Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2003, Page 13

Neytendablaðið - 01.10.2003, Page 13
á markaðnum og hefur verð á brauði hækkað mjög síðan, að sögn Stefáns Ragnars. Árið 2003 er svo komið að Baugur ræður yfir helmingi markaðarins, Kaupás (Nóa- tún, 11-11, Krónan, Kjarval) 22 prósent, Samkaup (Samkaup, Sparkaup, Nettó, Kaskó, Úrval) 16 prósent, Fjarðarkaup 4 prósent en aðrir samanlagt 7 prósent. Þrír aðilar ráða því yfir um 90 prósentum markaðarins. Þegar litið er á innkaup matvöruverslana kemur í Ijós að tvö birgðahús, Aðföng og Búr, kaupa inn 80-90 prósent allrar dag- vöru í landinu. Aðföng eru sem kunnugt er í eigu Baugs en Búr er í eigu Kaupáss, Samkaupa, Esso og fleiri aðila. Ægivald Baugs Miklar hækkanir urðu á verði matvöru á árunum 1998-2002 og Stefán Ragnar telur að markaðsráðandi staða Baugs eigi stóran þátt í því. Stefán Ragnar lýsir stöð- unni á markaðnum með þessum hætti: „Hugsanlega mætti segja að Baugur hf. hafi tekið við starfi Verðlagsstofnunar sem var, og stjórni nú verði matvöru í landinu allt frá lágvöruverðsverslun- um til þjónustuverslana. Aðrir aðilar á Skýrsla um Dalsmynni í síðasta tölublaði Neytendablaðsins var að finna greinina „Gæludýraframleiðsla í búrum eða hundarækt í atvinnuskyni?" og fjallaði hún um umdeilt „búraeldi" í hundarækt. í greininni kom m.a. fram að til væri skýrsla frá Magnúsi H. Guð- jónssyni, forstöðumanni heilbrigðiseft- irlits Suðurnesja, vegna skoðunarferðar í hundabúið í Dalsmynni, en að ekki hefði tekist að fá aðgang að henni áður en blaðið fór í prentun. Nú er afrit af skýrslunni komið í hendur Neytendasam- takanna og hér á eftir verða rakin megin- atriði hennar. I skoðunarferðinni var litið á 3 skála með hundabúrum og svokallað gotherbergi en ætlunin var að leggja faglegt mat á að- búnað og ástand hundanna. Fram kemur í skýrslunni að heilsufar hundanna hafi virst ágætt en gerðar voru eftirfarandi at- hugasemdir við aðbúnaðinn: markaðnum miða þar af leiðandi verð við verslanir Baugs hf. og gæta sín á því að verðleggja sig ekki þannig að ris- inn ókyrrist. Kaupmenn hafa orðað það svo að verðleggi þeir sig fyrir ofan Baug hf., þá refsi neytendur þeim þar sem mest vitund sé eðlilega um þeirra verð. Verðleggi þeir sig hinsvegar fyrir neðan Baug hf., þá refsar Baugur hf. þeim með undirboðum samstundis. Ógnin af sterkri samningsstöðu Baugs hf. við heildsala og framleiðendur gerir þeim takmarkalítið svigrúm til lækkana." Stefán Ragnar rekur síðan þróun verð- lags á einstökum vöruflokkum á mat- og drykkjarvörumarkaði og greinir ástæður hennar. Að því búnu greinir hann frá nið- urstöðum samanburðar sem hann hefur gert á markaðnum hér á landi og mat- og drykkjarvörumarkaði í nokkrum löndum Evrópu; Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Hol- landi og Ítalíu. Mikil samkeppni á Noröurlöndum Þegar litið er til annarra Norðurlanda blasir allt önnur mynd við, að sögn Stef- áns Ragnars. Matvörukeðjur þar standa í mikilli samkeppni og hafa gert í mörg ár. • Of þröngt um hundana. • Engar mottur í leguplássum hundanna. • Talsverð óþrif í búrunum. • Loftræsting ófullnægjandi. • Engin útiaðstaða til staðar. • Gotherbergi algerlega óviðunandi og jaðrar við illa meðferð á dýrum. Yfir völd verða strax að grípa í taumana. Heildarniðurstaða skýrslunnar var sú að aðstaðan í Dalsmynni væri ófull- Skýr samkeppnislög koma í veg fyrir ójaf- na samkeppni. Samkvæmt samanburði Stefáns Ragnars hefur verð á mat- og drykkjarvöru í þessum löndum yfirleitt fylgt vísitölu neysluverðs, ólíkt því sem hefur átt sér stað á íslandi síðan 1999. Stefán Ragnar ítrekar þá skoðun sína að þessa þróun megi rekja til stofnunar Baugs og yfirburðastöðu fyrirtækisins á markaðnum. Ennfremur bendir hann á gríðarlega sterka stöðu nokkurra helstu heildsala hér á landi. ísland sker sig einnig úr þegar verðþróun hér á landi er borin er saman við verðþró- un íhinum samanburðarlöndunum, Bret- landi, Hollandi, Ítalíu og Þýskalandi. Eftir 1999 hækkar verð á íslandi mun hraðar en í hinum löndunum. Einna helst er að líkja megi þróuninni í Hollandi við þá íslensku enda er samkeppni á hollenska markaðnum takmörkuð. Verðlagið er lægst í Þýskalandi og Bretlandi og verð- lagsþróun hægust enda er samkeppni þar hörð og markaðshlutdeild dreifðari en annars staðar. Eftir Garðar H. Guðjónsson nægjandi. Sérstaklega þótti ámælisvert hversu margir hundar voru á búinu miðað við aðstöðuna og var talið að því færi fjarri að á hundabúinu væri hægt að sinna þörf hundanna fyrir samskipti og fé- lagsskap manna. í lok skýrslunnar sagði að þrátt fyrir heildarniðurstöðuna væri ekki þar með sagt að fólkið á Dalsmynni væri ekki gott við hundana - þeir væru einfaldlega allt of margir. NEYTENDABLAÐIB 3. TBL. 2003 13

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.