Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 24
Fróðleiksmolar um umhverfismerki Aðalmarkmiðið með umhverfismerkjum er að auðvelda neytend- um að velja umhverfisvænar vörur. Segja má að umhverfis- merki séu tæki í umhverfisstefnu sem aðhæfð er markaðskerf- inu. í þeim fléttast saman samkeppnis- og umhverfissjónarmið. Umhverfismerkin eru ,mjúk‘ eða jákvæð verkfæri í umhverfis- stefnunni, þar sem þau byggjast ekki á boðum eða bönnum hins opinbera heldur er framleiðendum í sjálfsvald sett hvort þeir merkja vöru sína, rétt eins og neytendum er frjálst hvort þeir taka umhverfisvænar vörur fram yfir aðrar. Til þess að um- hverfismerkingar séu trúverðugar og neytendur geti treyst því að þær þjóni sínum tilgangi eru þær í umsjá opinberra stofnana sem geta vottað að gerðar séu strangar kröfúr um umhverfisálag vörunnar og sjá um að aðeins þeir sem standast þessar kröfur fái að bera viðkomandi umhverfismerki. Hér á eftir eru þau um- hverfismerki sem helst má búast við að finna á vörum hér á landi. Umhverfismerkið Svanurinn Umhverfismerkið Svanurinn er sam- vinnuverkefni Norðurlanda, og Norræna ráðherranefndin kom því á fót 1989. Hér á landi fást ýmsar vörutegundir sem bera merkið, t.d. einnota batterí frá Duracell, Tudor og Varta, hleðslubatterí frá GP Mobicell, Champion og fleirum, eldhús- og salemispappír, sláttuvélar frá sænska fyrirtækinu Stiga, prentpappír og margt fleira. I næsta Neytendablaði verður ýtar- legri kynning á þeim vörum sem em með Svaninn, norræna umhverfismerkið. Blái engillinn (DerBlaue Engel) Þjóðverjar byrjuðu með þetta umhverfis- merki árið 1978, og er það á vegum um- hverfisráðuneytisins þar í landi. Alls eru um ljögur þúsund vörutegundir merktar með bláa englinum og eru þær vörur sem merkið bera mjög fjölbreytilegar. Þar má nefna ýmsar vömr úr endumnnum papp- ír, gleri (byggingarefni) og plasti, sólar- sellur, kvikasilfursfría hitamæla, slökkvi- tæki og margt fleira. Ekki fæst nema lít- ill hluti þessara vara hér á landi, en þó má finna möppur frá Leitz merktar engl- inum í íslenskum verslunum, sem og sal- emis- og eldhúspappír og prentpappír. Bra Miljöval Bra Miljöval er umhverfismerki á vegum sænsku umhverfisvemdarsamtakanna Naturskyddsforeningen. Hér á landi fást margar vömr merktar með Bra miljöval, aðallega þó þvottaefni og uppþvotta- og hreingemingarlegir. Evrópublómið Blómið er umhverf- ismerki Evrópusam- bandsins. Hér á landi fæst ein tegund málningar með Blóminu. Heimasíða Neytendasamtakanna Á heimasíóu Neytendasamtakanna, www.ns.is, er aó finna margan mikilvægan fróóLeik fyrir neytendur. Þar eru meðal annars uppLýsingar sem skipta máLi í vióskiptum neytenda við seLjendur vöru og þjónustu, um rétt neytenda og Leiðbeiningar um hvernig þeir ná þeim rétti. Auk þess er þar aó finna fróðLeik um fjöLmargt annaó sem getur hjáLpaó okk- ur bæói við vaL á vörum og þjónustu og í samningum vió seLjendur.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.