2008 reynd-
ust stjórnvöld nágrannaríkjanna annarra en Norðurlandanna óviljug að veita íslenskum
stjórnvöldum lán til að efla gjaldeyris- og þrautavaraforða. Þrátt fyrir að gjaldeyris-
varaforði íslenskra stjórnvalda væri hlutfallslega mikill í alþjóðlegum samanburði,
reyndist það fjarri því að vera nóg og íslensku viðskiptabankarnir urðu því alfarið háðir
markaðsfjármögnun einmitt þegar slíkir fjármögnunarkostir þornuðu upp alþjóðlega.
Sú þróun sem var frá miðjum áratugnum og einkenndist af miklum útlánavexti til
fyrirtækja og heimila snerist við í kjölfar hruns bankanna. Gögn um þróun útlána na ein-
ungis fram til loka september 2008 og því er ekki hægt að meta áhrif af falli bankanna í
október á þróun útlána frá þeim tíma. Á þeim tíma voru þó komnar fram vísbendingar
um að hægja hefði tekið á útlánaaukningunni, sem er í samræmi við það að á fyrri hluta
ársins 2008 dró verulega úr aðgengi íslensku bankanna að erlendu lánsfé. Aðgengi heim-
ila og fyrirtækja að erlendum lánum dróst því mikið saman um leið og þau stóðu í
auknum mæli frammi fyrir takmörkuðum lánskostum með háum innlendum vöxtum.
Fall bankanna hafði einnig mikil áhrif á eignastöðu aðila á fjármálamarkaði. Auk þess að
vega þungt í OMXI15 Úrvalsvísitölunni vógu þeir þungt í eignasöfnum annarra skráðra
félaga á íslenskum markaði. Eftir fall bankanna og afskráningar nokkurra annarra fjár-
málafyrirtækja útbjó Kauphöllin nýja Úrvalsvísitölu, OMXI6. Samanstendur hún af fimm
rekstrarfyrirtækjum auk Færeyjabanka. Össur og Marel vega þyngst í nýju úrvals-
vísitölunni. Upphafsgildi hennar var 1.000, en í lok apríl stóð hún í tæpum 650 stigum.
í kjölfar hruns bankanna jókst eftirspurn eftir ríkistryggðum skuldabréfum mikið. Fyrst í
stað lækkaði ávöxtunarkrafa verðtryggðra íbúðabréfa mikið, sem var til marks um bæði
9 9
Tæknianná