Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 19
Gæðakönnun sinni lent í því að smakka ijölmargar tegundir af tómatsósu. Þetta væri algjört himnaríki á við það. Steinbíturinn Hlé var gert og boðið upp á kaffí áður en ráðist var til at- lögu við steinbítinn. Ólafur sagði að af þessum sýnum sem hann hefði smakkað væri einungis eitt sem hann væri tilbúinn að eyða pening í. Gylii sagði að þótt Veitinga- húsið við Tjömina væri fisk- réttastaður væri harðfiskur ekki á boðstólum. Ulfar sagði hins vegar að harðfiskur hefði verið á boðstólum hjá Þremur frökkum. Það kom einnig fram að hann hafði gert til- raunir með að nota harðfisk sem hráefni í rétti. Gæðakönnunin á steinbít fór eins fram og könnunin á ýsunni. Framleiðendur voru margir þeir sömu og sölustað- ir einnig. Um steinbítinn þarf að hafa eftirfarandi í huga: Hann á að vera ljósgulur og helst rauðbrúnar rákir á brúnum. Hráefnið þarf að vera ferskt, helst línufiskur. Ekki má vera af honum geymslubragð (IFystibragð eða pappabragð) og ekki heldur þrátt bragð. Hann á að vera aðeins saltur en minna saltur en ýsan. Þegar litið er á niðurstöðuna kemur í ljós að smekkur sér- fræðinganna er oft mjög mis- munandi. Samstaða var ekki um neitt sýni. Niðurstöðu vantaði frá einum sérfræðingi um eitt sýni. Vestfirðimir komu ekki jafnvel út í þessari smökkun og í smökkuninni á ýsu. Þannig fékk sérvalinn fiskur frá þróunarsetri Hafró fyrir vestan einungis 3,2. Hæsta meðaleinkunn var 3,8 og var annað sýnið frá EG á Flateyri og keypt fyrir vestan, en EG var einnig með hæstu ein- kunnina í ýsunni. Hitt sýnið sem náði 3,8 var frá Harðfisk- verkun Antons Proppé á Þingeyri sem keypt var í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Líkt og með ýsuna gaf einn sérfræðinganna hæstu ein- kunn, 5, en nú einungis í tvígang. í annað skiptið til EG á Flateyri og í hitt skiptið var það steinbítur frá Gullfiski á Flateyri sem keyptur var í Kolaportinu. Lægstu einkunn, 2, fékk steinbítur frá Vestfiski á ísa- firði sem keyptur var í Sam- kaupum, um hann var m.a. sagt að torkennilegt aukabragð væri af honum (kúaskíts- bragð). Niðurstööur Ekki er hægt að segja að skýr niðurstaða hafi fengist úr þessari könnun. Ef hægt er að tala um siguiTegara þá er það EG á Flateyri sem náði hæstu einkunn fyrir þrjú af fjórum sýnum frá framleiðandanum. Vestfirðimir koma nokkuð vel út úr könnuninni, einkum hvað varðar ýsuna. Þau sýni sem fengu hæstu meðalein- kunn vom öll framleidd á Vestfjörðum og öll nema eitt voru keypt þar. Geymist kaldur! Að lokum skulu neytendur hvattir til að kaupa aðeins harðfisk í merktum umbúðum þar sem kemur fram hvaða tegund af fiski er notuð, hver framleiddi vöruna og hvemig best sé að geyma hana. Einnig er rétt að benda á að það er misskilningur að harðfiskur geymist best við stofúhita. Raunin er að harðfiskur geym- ist alls ekki við stofuhita - þannig þomar hann upp og missir bragðgæði. Harðfiskur geymist best í kæli í lokuðum umbúðum eða í frysti. Nær undantekningarlaust var harð- fiskurinn sem við keyptum fyrir smökkunina hjá Neyt- endasamtökunum ekki geymdur í kæli í verslunun- um. NEYTENDABLAÐIÐ - október 2001 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.