Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 4
VERÐ SAMAN BURÐUR \ a na ucJsynjavorum Þegar kaupgjaldsvísitalan er reiknuð út, er miðað við framfærslukostnað í Reykjavík. Kaupgjald er reiknað út frá framfærsluvísitölimni, en framfærsluvísitalan byggist á rækilegri neyzlukönnun, sem Hagstofa Islands lét gera í sam- ráði við Verðlagsskrifstofuna 1964-1966. Þessi neyzlukönnun var eingöngu framkvæmd í Reykjavík. I vinnudeilum vorið 1970 gerðu verkalýðsfélög í Vestmanna- eyjum kröfu um hærri laun fyrir verkafólk þar en tíðkaðist í Reykjavík, á þeim forsendum að framfærslukostnaður væri hærri þar en í Reykjavík. Þessi skilningur Vestmanneyinga á fram- færslukostnaðinum orsökuðu vinnudeilur, sem kostuðu þjóðar- búið tugi milljóna króna. Engin könnun hefur enn þá verið gerð á framfærslukostnaði utan Reykjavíkursvæðisins. Þegar áðurgreindar vinnudeilur eru hafðar í huga virðist eðlilegt að álykta að tími sé kominn fyrir opinbera aðila eins og Hagstofima að gera slíka neyzlukönnun. Neytendasamtökih geca að sjáifsögðu ekki látið framkvæma neina slíka nákvæma athugun. Hér í blaóinu verður hins vegar reynt að gefa ákveðna ví slx ndingn um hvernig þessum málum raunverulega háttar; verður fiallað utn flutningskostnað vöru frá Reykjavík til staða á 1andsbyggðinni og sýnd nokkur verð- svnishorn af sömu vöru á mismunandi stöðurn á landinu. Verður byggt þar á sérstakri könnun, sem Ncytendasamtökin gerðu á verði á almennri neyzluvöru í ágúst 1970. Með almennri neyzlu- vöru er fyrst og fremst átt við matvöru og hremlætisvörur. Rétt er að ítreka að Neytendablaðið getur ekki sirmað ákveðna hluti í þessum efnum; - blaðið getur aðems reifað þessi mál og bent á hvernig aðstæður í verðlagsmálum lands- byggðarinnar virðast í fljótu bragði vera.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.