Neytendablaðið - 01.10.2001, Blaðsíða 14
Staðlar
Föt í mismunandi stærðum
Mátulegt á okkur
Mörgum finnst erfitt að finna á sig föt,
ekki síst í útlöndum þar sem stærð fatnað-
ar er táknuð samkvæmt mismunandi
kerfúm eftir því hvar maður er staddur í
heiminum. Þegar best lætur veldur þetta
pirringi en getur líka leitt til þess að föt-
um þurfí að skila - þegar það er gerlegt.
Til að auka enn á ruglinginn er sama
kerfið notað á mismunandi hátt eftir lönd-
um. Svo eru margir - sérstaklega karl-
menn - sem þekkja ekki sín eigin mál.
Þeim er ef til vill vorkunn, ekki síður en
konum.
Sinn ersiður...
Tökum dæmi: Mál konu með
- brjóstmál (yfírvídd) um 88 cm
— mitti um 72 cm
- mjaðmir um 96 cm
eru kölluð
- í Þýskalandi, Hollandi
og stundum í Frakklandi: 38
í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi: C38
í Belgíu og stundum
í Frakklandi: 40
í Portúgal og á Spáni: 44/46
í Bretlandi: 12
Á íslandi hafa ýmis stærðakerfí verið í
notkun.
Þessi ruglingur nær einnig til skófatnað-
ar. Venjulega leitar maður að skóm núm-
er 39 eða 43, til dæmis, en sums staðar þó
að númerum eins og 4,4 1/2 eða 5. Þegar
hins vegar er verið að leita sér að inni-
skóm þá eru þeir númer 6 eða til dæmis
10. Brjóstahaldarar eru seldir í stærðun-
um 80B, 100C og svo framvegis, en bol-
ir í stærðunum M, L, XXL, XXS.
Carl Berlage hjá Fashion Manage-
ment & Design Hogeschool van Amster-
dam bendir jafnframt á að ekki sé hægt að
sjá til hvaða hluta líkamans stærðir á
merkimiðunum vísa. Allt veldur þetta
því að erfíðlega gengur að fá á sig föt sem
passa, ekkert verður af viðskiptum og
smásalar þurfa oftar en ekki að leggja í
kostnaðarsamar og óhentugar sérmerk-
ingar. Um 50% af því sem skilað er aftur
í vörulistakaupum er fatnaður sem passar
ekki.
Hentistærðir
Vandinn er margþættur. Að sögn áður-
nefnds Carls Berlages hafa sumar þjóðir
ekki látið taka af sér mál og mál annarra
eru orðin úrelt. Við erum nefnilega enn að
stækka. Þýsk könnun sýnir jafnframt að
þar í landi þekkir um helmingur karlpen-
ings ekki sín eigin mál; þeir láta eigin-
konurnar um málin. Annar vandi eru
svokallaðar ,smjaðurstærðir‘ eða ,henti-
stærðir1 sem sumar verslanir hafa gert út
á, en flækja málin verulega. Konu sem
notar til dæmis fat númer 46 býðst að
kaupa það í hentistærð, merkt númer 40.
Þetta hefur þau áhrif að konunni fínnst
hún vera grönn og ,elegant‘, sem er auð-
vitað ekki ónýtt í sjálfu sér. Hið sama ætti
að eiga við um karla, nema hvað þeir
liggja verr við höggi þar sem þeir þekkja
ekki mál sín.
Staðall einfaldar málin
Þeir sem hagsmuna eiga að gæta í fata-
iðnaði hafa af þessum ástæðum unnið að
Við þurfum ekki föt í,hentistœrðum' held-
ur stœrðakerfi sem hentar okkur - staðal
sem passar.
gerð staðals sem ætlað er að einfalda mál-
in og fer það verk fram í evrópsku staðla-
samtökunum, CEN. Staðallinn verður í
fjórum hlutum og hefur hinn fýrsti verið
auglýstur til umsagnar undir nafninu
„prEN 13402 Size designation of Cloth-
es- Part 1“. Vinnuhópurinn sem hefur
verkefnið með höndum er sannfærður um
að staðallinn henti vel bæði kaupendum
og seljendum þegar allir hlutar hans
verða tilbúnir. Stuðst verður við víðtækar
mælingar á konum, körlum og börnum,
og stærðir eiga að vísa til ákveðinna mála
líkamans miðað við þann fatnað sem um
er að ræða. Tekið verður tillit til mismun-
andi líkamsstærðar Evrópuþjóða og
vandamála á borð við mismunandi síddir
á skyrtuermum, svo dæmi sé tekið. Ef
staðallinn nær útbreiðslu taka framleið-
endur upp hið nýja stærðakerfí og kaup-
endur geta treyst því að raunveruleg mál
þeirra endurspeglist á merkimiðum fata.
Þeir heföu því ríkari ástæðu til að leggja
þau á rninnið. Viðskipti með föt gætu orð-
ið einfaldari, ódýrari og ánægjulegri. Og
fötin mátuleg.
Grein þessi birtist í blaðinu Staðlamál
sem gefið er út afStaðlaráði Islands
GERÐU ÞAÐ SJALFUR
Þessi hentuga bóka er gefin út hjá ensku neytendasamtbkunum. Eins
og segir í lýsingu með bókinni þá er hún afar notendavæn: „Með bók-
inni geturðu unnið verk sem þú hefur ekki ráðið við hingað tit. í bók-
inni eru 60 tiiiögur um betrumbætur á heimiium. Ef þú viit spara pen-
inga borgar sig að kaupa bókina." í bókinni eru iitmyndir og góðar
skýringarmyndir.
Félagsmenn fá bókína á kostnaðarverði,
1300 krónur, og með frium sendingarkostnaði.
Veró til annarra er 2.500 krónur
auk póstkröfukostnaðar.
t 11 e v h 1 c h :• 11 0 01 0 F
DO-IT-YOURSELF
MIKI Itl K I Nt
14
NEYTENDABLAÐIÐ - október 2001