Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 12
Gæðakönnun
skólaaldur nota oft aðeins sér-
staka sætispúða til vamar í bíln-
um. Það er hins vegar ömggara,
sérstaklega með tilliti til hliðar-
árekstra, að láta þau sitja í bíl-
stól sem styður líka við bak og
höfuð.
I könnuninni vora tveir stól-
ar sem henta börnum frá upp-
hafi og að 25 kg þyngd og einn
stóll fyrir 9-36 kg böm. Aðeins
Britax Freeway náði umsögn-
inni „í meðallagi“ í heildarein-
kunn og Klippan DuoFlex
Comfort fékk umsögnina „lé-
legur“ vegna vonlausrar
frammistöðu fyrir öryggisþætti
í bæði framaná- og hliðará-
rekstrum.
Má nota hlífar?
Til era sérstakar hlífar sem eiga
að tryggja að bílbelti herði ekki
að hálsi eða maga bams. Sumar
þeirra era ágætar en aðrar stór-
hættulegar. Astæða þess að
venjulegt bílbelti liggur óþægi-
lega er oft sú að bamið er ekki
nægilega stórt til þess að nota
eingöngu öryggisbelti og ætti
því að sitja á bílpúða eða í
bamabílstól.
Umferðarráð og markaðs-
gæsludeild Löggildingarstofu
samþykkja notkun hlífa á ör-
yggisbelti fyrir böm í barnabíl-
stólum. Þær geta komið í veg
fyrir að belti liggi illa á hálsi og
maga.
Hver er mesta
hættan fyrir
barnið?
Reynslan sýnir að líklegasta
ástæðan fyrir slysi á bami í
bílstól er ekki sú að bíllinn
lendi í hörðum árekstri. Al-
gengasta ástæða slysa er sú
að stóllinn er ekki festur rétt
eða tryggilega. Ef hann losn-
ar getur minniháttar óhapp
valdið miklum áverka.
Þess vegna er mikilvæg-
ast að stóllinn sé einfaldur í
festingum og notkun.
Þess vegna vega notkun
og þægindi mest í gæða-
könnun ICRT eða 60% en
árekstrapróf og hönnun
40%.
Sömu aðilar vara eindregið
við hlífum á venjuleg öryggis-
belti í bifreiðum. Með slíkum
hlífum veitir beltið ekki tilætlað
öryggi í árekstri. Hlífin læsir
beltinu þegar síst skyldi og
hindrar að það dragist rétt við
átak. Við árekstur dregur hlífín
skáband beltisins upp á maga
bamsins sem getur valdið inn-
vortis meiðslum. Slíkar hlífar
veita falska öryggiskennd og
geta beinlínis verið varasamur.
Lélegir og góðir stólar
Þrír bamabílstólar komu sér-
staklega illa út úr prófununum
en aðeins einn þeirra var hér á
markaði, Mon Bebe Turbo Up.
Hann brást alveg í framaná-
keyrslunni, stóllinn klofnaði og
dúkkan sökk í glufuna sem
myndaðist. Slíkt mundi valda
alvarlegu slysi. Hönnun stóls-
ins var léleg að ýmsu öðru leyti,
meðal annars beltislæsing sem
bam átti of auðvelt með að opna
sjálft. Hins vegar jafnaðist stóll-
inn vel á við aðra í vöm í hliðar-
árekstrum.
Hinir stólarnir sem fengu
falleinkunn í framanákeyrslu
voru Kippan Futura og
Mothercare Daytona. Höggin
sem komu á höfuð dúkkunnar
mundu hafa valdið heila-
skemmdum eða dauða. Eindreg-
ið er varað við notkun þessara
þriggja stóla.
Best komu úl úr árekstra-
prófunum Concord Baboo,
Jane Matrix, Bebe Confort
Iseos og Britax Renaissance.
Af þeim fæst aðeins hinn síðast-
nefndi hérlendis (Everest,
Seglagerðinni Ægi, Húsasmiðj-
unni).
Um prófanirnar
I þessari alþjóðlegu könnun
ICRT var að lágmarki miðað við
Evrópustaðalinn ECE-R 44-03.
ICRT hefur bætt við nýjum
þáttum, m.a. hliðarárekstrum,
þar eð þeir eru næstalgengasta
umferðaróhappið.
I heildareinkunn vega ör-
yggisþættimir 40% og þægindi
í notkun 60%. Öryggi var próf-
að með dúkku í bamabílstól í
Volvo S40. Allar mælingar
voru rafrænar og myndað var
Góður stóll Jýrir 0-18
kg barn
Cam Ciao Plus fékk
hœstu heildarein-
kunn stóla í þessum
flokki. Hann fékkst
á 10.500
krónur
hiá
Fífu,
Reykja-
vík.
Góður stóll
fyrir 9-18 kg
barn
Britax
Freeway fékk
hœstu heild-
areinkunn
stóla íþessum
flokki. Hann
fékkst hjá sex
verslunum á
breiðu verð-
bili, frá
12.690 krón-
ur hjá Barna-
heimi, Reykjavík og upp í 17.900 krónur hjá
Olís í Alfheimum, Reykjavík.
Góður stóllfyrir 0-
13 kg barn
Bebecar Easy
Plus fékk hæstu
hei/dareinkunn
stóla í þessum
flokki. Hann
fékkst á
15.950 krón-
ur hjá Pín
á Akureyri og á
16.800 krónur
hjá versluninni
Allir krakkar, Kópa-
vogi.
* Þegar barnab
þurfa bæði bí
mæta á staðii
* Fáið söluman
Reynið sjálf i
beltið nógu li
eins og vera
bamið í honu
stilla ólarnar'
læsingunum
* Stærð stólsim
eftir þyngd b
þess.
* Fjölhæfni er i
stóll sem á b;
bami og 12 é
aldrei verið s
* Núgildandi sl
framleiðenda
Treystu því £
gæðastimplui
* Munið að da^
indi stólsins
vægustu öryj
bara hve vel
Þess vegna á
kaupa stól se
öraggur í notl
ur kaupandar
* Réttar festing
um. Ráðlegt >
festa stólinn
á að nota stól
t.d. dagmöm
fólks, þá er n
þeim vel hve
inn.
* Rétt er að fúll
inn sem key;
eða bílana se
kanna að veri
passa allir st<
vegna er hug
að kaupa nýj
skipt er um t
* Margir leigja
hann lánaðar
líka mikilvæ:
ar og öryggis
* Ekki kaupa n
Það er aldrei
hvemig hann
og hvort han
um, árekstri <
hugsanlegt a<
12
NEYTENDABLAÐIÐ - október 2001