Neytendablaðið - 01.10.2003, Síða 7
Helstu hugtök
Eigið fé: Hrein eign fyrirtækis þegar
heildarskuldir hafa verið dregnar frá
heildareignum, einnig hægt að skil-
greina sem hlutafé eigenda að viðbætt-
um uppsöfnuðum hagnaði fyrirtækis.
Nettóvaxtatekjur: Heildarvaxtatekj-
ur af útlánastarfsemi að frádregnum
vaxtagjöldum vegna innlána og ann-
arra lána sem bankinn tekur til að
fjármagna starfsemi sína.
Vaxtamunur: Nettóvaxtatekjur sem
hlutfall af heildareignum banka.
Vaxtabil: Mismunur á meðalvaxta-
tekjum af útlánum og meðalvaxta-
gjöldum á innlán eða reiknaður
mismunur á meðalútlánsvöxtum og
meðalinnlánsvöxtum.
Kostnaðarhlutfall: Rekstrargjöld banka
(laun og launatengd gjöld, rekstur fast-
eigna og ýmis annar rekstrarkostnaður)
sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum
banka (= nettó vaxtatekjur + rekstrar-
tekjur).
Þjónustutekjur:Samtalaýmissatekju-
þátta, svo sem millifærslugjalda, lán-
tökugjalda, seðilgjalda, innheimtu-
þóknunar, tekna vegna tékkaútgáfu,
þóknunarvegna debetkorta ogýmiss-
ar annarrar umsýsluþóknunar.
Afskriftareikningur útlána: Reikn-
ingur sem myndaður er með árlegu
framlagi banka til að standa undir
töpuðum og afskrifuðum útlánum.
Hvernig varÖ hagnaÖarsprengingin til?
En hvað liggur til grundvallar þessum
mikla hagnaði bankanna? Forsvarsmaður
banka og fjármálafyrirtækja hefur látið
hafa eftir sér í fjölmiðlum að góð afkoma
bankanna skýrist að langmestu leyti af
miklum gengishagnaði á verðbréfaeign
þeirra. Þegar rýnt er í tölurnar kemur
Ijós að þetta stenst ekki. Sú mikla hagn-
aðaraukning sem bankarnir sýna á þessu
ári skýrist að stærstum hluta, eða 55 af
hundraði, af auknu vaxtabili (mismun á
milli inn- og útlánsvaxta) og gríðarlegri
aukningu á þjónustutekjum.
Þegar rekstrartölur eru gaumgæfðar kem-
ur í Ijós að nettóvaxtatekjur (mismunur
útlánsvaxta og innlánsvaxta) aukast um
16 prósent eða um nærri tvo milljarða
króna milli fyrrihluta 2002 og 2003. Al-
ger sprenging verður í þjónustutekjum
bankanna (seðilgjöld, lántökukostnaður,
millifærslukostnaður, innheimtukostnað-
ur, ýmis þóknunargjöld o.s.frv.). Þessi
gjöld hækkuðu um þriðjung milli ára
eða langt umfram aukningu umfangs
þeirra viðskipta sem gjöldin eru lögð á.
Með þessari hækkun náðu bankarnir
sér í um 2,2 milljarða aukalega. Saman-
lagt skila auknar vaxtatekjur og hækkun
þjónustugjalda nokkuð á fimmta milljarð
króna hjá viðskiptabönkunum þremur.
Þá er hækkunin milli annars ársfjórðungs
2002 og 2003 enn meiri en milli fyrstu
sex mánaða áranna tveggja, eða rúm-
lega 40 prósent.
Vaxtabiliö eykst
Bankarnir hafa stært sig af |aví að svo-
kallaður vaxtamunur (nettóvaxtatekjur
sem hlutfall af heildareignum bankanna)
hafi lækkað á síðustu árum og þar með
séu þeir að bjóða ódýrari þjónustu. Það
kann að vera rétt undir ákveðnum kring-
umstæðum en á þó ekki við um síðustu
ár. Enn eitt merki þess að bankar auka
hagnað sinn á kostnað viðskiptamanna
er sú staðreynd að vaxtamunurinn og
hlutfallslegar jjjónustutekjur eru að au-
kast. Á síðasta ári námu nettóvextir og
þjónustugjöld hlutfallslega 4,1 prósenti
af heildareignum en á þessu ári er hlut-
fallið komið í 4,5 prósent. Á sama mæli-
kvarða eru íslenskir bankar miklu dýrari
en sambærilegir bankar á hinum Norður-
löndunum. Hlutfallslega eru nettóvextir
og þjónustutekjur að jafnaði helmingi
hærri hér á landi en í Danmörku og
Svíþjóð og um 60 prósentum hærri en í
Noregi og Finnlandi.
Þá er mjög athyglisvert að athuga
hvernig meðalvaxtabilið (munur með-
alútlánsvaxta og meðalinnlánsvaxta)
hefur breyst milli áranna 2002 og 2003.
Almennt hafa vextir lækkað hér á landi
undanfarin misseri enda hefur Seðlabank-
inn lækkað svokallaða stýrivexti sína
um rúmlega helming á síðustu tveimur
árum og um 4,2 prósentustig milli fyrri
árshelminga 2002 og'2003. Meðalút-
lánsvextir bankanna lækkuðu hins vegar
aðeins um1,2 prósentustig á sama tíma.
Þetta er þeim mun merkilegra þar sem
stýrivextir Seðlabankans eru grundvöllur
allrar vaxtamyndunar í efnahagslífinu.
Aðrir vextir, inn- og útlánsvextir, taka
mið af þessum stýrivöxtum og eiga að
hreyfast eins.
Þótt meðalútlánsvextir hafi lækkað um
1,2 prósent lækkuðu innlánsvextir mun
meira, eða um 2,1 prósentustig, þannig
að vaxtabilið jókst um 0,9 prósent. Þessi
hækkun á vaxtabilinu um tæplega eitt
prósentustig hjá bönkunum er svo auð-
vitað skýringin á því af hverju nettóvaxta-
tekjur (vaxtatekjur af lánum bankanna að
frádregnum greiddum vöxtum á sparifé)
hækkuðu um tæplega tvö þúsund millj-
ónir milli ára. Vaxtabilið var 1,8 prósentu-
stig á fyrri hluta síðasta árs en hefur nú
hækkað um tæplega eitt prósentustig og
fer í 2,7 prósentustig á fyrri hluta þessa
árs. Vaxtabilið hækkar þannig um nærri
helming milli ára. Þar við bætist að bank-
arnir tóku 2,2 milljörðum meira í þjón-
ustugjöld á þessu ári en á sama tíma í
fyrra eins og áður segir. Því er Ijóst að
neytendur eru að greiða mun meira fyrir
jajónustu bankanna en áður.
Hagkvæmni í rekstri bankanna eykst
Mikið hefur verið fundið að því hve ís-
lenskir bankar og sparisjóðir eru dýrir
í rekstri og víst er að þeir hafa löngum
verið óhagkvæmir vegna mikils fjölda
starfsfólks að tiltölu við stærð þeirra, mik-
ils og dýrs húsnæðis og ýmissa annarra
þátta. Nú er að verða nokkur breyting
hér á og rekstrarkostnaður lækkar hlut-
fallslega. Kostnaðarhlutfallið (rekstrar-
kostnaður sem hlutfall af nettótekjum)
er komið í að jafnaði 61 prósent hjá
bönkunum en var til skamms tíma vel
yfir 70 prósent.
Það er þó mjög mismundi hvernig hag-
ræðingin hefur gengið fyrir sig milli
bankanna. Greinilegt er að íslandsbanki
hefur náð miklum árangri í hagræðingu
enda er kostnaðarhlutfallið komið í 51
prósent. Hinir bankarnir tveir eru með
nokkuð hærra hlutfall, Landsbankinn 55
prósent og Kaupþing Búnaðarbanki 64
prósent. Ef allir bankarnir væru jafn vel
reknir og íslandsbanki (með sama kostn-
aðarhlutfall)gætuþeirlækkaðnettóvaxta-
tekjur (mismun á vaxtatekjum á útlán og
vaxtagjöldum á innlán) urn fimmtung
eða aukið hagnað sinn um 4,4 milljarða
króna á ári. Hagkvæmara bankakerfi
er auðvitað keppikefli viðskiptamanna
þeirra og allra neytenda en því aðeins
að viðskiptamenn verði látnir njóta hag-
kvæmari rekstrar í formi betri vaxtakjara
og lægri þjónustugjalda. Reynslan sýnir
þó að lækkun rekstrarkostnaðar hefur
NEYTENDABLAÐIÐ 3.TBL. 2003 7