Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2003, Qupperneq 5

Neytendablaðið - 01.10.2003, Qupperneq 5
skýringar á þessum miklu hækkunum. Sú skýring er þó mjög umdeild og í skýrsl- unni er greint frá því að Fjármálaeftirlitið hafi efast mjög um réttmæti hennar. Taldi Fjármálaeftirlitið líkur á að veruleg- ur hluti hækkananna hefði meðal annars orðið vegna þess að slaknað hefði á sam- keppni milli félaganna. Erfiöur verðsamanburður í úttekt Neytendasamtakanna fólst meðal annars að gera samanburð á iðgjöldum og skilmálum vegna algengra trygginga fyrir heimilin. Samanburðurinn nær til heimilistryggingar, húseigendatrygging- ar, ábyrgðartryggingar bifreiða og kaskó- tryggingar bifreiða. Fram kemur að lítill munur er á skilmálum þessara trygginga hjá félögunum þremur. Skilgreiningar á því hverjir séu vátryggðir, hvað er vá- tryggt, til hvaða grunnþátta og hvaða tjónsatburða tryggingarnar ná og hvaða tjón falla utan trygginganna eru í stórum dráttum þær sömu hjá öllum. Skilmálar ábyrgðartryggingar bifreiða eru beinlínis byggðir á lögum. Samanburðurinn sýnir að talsverður mun- ur getur verið á iðgjöldum heimilistrygg- inga en verðmunurinn er nánast enginn á dýrustu tryggingunum, ábyrgðartrygging- um bifreiða. Iðgjöld íslensku félaganna eru jafnframt borin saman við iðgjöld sænskra og danskra tryggingafélaga en tekið er fram að slíkur samanburður geti verið mjög erfiður vegna mismunandi skilmála. Nið- urstaðan er sú að iðgjöld eignatrygginga eru yfirleitt lægri á íslandi en Svíar og Danir greiða mun lægri iðgjöld vegna ábyrgðartryggingar bifreiða eða sem nemur 25-50 af hundraði. Stjórnvöld taki við sér Tvær ríkisstofnanir hafa það hlutverk að hafa eftirlit með vátryggingamarkaðnum, Fjármálaeftirlitið og Samkeppnisstofn- un. Báðar fá sinn skammt af gagnrýni í skýrslunni enda er ein meginniðurstaða hennar sú að þörf sé á öflugra og virkara eftirliti af hálfu hins opinbera. Fjármálaeftirlitið hefur víðtækt eftirlits- hlutverk með starfsemi tryggingafélag- anna. Stofnuninni er meðal annars ætlað að hafa eftirlit með tryggingaskilmálum og viðskiptaháttum félaganna. Engin dæmi eru um að stofnunin hafi haft bein afskipti af ákvörðunum félaganna um hækkun iðgjalda. Hlutverk Samkeppnisstofnunar er fyrst og fremst að tryggja að samkeppni ríki, það er að ákvarðanir um verð séu teknar án samráðs milli félaganna. Samkeppnis- stofnun hefur rannsakað og úrskurðað í nokkrum málum sem snerta tryggingafé- lögin. Hún beitti sér til dæmis fyrir því að hætt varsameiginlegum viðskiptumfélag- anna með fiskiskipa- og endurtryggingar. Viðamesta kæran vegna þessa markaðar hefur hins vegar verið árum saman í vinnslu. Niðurstaðan er sú að afstaða stofnananna beggja hafi á undanförnum misserum einkennst af miklu umburðar- lyndi í garð tryggingafélaganna. Eftir Carðar H. Guðjónsson Óþarflega digrir tjónasjóðir í skýrslu Neytendasamtakanna um tryggingamarkaðinn er lagt til að leitað verði leiða til þess að draga úr „kerfis- bundinni tilhneigingu til óþarfrar sjóðasöfnunar" tryggingafélaganna og í því skyni er bent á þann möguleika að vaxtareikna frestun skattgreiðslna. f skýrslunni er reiknað út miðað við upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu að árið 1999 hafi verið fjórir til fimm milljarðar króna króna í sjóðum félag- anna umfram það sem eðlilegt getur talist. Alls voru 38,3 milljarðar króna í tjónasjóðum tryggingafélaganna árið 2002 og höfðu þeir þá vaxið um 53,8 prósent á fimm árum. Tjónasjóðum er ætlað að standa undir tjónum hvers árs. Stundum tekur lang- an tíma að meta umfang tjóna sem tilkynnt hafa verið og sum tjón eru ekki tilkynnt fyrr en mörgum mánuð- um, jafnvel árum eftir að tjónið varð. Þá þarf tryggingafélagið að leggja til hliðar fjármuni til að mæta óvissum og óþekktum tjónakröfum. Umdeilt er hins vegar hve mikla fjármuni leggja þarf til hliðar. Sé of lítið lagt í tjónasjóð er hætta á að félagið eigi ekki fyrir skuldbindingum þegar upp er staðið. Sé hins vegar of mikið lagt til hliðar verður afkoma viðkomandi vátryggingafélags á pappírunum verri og iðgjöldum haldið hærri en ástæða er til. Umframfjármunir í tjónasjóðum gefa félögunum enn fremur tækifæri til að fresta skattgreiðslum og gerir þeim kleift að nota óskattaða fjármuni til fjár- festinga. Félögin geta enn fremur notað ofvaxna sjóði sem þessa sem stríðsvara- sjóði sem beita má í samkeppni, til dæmis til þess að hrinda ásókn nýrra keppinauta. Fjármálaeftirlitinu ber að hafa eftirlit með þessum þætti í rekstri trygginga- félaganna. Stofnunin gerði athugun á tjónaskuld félaganna árið 1999 í tilefni af miklum hækkunum á iðgjöldum bifreiða- trygginga. Niðurstaðan var sú að veruleg- ir fjármunir hefðu verið settir í sjóðina sem ekki væru líkur á að yrðu nokkru sinni greiddir vegna ætlaðra tjóna. Fjár- málaeftirlitið áætlaði að um væri að ræða um tvo milljarða króna. Með tilliti til vægis lögbundinna bifreiðatrygginga í umsvifum félaganna er reiknað út að fjór- ir til fimm milljarðar króna liggi í því sem kalla má „dulda sjóði" félaganna. Rifjað er upp að í febrúar 2003 kom fram í fréttatilkynningu Fjármálaeftirlitsins að yfir stæði athugun á vátryggingaskuld og iðgjaldagrundvelli ílögbundnum bifreiða- tryggingum og eignatryggingum. Niður- stöður yrðu kynntar einstökum trygginga- félögum á næstu vikurn og mánuðum. Neytendasamtökin telja æskilegt í þágu eðlilegrar þróunar tryggingamarkaðarins að Fjármálaeftirlitið birti almenningi nið- urstöður athugunarinnar án mikilla tafa. NEYTENOABLAOIÐ 3.TBL. 2003 5

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.