Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2009, Page 100
Árið 2008 mældist framleiðsluspenna 2,9% af framleiðslugetu en hún var að meðaltali
3,1% á árunum 2005-2007. Á sama tíma og tekjur ríkissjóðs jukust verulega gætti aðhalds
í útgjöldum, sérstaklega í fjárfestingum ríkissjóðs. Af þeim sökum var ríkissjóður rekinn
með umtalsverðum kerfislægum afgangi árin 2004-2007.
Árið 2008 er gert er ráð fyrir að sveifluleiðréttur frumhalli hafi numið 2,6% af landsfram-
leiðslu.
Arin 2005-2007 skilaði afkoma sveitarfélaga hóflegum afgangi sem studdi við framlag
ríkissjóðs til að auka afgang í tekjujöfnuði hins opinbera þau ár. Þannig var kerfislæg
afkoma hins opinbera í heild jákvæð sem nam 3,3% af vergri landsframleiðslu árið 2005,
4,8% árið 2006 og 2,2% árið 2007.
Árið 2008 snerist tekjuafkoma sveitarfélaga, eins og ríkissjóðs, í halla upp á 0,6% af lands-
framleiðslu. Áætlað er að hagsveifluleiðrétt afkoma hins opinbera hafi verið neikvæð á
árinu 2008 sem nemur 3,2% af landsframleiðslu.
Peningamál
Stýrivextir Seðlabanka íslands voru 13% í maí 2009 og höfðu lækkað um 5 prósentustig
frá því þeir fóru hæst í hækkunarferlinu sem hófst í maí árið 2004. Á undanförnum árum
hafa verðbólga og mikil framleiðsluspenna í hagkerfinu kallað á mikið peningalegt
aðhald, en þrátt fyrir háa stýrivexti hefur 12 mánaða verðbólgan verið yfir þolmörkum
markmiðs Seðlabankans frá september 2005 ef undan eru skildir tveir mánuðir á árinu
2007 þegar áhrifa lækkunar virðisaukaskatts á matvæli gætti enn í vísitölu neysluverðs.
Því verðbólguskeiði sem ríkt hefur undanfarin ár má
að miklu leyti skipta í tvennt, annarsvegar tímabil
vaxandi innlends eftirspurnarþrýstings og hinsvegar
tímabil gengislækkunar. Frá árinu 2004 mátti rekja
verðbólguna að miklu leyti til innlends eftirspurnar-
þrýstings sem kom fram í mikilli hækkun hús-
næðisverðs í kjölfar breytinga á húsnæðislánamark-
aðinum og mikilli launahækkun samhliða minnkandi
atvinnuleysi. Á þeim tíma styrktist gengi krónunnar
við mikið innstreymi erlends fjármagns til landsins í
tengslum við stóriðjuframkvæmdir og útgáfu erlendra
aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum. Hélt sú
þróun aftur af verðbólgu en mikill viðskiptahalli
myndaðist. Á árunum 2006 og 2007 þegar óróleika
varð vart á alþjóðlegum fjármálamörkuðum varð
gengi krónunnar sveiflukenndara. Árið 2008 urðu
þrengingar á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum
stöðugt meiri og tók gengi krónunnar þá samfellda
dýfu og innlend eftirspurn tók að dragast hratt saman.
Við það stöðvaðist hækkun húsnæðisverðs og þegar líða tók á árið fór það að lækka.
Vandi innlendrar peningamálastefnu við að stemma stigu við mikilli framleiðsluspennu
var að mestu fólginn í frjálsu alþjóðlegu flæði fjármagns sem leiddi til mikils framboðs af
erlendu lánsfé hér á landi sem gerði heimilum og fyrirtækjum kleift að sneiða hjá hinu
háa innlenda vaxtastigi. í mörgum tilfellum var um talsverða gengisáhættu í slíkum
lánum að ræða. Þegar framboð erlends lánsfjár dróst saman jókst virkni hins háa stýri-
vaxtastigs Seðlabankans mjög mikið og höfuðstóll gengisbundinna lána hækkaði mikið.
Þrátt fyrir að hömlur væru settar á gjaldeyrismarkaðinn í nóvember var talið ráðlegt að
hafa vextina háa enn um sinn vegna óvissu um gengi krónunnar og þróun verð-
bólgunnar.
Vaxtaþróun 2001-2009.
Heimild:Seðlabanki íslands.
9 8
Árbók VFÍ/TFÍ 2009