Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 12
þyngdar merking Neytendasamtökin hafa hafið sér- staka herferð til að fá íslenzka framleiðendur til að hafa á umbúð- um vöru þeirrar, sem þeir selja á markaðinn fyrir íslenzka neytendur, þyngdar- og innihaldsmerkingu vör- unnar. Samtökin skrifuðu sept. 1970 23 framleiðendum matvöru og hrein- lætisvöru sérstakt bréf um þetta efni. Svör hafa borizt frá 13 fram- leiðendum og eru e.t.v. fleiri væntan- leg. Af þessum 13 framleiðendum hafa 8 sent sérstakt bréf en 5 hafa svarað símleiðis og lofuðu þeir flestir að senda skriflegt svar einnig innan skamms. Nær undantekningalaust eru við- brögð framleiðenda jákvæð, og hyggj- ast þeir flestir munu innan skamms fara að setja þyngdar- og innihalds- merkingu á framleiðsluvöru sína, og segjast sumir raunar þegar vera farnir að gera það. - Neytendasamtökin munu að sjálfsögðu fylgjast með hvort lof- orð þessi verða efnd. 1 NÆSTA NEYTENDABLAÐI VERÐUE YTAR- LEGA SKÝRT FRA MALI ÞESSU. Aður hefur verið fjallað hér í Neytendablaðinu ýtarlega um þvotta- efni (1. tbl. 1970) og þar var kvartað sérstaklega undan því að þyngdarmerkingu vanti á umbúðir íslenzkra þvottaefnistegunda. íslenzku lágfreyðandi þvottaefnin, sem hér eru á markaðnum eru: íva, framleiðandi Frigg, Vex, framleið- andi Sjöfn, C-11, framleiðandi Mjöll, Oxan, framleiðandi Hreinn. Nú hafa tveir þessara framleið- enda hafið þyngdarmerkingu á um- búðum þvottaéfnisframleiðslu sinnar. Eru það efnaverksmiðjur Frigg og Mjöll. - Er þetta vissulega til eftirbreytni fyrir aðra framleið- endur. Hér á myndinni sjást pakkar af þvottaefnistegundunum C-11 og íva, en umbúðir beggja þessara þvotta- efnistegunda eru núna þyngdarmerkt- MÁ BJÚÐA YKKUR PLAST A disknum er mynd til að gleðja auga ungbarnsins (og foreldranna, - kaupenda disksins). Þessi mynd er gerð úr plasti. Þegar þessi diskur var keyptur leit glansmyndin dálítið öðru vísi út. En þá var heitt vatn sett á "undirdiskinn". Þá flagn- aði stór hluti glansmyndarinnar af. E.t.v. er það smekksatriði hvort foreldrar vilja að börn þeirra borði plast. Þeim for- eldrum, sem telja plast hollt ungbörnum, skal bent á að disk- urinn var keyptur í Mæðrabúðinni, Domus Medica, Reykjavík. Lyfjaskrárnefnd Þessi diskur er sérstaklega ætlaður ungbörnum. Diskurinn er í raun og veru í tvennu lagi, í fyrsta lagi er hinn eiginlegi diskur, sem matur er settur í, í öðru lagi nokkurs konar "undir- diskur", en inn í hann er hellt heitu vatni í gegnum raufina á barmi disksins. Þetta heita vatn a siðan að halda matnum á disknum nægilega heitum fyrir ungbarnið. Sniðugt, - ekki satt? Neytendasamtökin hafa fengið fyrirspurn frá Alþjóðasamtökum neytenda um hvernig sölu hins hættulega lyfs chloromycetins er háttað hér á landi. Hefur svar um það efni borizt frá lyfjaskrárnefnd. Neytendasamtökin eru með málið í frekari athugun. Verður skýrt frá máli þessu í næsta Neytendablaði. 12

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.