Neytendablaðið - 01.10.2003, Side 9
Stafrænar myndavélar
- standa sig betur og betur
Neytendablaðið birtir hér niðurstöður
úr gæðakönnun International Consumer
Research and testing (ICRT) á 25 staf-
rænum myndavélum sem hafa verið í
könnunum ICRT á árinu og fást jafnframt
hérlendis.
Vinsældir stafrænna véla hafa aukist
hröðum skrefum undanfarin misseri. í
Þýskalandi hefur sala þeirra á þessu ári
numið tæplega 50% af allri sölu á mynda-
vélum til áhugamanna. Stafrænu vélarnar
eru margar hverjar léttar og liprar og skila
sínu afbragðsvel. Fyrir kaupendur sem
vilja nota myndavélina á skapandi hátt er
rétt að gæta vel að handvirku stillingun-
um, þær gera það langtum auðveldara að
ná sem bestum árangri hverju sinni.
Filmuvélar halda þó sessi sínum að ýmsu
leyti, einkum hvað varðar myndavélar
með margs konar handvirkum stillinga-
möguleikum, skiptanlegum linsum og
búnaði. Stafrænar vélar með flóknum
og fullkomnum búnaði eru mun dýrari
en sambærilegar filmuvélar. Engu að
síður hafa atvinnumenn tekið stafrænar
vélar í notkun í stórum stíl vegna þess
að tæknibúnaði þeirra hefur fleygt fram,
hve handhægar þær eru og hve fljótlegt
og auðvelt er að vinna myndirnar frekar
til birtingar og prentunar eða senda þær
í tölvupósti.
Upplausn og myndgæði
Ekki verður það um of brýnt fyrir fólki
sem vill kanna markað stafrænu vélanna
að há tala megadíla tryggir ekki endilega
mikil myndgæði og skerpu. Myndgæðin
ráðast oft fremur af gæðum linsunnar og
stillingabúnaði vélarinnar. Spari framleið-
andinn á þeim sviðum gagnast megadíla-
fjöldi myndflögu lítið.
Myndgæði flestra vélanna eru mikil. Og
þá er ekki aðeins verið að vísa til upp-
lausnar, heldur líka litgæða, bjögunar
og birtudreifingar. Það er algengur galli
á linsum margra véla í ódýrari kantinum
(og það á líka við um filmuvélar), að við
litla birtu (þegar vélarnar nota stórt Ijós-
op) dökkna myndirnartil jaðranna.
Langflestar vélarnar í bæði markaðs- og
gæðakönnunum eru með yfir 3 mega-
díla (megapixla) upplausn sem dugir vel
til að prenta út skarpa mynd í A4 stærð
en atvinnuvélar eru með yfir 6 megadíla
upplausn.
Ýmsir kostir
Margar stafrænar myndavélar hafa búnað
til að taka stutta hreyfimyndabúta (vídeó),
sumar geta tekið hljóðrás með. En gæði
þessara myndskeiða eru langtum lakari
en þau sem fólk þekkir úr raunveruleg-
um myndbandstökuvélum. Þó eru sumar
vélar betri en aðrar í þessum efnum, t.d.
Sony Cyber Shot DSC P 72 sem fæst hér
á um 40.000 kr. Canon Powershot A 70,
sem fæst hér á um 40.000 kr., hefur besta
flassið í flokki smávéla. Olympus C 740,
sem fæst hér á um 70.000 kr., er með
einn besta skjáinn og óvenjulega vítt
brunsvið (zoom), um lOx. Sprettmynda-
taka (burst mode) er heppileg fyrir íþrótta-
myndatökur. Margþrepa birtustilling
(white balance) kemur sér oft mjög vel.
Upplausnarstilling er mjög æskileg, hún
gefur færi á að velja stærð mynda og hve
margar rúmast á minniskortinu.
Framfarir
Einn af ókostum stafrænna myndavéla
hingað til hefur verið „smellbiðin". Smá-
bið líður frá því að þrýst er á tökuhnapp-
inn þar til vélin smellir af. Þetta veldur til
dærnis vonbrigðum þegar reynt er að ná
myndum af íþróttum á réttu augnabliki.
Fram að þessu hefur verið algengt að
biðin næmi einni sekúndu eða lengri
tíma. Núna er viðbragð margra vélanna
sneggra, aðeins sekúndubrot. En ef mynd
er tekin með mikilli upplausn á stórt min-
niskort eru vélarnar lengur að öllu heldur
en ef upplausnin er lítil og minniskortið
líka.
Rafhlöðumál
Nýlegar stafrænar vélar fara sparlegar
með rafmagn en eldri gerðir. En marg-
ir kannast við óþægindin af því hve
rafhlöðurnar eýðast fljótt, sérstaklega
þegar myndskjár er mikið notaður, brun
(zoom) og leifturljós (flass). Flestum ráð-
lagt að eiga hleðslutæki og fleiri en eina
hleðslurafhlöðu ef þeir ætla að taka eitt-
hvað af myndum að ráði, t.d. á ferðalagi.
Olympus C-5050 Zoom hlaut háar einkunnir
enda í dýrari kantinum á um 90 þús. og er í
stærra og þyngra lagi, um 500 gr.
Sony Cybershot DSC-P72 er nett og góð og
fékkst hér á um 40 þús. kr.
Nikon Coolpix 3100 hlaut góðar einkunnir,
er létt og lipur og t'ékkst á um 48 þús. kr.
Verð og gæði
Athugið vel að mismunandi mikið er inni-
falið ívélarverði. Ef þarf að kaupa sérstak-
lega hleðslutæki, hleðslurafhlöðu (eina
eða tvær) og tösku, sem flestum er alveg
nauðsynlegt, getur raunverulegt verð
hækkað um nokkur þúsund kr., jafnvel
yfir 20 þúsund. Og minniskortið sem fylg-
ir vélunum er yfirleitt of lítið, ekki nema
8(16 Mb, sem dugir fæstum notendum.
Þú þarft nær örugglega að kaupa stærra
minniskort, a.m.k. 64 eða 128 Mb, sem
getur kostað5(10 þúsund krónur. Heildar-
kostnaðurinn getur því auðveldlega verið
um 30 þúsundum króna hærri en auglýst
verð vélarinnar gefur til kynna.
Verð vélanna segir hins vegar í mörgum
tilvikum sannleikann um gæðin og end-
inguna. Ódýrasta myndavélin sem var á
markaði hér og líka í gæðakönnun ICRT
var Casio Exilim EX-S2 sem fékkst á um
NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2003 9