Neytendablaðið - 01.10.2003, Qupperneq 4
logjöldin hækka
- afkoma tryggingafálaganna batnar
/ skýrslunni er rakiÖ hvernig aÖ-
stæður á vátryggingamarkaöinum
hafa gjörbreyst á undanförnum
áratug:
Mikil samþjöppun hefur orðið á
markaðnum og hann ber nú greinileg
einkenni fákeppni. Fyrirtækjum hefur
fækkað verulega og nú ráða þrjár sam-
steypur, VÍS, Sjóvá-AlmennarogTrygg-
ingamiðstöðin og dótturfélög þeirra
yfir 95 prósentum markaðarins.
Miklar sveiflur hafa orðið á iðgjöldum
vegna trygginga heimilanna, einkum
til hækkunar. í heild hafa iðgjöld-
in hækkað að meðaltali um 70 af
hundraði á undanförnum sex árum.
Iðgjöld vegna lögbundinna bifreiða-
trygginga hafa tvöfaldast í verði á
sama tíma.
AfleiÖingar þessarar þróunar birtast
skýrt í afkomu félaganna þriggja:
Hagnaður félaganna sem hlutfall af eigin
iðgjöldum hefur verið um tíu prósent að
meðaltali á undanförnum árum.
Arðsemi eigin fjár hefur oftast verið á bil-
inu 10-20 prósent.
Eigið fé hefur þrefaldast á fimm árum.
Eiginfjárhlutfallið hefur hækkað um átta
prósentustig á sama tíma.
Tjónasjóðir félaganna hafa vaxið um 13
milljarða króna eða 54 prósent á síðustu
fimm árum og er í skýrslunni kallað eftir
mun ítarlegri úttektum. Fjármálaeftirlits-
ins á því hvort sjóðasöfnunin byggir á
raunhæfum áætlunum um kostnað við
uppgjör tjóna. Alls liggja nú 38,3 millj-
arðar króna í tjónasjóðum félaganna.
Þróun á vátryggingamarkaði undanfarin
ár gefur opinberum aðilum tilefni til þess
að grípa til ýmissa ráðstafana í því skyni
að verja hagsmuni neytenda. Efla þarf
opinbert eftirlit með starfsemi trygginga-
félaga og grípa inn í þegar hagsmunum
almennings er ógnað. Leita þarf leiða
til þess að draga úr óþarfri sjóðasöfnun
tryggingafélaganna en hún gerir þeim
meðal annars kleift að fresta skattgreiðsl-
um af tekjum sínum. Jafnframt er ástæða
til að endurskoða skipulag trygginga-
markaðarins og tryggja að ekkert sam-
starf um viðskipti verði milli félaganna.
Loks er nauðsynlegt að tryggja að nýir
samkeppnisaðilar eigi greiðan aðgang að
vátryggingamarkaðnum.
Þetta byggja Neytendasamtökin á nið-
urstöðum úttektar sem þau létu gera á
íslenskum tryggingamarkaði með tilliti
til trygginga heimilanna. Aðstæður á
vátryggingamarkaði geta snert hagsmuni
neytenda verulega enda er algengt að
heimili greiði 10-15 þúsund krónur á
mánuði í iðgjöld. Þeim sem vilja kynna
sér efni skýrslunnar í heild er bent á að
hana er að finna á vef Neytendasamtak-
anna, www.ns.is.
Mikil hækkun iÖgjalda
I skýrslunni er ítarlega fjallað um þró-
un vátryggingamarkaðarins, meðal
ánnars með hliðsjón af breytingum á
lagaumhverfi í kjölfar samningsins um
Evrópska efnahagssvæðið. Aðild íslands
að samningnum þýddi að tryggingafélög
hvarvetna á svæðinu gátu hafið starf-
semi hérlendis. íslensku tryggingafélögin
brugðust við þessu með því að sameina
fyrirtæki og mynda samsteypur úr smærri
félögum. Samsteypurnar þrjár ráða sem
fyrr segir um 95 prósentum markaðarins.
Tryggingamiðstöðin er með innan við 30
prósent hlutdeild í markaðnum, VÍS rff-
lega 30 prósent en Sjóvá-Almennar eru
stærsta samsteypan með um 40 prósent
markaðshlutdeild. íslensku félögunum
hefur hingað til tekist að hrinda tilraun-
um erlendra aðila til að hasla sér völl á
markaði hérlendis.
Mikil lækkun á iðgjöldum lögbundinna
bílatrygginga átti greinilega rætur að
rekja til tímabundinnar samkeppni er-
lendra aðila í gegnum FÍB-tryggingu.
Eftir að þeirri samkeppni var hrundið
hefur þróunin öll verið á einn veg, ið-
gjöld trygginga heimilanna hafa hækkað
hröðum skrefum:
• 25-39 prósent hækkun lögbundinna
bifreiðatrygginga árið 1999.
• 25-30 prósent hækkun lögbundinna
bifreiðatrygginga árið 2000.
• 20 prósent hækkun kaskótrygginga bif
reiða árið 2000.
• 30-50 prósent hækkun brunatrygging
ar húsa árið 2003.
Allar áðurnefndar tryggingar hafa
hækkað meira en almennt verðlag í land-
inu. Vísitala neysluverðs hefur hækkað
um 26 prósent á undanförnum sex árum.
Vátryggingafélögin hafa meðal annars
borið við breytingum á lögum um skaða-
bótarétt þegar þau hafa verið krafin um
4 NEYTENDABLAÐIÐ3. TBL, 2003