Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 23
Bráf frá lesendum Bara hægt að greiða með kortum! Neytendasamtökunum hef- ur borist eftirfarandi bréf: „Ég hef smá-fyrirspum sem mig langar til að fá svar við. Er löglegt að mismuna við- skiptavini eftir því hvort hann greiðir með greiðslukorti eða staðgreiðir? Málið er að ís- landssími er að bjóða þjónustu sem einungis greiðslukorthaf- ar geta nýtt sér. Ég hef ekki greiðslukort og get því ekki nýtt mér þessa þjónustu. Er ekki verið að mismuna mér þarna? Annað - nú man ég vel þegar Landssíminn breytti gjaldskrá sinni þannig að nú kostar það sama að hringja innanbæjar og utanbæjar, og man ég að ástæðan fyrir þessu var sögð „til að allir sitji við sama borð“. Nú er það svo að ég bý 10 km fyrir utan Kefla- vík og nota intemetið mjög mikið, og símareikningurinn er eftir því, en ég á ekki kost á því að fá sítengingu, svo sem ADSL, loftlínu eða hvað þetta heitir allt saman, vegna þess að ég er víst meira en 4 km ffá símstöð. Þetta þýðir að sá sem býr til dæmis í Kefla- vík getur fengið 20 sinnum hraðvirkari tengingu en ég er með fyrir mun lægra verð en ég er að borga í símareikn- inga.... Ég hef reynt að fá hjá Símanum og Islandssíma ein- hverskonar fast gjald eins og ADSL-notendur eiga kost á, en það er ekki hægt að þeirra sögn. Er einhver sanngimi í þessu? Ég veit vel að bæði þessi fyrirtæki geta auðveld- lega sett upp pakka fyrir fólk eins og mig, en þess í stað láta þeir okkur utanbæjarmennina borga brúsann fyrir alla hina, og það er ansi fúlt að mínu áliti. Það versta er að ég get ekkert gert... !! get ekki farið til Íslandssíma vegna þess að ég er ekki með kreditkort! Verð ég bara að sitja undir þessu óréttlæti?" Neytendasamtökin sendu ís- landssíma og Landssímanum bréf þar sem óskað var sjón- armiða þeirra á þeim atriðum sem koma fram í bréfinu og lúta að fyrirtækjunum. Lands- síminn hefur ekki séð ástœðu til að svara þrátt fyrir ítrekun, en hér á eftir er svar Islands- sima: „Greiðslukortaviðskipti: Bréf- ritari er velkominn hvort sem er í fastlínuviðskipti og/eða farsímaviðskipti til íslands- síma, hvort sem hann notar greiðslukort eða ekki. Fast- línuviðskiptavinir, þ.e. þeir viðskiptavinir sem em með gamla góða heimilissímann hjá Íslandssíma, geta greitt reikninga sína annaðhvort með greiðslukorti eða beingreiðsl- um í gegnum bankann sinn. Íslandssími hefur boðið við- skiptavinum sínum að greiða reikninga sína með bein- greiðslu síðan í mars. Með því að bjóða viðskiptavinum sínum að greiða reikningana með þessum hætti getur Islands- sími haldið innheimtuferlinu einföldu og haldið verði þjón- ustunnar lágu. Háhraðatengingar: Tækni- lega gæti Islandssími boðið upp á háhraðatengingar um allt land en kostnaður við slíkt myndi aldrei standa undir rekstri. Það eitt stendur því i vegi fyrir að ráðist er í hundrað milljóna króna fjárfestingar. Ovíst er t.d. að íjárfestar í Is- landssíma féllust á slíka ráð- stöfún. Þess í stað höfúm við ákveðið að bjóða háhraðanet- þjónustu á höfúðborgarsvæð- inu og síðan í nokkrum öðmm þéttbýliskjömum í samkeppni við aðra. Samkeppni er jú ein meginforsenda betri þjónustu til neytenda og lægra verðs. Hvað hefðbundna nettengingu varðar þá býður Islandssími upp á tvo pakka kjósi einstak- lingar að færa símaviðskipti sín til fyrirtækisins. Báðar leiðir bjóðast um allt land og fela í sér mun lægra mínútu- gjald fyrir intemetnotendur en þeir þurfa almennt að greiða. Aðgangur að þessari þjónustu er notendum að kostnaðarlausu en Islandssími reið á vaðið fyr- ir hálfú öðm ári og bauð að- ganginn gjaldfrjálst. Oski bréfritari eða aðrir frekari upplýsinga um fyrr- nefúda eða aðra þjónustu Is- landssíma er þeim bent á vef fyrirtækisins: www.islands- simi.is. Einnig er hægt að hringja í fyrirtækið í sölusíma 800 1111 eða senda okkur póst á info@islandssimi.is.“ Dýrar númeraplötur Neytendasamtökunum hef- ur borist eftirfarandi bréf: „Ég þurfti samtímis að láta smíða númeraplötur fyrir bif- reið á Islandi og í Lúxem- borg. A Islandi vom númera- plötur pantaðar í gegnum Skráningarstofuna og kostaði svokölluð flýtiþjónusta 4.700 krónur. I henni felst að við- skiptavinur bíður í sólarhring eftir plötunum. Almenn þjón- usta kostar 3.700, og tekur af- greiðsla þá lengri tíma en sól- arhring. Sambærileg þjónusta kostar 16,5 evrur (1200-1300 kr.) í Lúxemborg. í því tilviki er beðið eftir plötunum og tek- ur það um 5 mínútur. Ekki var óskað eftir sérstakri flýti- þjónustu, sem ég veit ekki hvort er til. En fljót má hún vera ef hún er hraðari en sú þjónusta sem ég fékk! Sam- kvæmt þessu er þessi þjón- usta á íslandi um fjórfalt dýr- ari en í Lúxemborg, auk þess að vera mun seinlegri. Þetta er nokkuð mikill verðmunur og gefúr ef til vill tilefni til að verðmyndun á þessari þjón- ustu á Islandi verði könnuð.“ Neytendasamtökin sendu þetta bréf til Skráningarstof- unnar og óskuðu eftir upplýs- ingum um hvernig verðmynd- un er háttað hér á landi á númeraplötum á bíla. Eftir- farandi svar barst: „Skráningarstofan hf. annast skráningu ökutækja í sam- ræmi við umferðarlög nr. 50/1987. í 64. grein laganna er kveðið á um að dómsmála- ráðherra setji reglur um gjald fyrir skráningu og skráning- armerki, sbr. g-lið greinarinn- ar. í samræmi við það hefúr dómsmálaráðuneytið gefið út Gjaldskrá fyrir skráningu ökutækja nr. 84/1997. Fram- leiðsla skráningarmerkja fer fram á vinnustað fangelsisins á Litla Hrauni sem selur merkin til endursölu hjá Skráningarstofunni. Skrán- ingarstofan hf. kaupir þau á 1.494 kr. hvert skráningar- merki og endurselur á 1.875 kr. Álagning á skráningar- merki er skv. því 25,5%. Innifalin í álagningunni er 200 kr. þóknun á merki til skoðunarstofanna. Afgreiðslu- frestur framleiðanda skrán- ingarmerkja er þrír dagar að jafnaði. Óski viðskiptavinur eftir hraðari afgreiðslu þarf að greiða 1.000 kr. í flýtigjald. Gjaldinu er ætlað að standa undir aukakostnaði við flýti- meðferðina, sem aðallega sam- anstendur af sérferð framleið- andans að sérleyfisbílum og sérferð Skráningarstofúnnar á Umferðarmiðstöðina, þ.e. aukaferð til og frá flutningsað- ila. Gjaldinu er skipt milli Skráningarstofú og vinnu- stofúnnar á Litla Hrauni að jöfnu. Viðskiptavinur Skrán- ingarstofúnnar er skv. ofan- sögðu rukkaður um 3.750 kr. fyrir tvö skráningarmerki, að viðbættum 1.000 kr. við flýti- meðferð, samtals kr. 4.750 kr. Ef keypt er eitt skráningar- merki með flýtimeðferð kostar það 2.875 “ NEYTENDABLAÐIÐ - október 2001 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.