Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2002, Qupperneq 21

Neytendablaðið - 01.12.2002, Qupperneq 21
Heimilið fangi. Vandamálið er hins vegar að hvorki leikfanga- staðall né reglugerð um ör- yggi leikfanga segja með beinum orðum hvaða merk- ingar eigi að vera sýnilegar þegar val um kaup fer fram (að undanskildu ákvæði um aldursviðvörunarmerkingar). Neytandinn verður að geta tekið ákvörðun um kaup á vöru á grundvelli þeirra upp- lýsinga sem hann hefur hverju sinni. Notkunarleið- beiningar, viðvaranir og/eða varúðarmerkingar, sem geta ráðið úrslitum um það hvort verður af kaupum eða ekki, verða því að liggja skýrt fyrir. Þær þættir netviðskipta sem athyglin hefur einkum beinst að hingað til hafa verið áreiðanleiki, greiðsluöryggi og skilareglur. Lítið hefur verið kannað hvort vörur sem boðnar eru til sölu á Netinu eru öruggar eða hvort þær uppfylla þær kröfur sem gerð- ar eru til sambærilegrar vöru í hefðbundnum viðskiptum. Lagarammi fjarsölu og öryggi vöru er einnig að mörgu leyti óljós. Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga fjalla að litlu leyti um öryggi vöru sem seld er í fjarsölu. Lögin kveða á um upplýsingaskyldu selj- anda og kemur þar fram að neytandinn hafi meðal annars rétt á upplýsingum innan hæfilegs frests áður en samn- ingur er gerður um helstu eig- inleika vöru. Það getur því engan veginn talist ásættan- legt að neytendur geti ekki fengið fullnægjandi upplýs- ingar um þá vöru sem í boði er, sérstaklega þegar um er að ræða vörur sem ætlaðar eru eins viðkvæmum neytenda- hópi og börnum. Hvaö reglur gilda? — Hvernig eiga leikföng að vera merkt? Á leikföngum sem ekki eru við hæfi bama yngri en 3 ára á að vera viðvörun þess efnis og útskýring á hætt- unni. Hægt er að nota þetta tákn ásamt útskýringu á viðkomandi hættu. • Allar varúðarmerkingar eiga að vera á íslensku. • Aldursviðvörunarmerkin eiga að vera á leikfanginu sjálfu eða umbúðum þess (eða hvomtveggja). • Nafn framleiðanda og heim- ilisfang (eða kennimark) skulu vera sýnileg. • Leiðbeiningar um ömgga notkun skulu fylgja leik- fangi. • Öll leikföng sem boðin em til sölu hér á landi eiga að vera CE-merkt. Merkið er ekki gæðastimpill heldur staðfestir það einungis að varan uppfyllir allar gmnn- kröfur um öryggi, heilsu og umhverfi. Það sem þarf að muna þegar valin eru leikföng Lítil böm smakka á öllu, líka leikföngunum. Gætið sérstak- lega að því að leikföng hafi ekki hvassar brúnir eða hom. Varist leikföng eða aðrar vör- ur sem líkjast matvælum en eru í raun úr gúmmíi eða plasti. Ungbörn geta sett þau upp í sig með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Leikföng sem gefa frá sér há og hvell hljóð eiga að hafa viðvömnarmerkingu þess efn- is að leikfangið eigi ekki að bera upp að eyra þar sem það getur skaðað heym. Snúrur og bönd í leikföngum mega ekki vera lengri en 22 cm. Gætið þess vel að áfastir aukahlutir á leikföngum, svo sem augu, hár og nef á dúkk- um, séu vel föst. Gangið frá plastumbúðum áður en barnið fær þau í hendur. Spilandi jólakort og blikkandi jóla- sveinahúfur em ekki við hæfi yngri barna þar sem rafhlaðan getur losnað og valdið köfn- unarhættu. Fjóla Guðjónsdóttir á markaðsgœsludeild Löggild- ingarstofu skrifar VlN'vBÚÐ www.vinbud.is LÁTTU PETTA EKKi BRENNAVIfl... HÖLÖUM LANOINU HREINU HIRÖUM S1UB0ANA

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.