Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 20
og vandlega framkvæmdra athugana gáfu rannsóknahópar brezkra lækna út skýrslu um aö æðabólgur, æða- stíflur og blóðtappi væri miklu algengari meðal kvenna, sem notuðu pilluna en kvenna, sem ekki notuðu hana. Samkvæmt skýrslu eins rann- sóknarhópsins voru tilfelli æða- bólgu og æðastíflu þrisvar sinnum algengari meðal kvenna sem notuðu pilluna en annarra kvenna og sam- kvæmt rannsóknum annars hóps voru tilfelli blóðtappa, sem kröfðust spítalavistar, 10 sinnum algengari meðal kvenna, sem notuðu pilluna en þeirra sem ekki notuðu hana. En þegar fjöldi þeirra kvenna, sem þjáðist af áðurgreindum sjúk- dómum, var athugaður, kom í ljós að ástandið var öllu skaplegra en virtist mega búast við í fljótu bragði. Hættan um dauða af völdum þeirra var lítil: Ef 100.000 konur notuðu pilluna i eitt ár myndu um þrjár deyja vegna æðasjúkdóms, sem pillan væri völd að. Ahættan jókst eftir því sem konurnar urðu eldri. Meðal kvenna á aldrinum 20-34 var dauðshlutfal1- ið 1,5 fyrir hver 100.000, en í aldursflokknun 35-44 var hlutfallið 3,9 fyrir hver 100.000. Læknatíma- ritið "The British Medical Journal" var varkárt í skrifum sínum um þessar niðurstöður. Það taldi þær fremur uggvekjandi og bætti við að "þótt það væri engin ástæða til að örvænta... væri heldur engin ástæða til að láta sér standa á sama." Rannsóknir á tengslum æðasjúkdóma og pillunnar voru seinna á ferðinni í Bandaríkjunum en í Bretlandi. En í september 1969 birti dr. Philip E. Sartwell við Johns Hopkins lækna- háskólann skýrslu sem sýndi að tengsl æðasjúkdóma og pillunnar eru svipuð i Bandaríkjunum og þau eru í Bretlardi. Annar sérfræðingur, dr. Hershel Jick, hefur komizt að raun um að konur, sem eru í 0 blóð- flokki, eru þrisvar sinnum siður líklegar til að fá æðasjúkdóma þá, sem pillan er talin valda, en konur i öðrum blóðflokkum . Konur í 0 blóðflokki eru að því er virðist tiltölulega ónæmar gagnvart áhrifum pillunnar til að valda æðastíflu. En þetta þýðir auðvitað að konur í öðrum blóðflokkum taka tiltöluleg-i meiri áhættu við notkun pilluninr en tölurnar að framan gáfu t.il kynna, þar sem þessar tölur voru fyrir heildarfjöldann: og konur í 0 blóðflokki voru þar meðtaldar. Sönnunin fyrir því að pillan orsakar vissa æðasjúkdóma batt enda á allar fullyrðingar um að hún væri algerlega skaðlaus. En þessi sönnun breytir samt mjög ■lítið öllu heildarmati á pillunni. Jafnvel þeir læknar, sem eru taldir vera andsnúnir notkun pillunnar, eru sammála um að þau skaðlegu áhrif, sem tvímælalaust er búið að sanna að pillan hafi, hafi lítið að segja. Ef öll áhættan vegna pillunnar felst í dauðshlut- fallinu þrír á móti 100.000 og spítalavist einn á móti 2000 eins og áðurgreindar rannsóknir sýndu, hljóta auðvitað margar konur og læknar þeirra að telja gagn pill- unnar vera tvímælalaust meira en áhættuna. Þegar allt kemur til alls taka konur á sig talsverða áhættu við að verða barnshafandi; um 20-25 af hverjum 100.000 kor.um, sem verða barnshafandi, deyja vegna sjúkdóma sem af því ástandi skapast. Og fyrir konur, sem vegna ýmissa ytri aðstæðna væri mjög óheppilegt að verða barnshafandi getur áhættan 3: 100.000 vegna pillunnar talizt bærileg. Að hætta við notkun pillunnar þýðir að sjálf- sögðu ekki hið sama og verða barns- hafandi; það eru til marjar aðrar áhrifaríkar getnaðarvarnir. En pillan er áhrifaríkust þeirra getnaðarvarna, sem almennt eru notaðar. En það eru fleiri sjúkdómar en æðasjúkdómar sem grunur hefur leikið á um að pillan geti valdið. Ýmsa grunar að pillan geti orsakað marga aðra sjúkdóma. Hér er aðeins um grunsemdir að ræða, sáralítið hefur verið sannað um þetta efni, sumir segja að ekkert hafi verið sannað um fram þá æðasjúkdóma sem skýrt hefur verið frá. Þær hættur, sem grunur leikur á um en ekki hafa verið sannaðar, skiptast í 4 flokka. 1 . Krabbamein, sérstaklega í leghálsi og brjósti. 2. Áhrif á efnaskipti líkamans eins og sykursýki og truflui á starfi lifrinnar. 3. Erfðasjúk- dómar, eins og vanskapnaður á börnum, sem getin eru eftir að móðirin hætti að nota pilluna. 4. Ofrjósemi. Krabbamein Dr. Louis Hellmann, embættismaður í bandaríska heilbrigðis og velferðar mál^ráðuneytinu, hefur útskýrt hvers vegna sumir vísindamenn óttast, að pillan geti orsakað krabbamein: "1 hvert sinn sem estrogen (efni í pill- unni) er reynt á tilraunadýrum, verð- ur afleiðingin krabbamein. Það er, í öllum tilraunadýrum nema öpum. Er nokkur ástæða til að búast við öðrum líffræðilegum viðbrögðum hjá mönnum? Það er engin ástæða til þess." Öll efni, sem vitað er að geti stuðlað að krabbameinsmynd- un í manrii, get a eintiig orsakað krabbamein 5 einhv^rri dýrategund. Sumir sérfræðingar álíta að margir krabbameinsvakar í dýrum jeti einn- ig verið krabbamr.irisvakar í mönnum. Sú staðreynd, að krabbamein af völdum pillunnar hefur aldrei fund- izt í mönnum, hefur sáralitla þýð- ingu. Allir þekktir krabbameins- vakar í mönnum, - sum litarefni, geislun,asbest, eru tíu ár eða lengur að orsaka krabbamein. rill- an hefur nú verið í notkun í u.þ. b. 10 ár, en mjög fáar konur hafa notað hana samfleytt í öll þessi ár. Jafnvel þótt pillan orsakaði krabbamein er ólíklegt að það komi í ljós fyrr en eftir allmörg ár. Ef pillan stuðlar að krabba- meinsmyndun, kæmu æxlin sennilega í ljós í brjóstum eða leghálsi. Sumir vísindamenn hafa reynt að komast að því hvort breytingar, sem væru fyrirboðar krabbameins, væru algengari í þessum líffærum meðal kvenna, sem notuðu pilluna, en kvenna, sem notuðu hana ekki. Undirbúningsskýrsla um rannsókn um þetta efni var birt fyrir um einu ári. Hún var unnin af hópi sérfræðinga við Sloan Kettering stofnunina fyrir krabbameinsrann- sóknir, sem höfðu náið samstarf við læknamiðstöðvar fjölskylduá- ætlunarstofnunar New York borgar. Rannsökuð voru sýni úr leghálsi næstum 30.000 kvenna, sem höfðu notað pilluna i eift ár eða lengur og sýni frá næstum 7000 konum, sem höfðu notað hettuna fyrir getnaðar- vörn. Notuð var við töku á sýnunum hin svonefnda Papanicolau aðferð. Meinafræðingar, sem rannsökuðu sýnin, vissu ekki hvaða sýni voru frá konum, sem notuðu hettuna. Niðurstöður þessarar rannsókna voru þær, að konur, sem notuðu pilluna, höfðu um það vil tvisvar sinnum fleiri tilfelli krabbameins- myndunar, en þær konur, sem riotuðu hettuna. Þótt niðurstöður þessarar rannsóknar séu greinilegar, sanna þær ekki að pillan orsaki krabba- mein. I fyrsta lagi getur verið erfitt að greina að um krabbamein sé að ræða. Meinafræðingur getur virt fyrir sér í smásjá frumusýnis- horn og sagt til um hvort frumurn- ar séu eðlilegar eða beri vott um krabbameinsmyndun. En margar frumur eru aðeins afbrigðilegar og þurfa ekki um leið að gefa til kynna að um sé að ræða krabbamein. Þegar konur vei'ða barnshafandi aukast möguleikarnir fyrir því að frumur í móðurlífi þeirra verði afbrigði- legar. Almennt hefur pillan áhrif sem likjast möigum einkennum, sem konur fá þegar þær verða barnshaf- andi og þess vegna má e.t.v. ályHa að hér sé aðeins um enn þá önnur sameiginleg einkenni að ræða. I öðru lagi sannaði þessi til- raun í raun og veru ekki að það væri pillan sem orsakaði myndun hinna afbrigðilegu fruma. Saman- burðarhópurinn notaði hettuna. 20

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.