Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 8
Gæðakönnun
það er til lítils gagns að hafa
Hepa- eða S-síur ef ryksugan
er óþétt að öðru leyti. Sumar
ryksugur með einfaldari síum
reyndust líka hreinsa loft
mjög vel.
Hve oft á að skipta um
síur? Það fer el'tir því hve oft
er ryksugað, hversu stórt og
skítugt svæðið er. Margir
framleiðendur ráðleggja að
skipt sé um árlega en það get-
ur reynst dýrt ef um er að ræða
ryksugu með Hepa- eða S-síu.
Misjafnar og ólíkar gerðir
af síum eru í ryksugum.
Rekstrarkostnaóur ryksugunn-
ar fer eftir því hvers konar sía
er í henni. Pokalausar ryksug-
ur með síum sem má þvo og
endurnota eru ódýrastar í
rekstri.
Hávaði, þyngd,
sog og kraftur
Hvinurinn í ryksugum er
vægast sagt óþægilegur. í
mælingum kom í ljós að há-
vaðinn er á milli 75 og 84
desibel. Á bak við hærri töl-
una er tvöfalt meiri hávaði en
hina fyrri.
Það er mikilvægt að ryksug-
an sé ekki of þung, sérstak-
lega fyrir fólk sem býr á fleiri
en einni hæð. Framleiðendur
hafa að undanfornu sett sífellt
léttari ryksugur á markað.
Þyngdin er að jafnaði milli 5,5
og 8,7 kg.
Frá 1993 hafa verið fram-
leiddar ryksugugerðir án poka.
En þá þarf að losa rykið úr
geyminum eftir hverja
ryksugun og það getur verið
tímafrekt, erfitt og óþrifalegt.
Framleiðendur og sölu-
menn vitna oft til mikils sog-
krafts tækjanna í auglýsinga-
skyni. En þann kraft verður
alltaf að skoða með tilliti til
þess hve mikið ryk þau soga
upp og fanga. Til eru ryksug-
ur með mikinn sogkraft en
takmarkaða rykupptöku, oftast
vegna lögunar stútsins.
Ryksugan þarf heldur ekki
að hafa mikið vélarafl til að ná
miklum sogkrafti. Melissa
VCC 16, sem fékkst á 9.995 í
Elko, hefur 1400 vatta vélar-
afl og 211 vatta sogkraft, en
Electrolux Oxyen (sem ekki
fékkst hér) er með sama vélar-
afl en 369 vatta sogkraft.
Hand- og vatnsryksugur
Litlar handryksugur sem
ganga fyrir rafhlöðum eru víða
vinsælar. Þær eru sérstaklega
hentugar til að hreinsa upp t.d.
smárusl, pottamold og kusk
sem alltaf getur safnast upp í
verslunum, eldhúsum og sum-
arbústöðum. Þægilegt er að
geta gripið til þeirra og farið
með þær víða um án þeirra
erfiðismuna sem fylgja venju-
legri ryksugu.
Dýrar ryksugur (hreingem-
ingatæki) með vatnssíum og
áþekkum búnaði eru langtum
dýrari en venjulegar heimilis-
ryksugur. Rainbow E-1 kostar
t.d. 176.700 kr. Kirby, sem er
enn dýrari, er ekki lengur flutt
inn. Sumar þeirra geta ekki
bara ryksugað heldur líka
sápuþvegið, bónað, fægt, slíp-
að, massað og meira að segja
sprautað lit. Þessum stóru og
afkastamiklu tækjum er það
líka sameiginlegt að þau eru
þung og hávær og umstangs-
frek í notkun og viðhaldi. Það
er dýrt að endumýja í þeim
síur og annan búnað.
I gæðakönnunum kom fram
að þrátt fyrir yfirlýsingar
framleiðenda hreinsa ódýrari
gerðir slíkra tækja ekki alltaf
sérlega vel, þótt loftið sé leitt
gegn vatn og síur, því agnirn-
ar sleppa út aftur annars staðar
og sveppir geta vaxið í þeim.
Það er því fátt sem bendir til
að kaup á slíkri gerð séu hag-
stæð fýrir venjuleg heimili,
ekki einu sinni þótt þar sé
fólk með offiæmi eða asma.
Það er villandi að halda því
fram að ryksugur með vatns-
síum skapi betra loft í íbúðum
með því að hreinsa það í vatni.
Staðreyndin er sú að í 100 fer-
metra íbúð em um 280 rúm-
metrar af lofti og það er alveg
óraunhæft að ímynda sér að
þessar vatnsryksugur hleypi
því öllu gegnum sig við
venjuleg heimilisstörf. Meg-
inhluti loftsins fer aldrei
gegnum vatnið.
Ofnæmi og asmi
Ryksugur með Hepa- og S-
síum em æskilegastar þar sem
fólk með ofnæmi eða asma býr
eða heldur sig. Sumar þeirra
geta meira að segja haldið aft-
ur af sumum bakteríum.
Gæðakannanir og umsagnir
lækna sýna að fyrir fólk með
ofnæmi og asma er ekki endi-
lega betra að notuð sé ryksuga
með vatnssíu en með þurrsíu.
Meginmáli skiptir í slíkum til-
vikum að tækið fangi smæstu
agnir, örsveppi og rykmaura.
Og þá má ekki bara reiða sig á
góðar síur, ryksugan getur
verið óþétt á öðmm stöðum og
hleypt ögnunum þar út aftur.
Nýjar gerðir af ryksugum með
margfoldu þurrsíukerfi ráða
oft ágætlega við þetta verk-
efni. Ein hættan við vatns-
síuryksugur er sú að í þeim
skapist skilyrði fyrir sveppa-
vöxt sem hefur áhrif á fólk
með asma og ofnæmi.
Hollráð fyrirkaup
Það á að vera auðvelt að:
draga ryksuguna yfír þrösk-
ulda og kanta,
draga hana um án þess að
reka hana alls staðar utan í,
bera hana,
hreyfa stútana á teppum og
hörðum gólfum,
skipta um stúta,
stilla stútinn, sem helst á að
vera sjálfvirkur,
opna hana og tæma pokann,
skipta um síu,
stilla vinnuhæð og stellingu
með rörinu, sem helst á að
vera hægt að stytta og
lengja á auðveldan hátt,
læra á og nota allar stilling-
ar og takka.
8
NEYTENDABLAÐIÐ - október 2001