Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 3
Frá kvörtunarþjónustunni Fjögur þúsund fyrirspumir á ári til leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar Undanfarin misseri hefur ver- ið í nógu að snúast hjá starfs- fólki leiðbeininga- og kvört- unarþjónustu Neytendasam- takanna. Verkefni kvörtunar- þjónustunnar eru einkum tvenns konar: Annars vegar munnlegar ráðleggingar til neytenda um réttarstöðu sína gagnvart seljendum og hins vegar milliganga í ágreinings- málum neytenda og seljenda. Fyrirspurnir og kvartanir Á síðasta ári voru skráðar sam- tals um íjögur þúsund munn- legar fyrirspurnir hjá leiðbein- ingaþjónustu Neytendasam- takanna. Flestar voru íyrir- spumimar vegna bifreiða, elrialauga, fatnaðar, tölva og heimilistækja, eða yfír 300 íyrirspumir í hverjum mála- flokki. Mikill ijöldi fyrir- spuma barst einnig um fast- eignir, ferðalög, húsgögn, gólfeftii og vinnu iðnaðar- manna, eða yfir 200 fyrir- spurnir í hverjum málaflokki. Kvörtunarmálin á síðasta ári voru um 500 talsins. Flest bárust kvörtunarmálin vegna heimilistækja og tölva, fatnað- ar og ferðalaga, eða yfír 50 mál í hverjum flokki. Fjöldi mála barst einnig til kvörtun- arþjónustunnar vegna bifreiða, efnalauga, íjarskipta- og póst- þjónustu, húsgagna og gólf- og veggefna. Ferill heföbundins kvörtunarmáls Upphaf flestra kvörtunarmála sem koma inn á borð kvörtun- arþjónustu Neytendasamtak- anna er það að neytandinn hringir til að leita ráða hjá samtökunum. Eftir að hafa hlýtt á frásögn neytandans og metið málið þannig að neyt- andinn eigi að öllum líkindum rétt í því leiðbeinir starfsfólk Neytendasamtakanna neyt- andanum um næstu skref. Hafí neytandinn ekki borið mál sitt undir seljanda er hon- um alltaf bent á að tala við seljandann áður en aðhafst er frekar í málinu. Ef búið er að tala við seljandann eða skrifa honum án árangurs er neyt- andanum boðið að fela kvört- unarþjónustunni að fylgja málinu eftir. Til að kvörtunar- þjónustan geti annast málið þarf neytandinn að skrifa greinargerð þar sem atvikum málsins er lýst og þar sem all- ar mikilvægar upplýsingar koma fram auk þess sem taka þarf saman öll skrifleg gögn í málinu. Eftir að hafa tekið á móti kvörtunarmáli sendir kvörtunarþjónustan seljand- anum bréf þar sem sjónarmið neytandans og kröfur koma fram og farið er fram á að selj- andinn útskýri sína hlið máls- ins. Eftir að haft hefur verið samband við seljanda af hálfu Neytendasamtakanna er afar misjafnt hver þróun mála verður. Flest mál leysast þó með sátt en þó hefur aukist að málum sé skotið til kvörtunar- og úrskurðamefnda. Kvörtunar- og úrskurðarnefndir Kvörtunar- og úrskurðar- nefndir eru nauðsynlegur bak- hjarl fyrir kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna. Til þessara nefnda má skjóta mál- um í tilteknum málaflokkum sé þau komin í sjálfheldu. Fljótlegt og ódýrt er fyrir neytendur að fara með mál fyr- ir nefndimar. Málskotsgjald er mishátt eftir því hvaða nefhd er um að ræða en sé komið til móts við kröfur neyt- andans að hluta eða öllu leyti fær hann málskotsgjaldið end- urgreitt frá seljandanum. Neytandinn getur alltaf haldið áfram með mál fyrir dómstóla ef hann er ósáttur við úrskurð lags efnalaugaeigenda. • Kvörtunamefnd NS og Fé- lags íslenskra ferðaskrif- stofa. • Urskurðamefnd NS, Hús- eigendafélagsins og Sam- taka iðnaðarins. • Urskurðamefnd í vátrygg- ingamálum. • Urskurðamefiid um viðskipti við fjármálafyrirtæki. í fyrra bárust úrskurðamefnd- unum 345 mál, en þess ber að geta að yfirgnæfandi meiri- hluti málanna fór fyrir Ur- Starfsmenn kvörtunarþjónustunnar taldirfrá vinstri: lngi- björg Magnúsdóttir fulltrúi, Sesselja Ásgeirsdóttir fulltrúi, GeirArnar Marelsson lögfrœðingur og OlöfEmbla Einars- dóttir lögfræðingur og stjórnandi kvörtunarþjónustunnar. nefndarinnar. Neytendasam- skurðamefnd i vátrygginga- tökin eiga aðild að eftirtöldum nefndum: • Kvörtunameffíd NS og Samtaka verslunar og þjón- ustu. • Kvörtunarneffíd NS og Fé- málum. Neytendasamtökin leggja mikla áherslu á að fjölga úrskurðameffídum þannig að þær nái til allra sviða viðskipta sem skipta neytendur máli. Varað við byggingarverktaka Félagsmaður Neytendasam- takanna hafði samband við kvörtunarþjónustuna og sagði farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við verktaka- fyrirtækið Isþak ehf. - H.A.- verktaka. Þetta fyrirtæki seg- ist sinna verkum á öllum sviðum byggingariðnaðar og hafa meðal annars sérhæft sig í viðhaldi og endumýjun á flötum þökum. Þá auglýsa þeir sig með 20 ára reynslu, auk þess að bjóða 10 ára ábyrgð. Félagsmaður okkar samdi við þetta fyrirtæki um viðgerð á þaki. Nokkm eftir viðgerðina fór þakið að leka og hafði félagsmaður okkar þá samband við verktakann og óskaði eftir úrbótum. Verktakinn kom á staðinn og reyndi viðgerð, en því miður lak þakið enn meira eftir hana. Fyrirtækið hefur ekki orðið við kröfum um frekari úrbætur þrátt fyrir ítrekaðar óskir, meðal annars frá kvörtunarþjónustu Neyt- endasamtakanna sem reynt heffír að knýja Isþak hf. - H.A.-verktaka til nauðsyn- legra úrbóta án árangurs. Neytendasamtökin geta ekki mælt með að neytendur hafi viðskipti við aðila sem þannig traðka á rétti fólks. NEYTENDABLAÐIÐ - október 2001 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.