Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 11
sinneps krúsirnar Þessar sinnepskrúsir voru keyptar í ágúst 1970 í verzlun- um á Austurlandi. Báðar verzlan- irnar voru kaupfélög. Sama tegund sinnepskrúsa fengust í flestum þeim kaupfélagsbúðum á Austurlandii sem þá voru heimsóttar í tilefni verðathugunar á nauðsynjavöru (Sjá grein um það efni). Sameiginlegt öllum þessum sinnepskrúsum var að á þeim stóð hver væri síðasti söludagur, þ. e., hvenær framleiðandi teldi leyfilegt að sinnepskrúsirnar væru seldar í síðasta lagi. Slíkar tilkynningar um síðasta N|YUM>AVAA' NIVUNI>A*AMIÖKIN leyfilega söludag eru algengar í Danmörku, en þaðan voru sinneps- krúsirnar fluttar inn. Allar þessar sinnepskrúsir í verzlunum á Austur- landi voru merktar með síðasta söludag, sem var löngu liðinn í ágúst 1970. Báðar sinnepskrúsirnar á mynd- inni voru merktar með síðasta leyfilega söludag 9.9. 1968. Á krúsina til hægri var verð- merkingin límd yfir "sidste salgs- dag", og var það raunar venjulegast með flestar sinnepskrúsirnar. VIÐ SEM HEIMA SITJUM Verð sinnepskrúsanna var nokkuö breytilegt. Sinnepskrúsin til vinstri kostaði kr. 45.30 en sú til hægri kr. 68.60. Smásöluverðið í Danmörku er hins vegar eins og sjá má á krúsunum danskar kr. 1.96. Ljóst er því að sinnepskrúsirnar voru seldar með fullri álagningu í íslenzku verzlunum (og e.t.v. nokkuð ríflegri álagningu). Vekur það nokkrar spurningar. Síðasta gengislækkun ísl. kr. var fram- kvæmd í nóvember 1968, eða eftir síðasta leyfilega söludag sinneps- krúsanna. Ef þær hafa verið fluttar inn fyrir nóvember 1968 er því verð- ið allt of hátt. Ef þær hafa hins vegar verið fluttar inn eftir nóvember 1968 hefur innflytjandinn látið gabba sig. Ef innflytjandinn hefur ekki látið gabba sig hlýtur þakkarord 1 október 1970 fóru Neytendasam- tökin að senda til dagblaða frétta- tilkynningar um ýmis efni, sem að dómi samtakanna eru neytendum mikilvæg. Á tímabilinu okt. 1970 - jan. 1971 voru sendar til dagblaða sjö fréttatilkynningar. Hér kemur skrá yfir hvaða blöð birtu fréttatilkynningar Neytendasam- takanna og hve margar þeirra hvert blað birti. Vísir - 6 Alþýðublaðið - 5 Þjóðviljinn - 4 Tíminn - 3 Morgunblaðið - 1 hann að hafa haft tvenns konar verð á vörunni, - annars vegar verðið sem raunverulega var borgað fyrir hana í Danmörku, - hins vegar verðið sem gefið var upp í toll- skýrslum. Alla vega er hér um að ræða vöru, sem seljendur geta ekki komið lengur í verzlanir í framleiðslulandi vörunnar og því hefur hún verið flutt til lands, þar sem neytendavernd er tak- mörkuð og því engin ákvæði í lögum og reglugerðum um siðasta leyfilega söludag matvöru, sem er í svonefndum "loftþéttum umbúðum". Við vitum ekki hvort eitthvað er gruggugt við innihald sinneps- krúsanna. En alla vega hlýtur eitthvað að vera gruggugt við innflutning þeirra og verð- lagningu Neytendasamtökin þakka dagblöð- unum samvinnuna við birtingu þess- ara fréttatilkynninga. Að sjálf- sögðu skilja samtökin það mjög vel að sum dagblöð hafa ekki mikið rúm fyrir sérstakar orðsendingar til neytenda; það er um svo mikið efni að velja og hvert blað velur auð- vitað efni sitt eftir sínu eigin gildismati. Litli neytandinn í þjóðfélaginu 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.