Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 15
Neytendapólitík Það hefur borið á því undan- farin tvö til þrjú ár að nem- endur í framhaldsskólum landsins eru beittir þrýstingi frá skólayfirvöldum, stjóm- völdum, tölvufyrirtækjum, lánastofnunum og ekki síður skólafélögum um að ljárfesta í fartölvum. Vissulega er sú þróun ágæt að fleiri og fleiri eignist far- tölvur, þegar haft er í huga skipulag náms, vinnuhagræð- ing og öruggar boðleiðir milli nemenda og kennara. Hvort það er að skila sér faglega í námi hefur þó ekki verið mælt. Er tölvunotkunin nú eins og fyrirhugað var eða er þetta rándýra tæki að taka við hlutverki blýants og stílabók- ar? Það hefur ekki verið skoðað nægilega. Hvatningu menntamálaráð- herra á sínum tíma um far- tölvuvæðingu í skólum lands- ins hefur verið vel tekið hjá tölvufyrirtækjum og lána- stofnunum - skiljanlega. Skólayfirvöld hafa lagt mis- mikla áherslu á þessi mál en þó hafa nokkrir skólar sett sér það markmið að öll kennsla byggist á fartölvuvæðingu, innra netkerfi þar sem sam- skipti kennara og nemenda fara að hluta til ffam í gegnum tölvunetið. Einn skóli að minnsta kosti gerir það að skilyrði fyrir skólavist að nem- endur hafi aðgang að fartölv- um og aðrir bjóða val um slíka námstilhögun. Þetta kostar fé Gallinn við þessa væðingu er að þetta kemur illa við buddu námsmannsins - eða fjöl- skyldu hans. Að eignast far- tölvu með öllum tilheyrandi fylgihlutum, þráðlausri nettengingu, góðri tösku, aukamús o.s.ffv. fer hátt upp í 200 þúsund krónur. Það er ekki langt síðan flestir ung- lingar eignuðust eigin heimil- istölvu. Þeir nemendur sem nú eru að hefja nám í fram- haldsskóla fóru margir hverjir fyrir tveimur árum með allan fermingarpeninginn sinn í tölvufyrirtækin og fjárfestu í pésa og hafa síðan verið að uppfæra hann og byggja við þá fjárfestingu, tölvufyrir- tækjunum til mikillar ánægju. Flestir ætluðu að nota tölvuna sem námstæki á lokastigi grunnskóla og ekki síst í framhaldsskóla. Með örri tækniþróun breytist þetta skyndilega. Heimilistölvan er nú ekki nokkurs virði að þessu leyti þar sem skólayfírvöld hafa einbeitt sér að tölvuvæð- ingu þar sem þráðlaust net- kerfi er grundvöllur fyrir boð- leiðum milli nemenda og kennara. Þannig að nú standa þessir nemendur á byrjunar- reit og þurfa að punga út fyrir fartölvunni. Bylting búin til Það er undarlegt að fylgjast með hvernig fartölvubylting- unni er hrundið af stað. Fyrst kemur menntamálaráðherra og boðar byltingu. Á eftir fara lánastofnanir og tölvufyrir- tæki og krunka sig saman um hvernig hægt sé að láta heila þjóð henda heimilistölvunum sínum og kaupa nýjar tölvur (eða var það kannski fyrsta skrefið?). Síðan er farið í skólastofnanimar og skóla- stjómendur sannfærðir um nauðsyn þess að fartölvuvæða allt kerfið. Skólamir fá ömgg- lega tilboð sem þeir geta ekki hafnað um tölvuvæðingu á rekstrinum, að ekki sé talað um endurmenntun eða grunn- menntun kennara í tölvufræð- um. Þetta kostar engan pen- ing eða lítinn því það er fyrir löngu búið að ákveða hver á að borga brúsann. Nemandinn! Það er að segja fjölskyldumar í landinu. Heil þjóð er í start- holunum, hún er að fara að endurvæða tækjabúnaðinn á heimilinu. Grætt á námsmönnum Stór hluti þjóðarinnar eltist við tískuna, endasendist á milli uppátækja sem engri annarri þjóð dettur í hug að sækjast eftir. Það er alveg ótrúlegt hvað stór hópur fólks er í keppni um að eiga það sama og næsti maður eða aðeins betra. Það er í tísku að vera ffumlegur og allt í einu er orð- ið frumlegt að vera ófrumleg- ur, við erum komin í hring og snúumst í marga hringi, vit- um ekkert hvert við eigum að fara næst. Þetta vita bisness- menn og þess vegna er ekki í neinu öðru landi auðveldara en á íslandi að hrinda af stað far- tölvubyltingunni. Nemandinn - hann situr uppi með afborganimar af far- tölvunni, og svo þarf að tryggja hana og hvað er þá í smáa letrinu? Stuldur: Engar bætur. Hnjask: Engar bætur. Týnd: Engar bætur. Það er einmitt málið, hvemig á að verjast eyðileggingu? Nem- endur fara á hverjum degi með 200 þúsund króna tæki undir hendinni, i strætó, í frí- mínútur, í íþróttir. Það er ekk- ert verra fyrir tölvufyrirtækin að svona tæki séu mikið í um- ferð, þá bila þau fljótt og ör- ugglega, sem þýðir að sjálf- sögðu meiri viðskipti. Tilgangur með menntun í framhaldsskóla, hver er hann? Hefur fartölvuvæðingin eitt- hvað með það að gera að nem- andinn verði hæfari námsmað- ur eða betur upplýstari um það efni sem farið er yfír í hverju fagi? Það væri fróðlegt að skoða hvernig fartölvur eru notaðar í námi, hvort þetta er raunverulega sú byltingar- kennda nýjung til bætts náms sem boðað var. Var ekkert annað brýnna í þróun mennt- unar á íslandi - eða er þetta bara enn ein leiðin til að auka hagvöxt í þjóðfélaginu á kostnað almúgans? NEYTENDABLAÐIÐ - október 2001 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.