Neytendablaðið - 01.10.2003, Page 17
Með geislaprentara þarftu ekki að hugsa
um hraðann, öll prentun er hröð. Með
blekprentara ræðst hraðinn hins vegar af
verkefninu og upplausninni og er stund-
um afar Iftill.
Bíræfnin bönnuö
Prentara- og blekframleiðendur hafa
reynst bíræfnir í því að reyna að græða
sem mest á blekinu. Fyrir utan ótímabær-
ar aðvaranir um að blek sé að klárast er
þekktasta aðferðin sú að hafa þrjá liti í
sambyggðu blekhylki. Þegar einn litanna
er búinn þarf að henda hylkinu þó nóg
sé eftir af hinum litunum. í könnun ICRT
voru aðeins prentarar frá Canon og
Epson neytendavænir að þessu leyti og
með sérstakt blekhylki fyrir hvern lit.
Epson-fyrirtækið hefur legið undir sér-
stökum ámælum fyrir að villa um fyrir
notendum með ótímabærum aðvörun-
um prentaranna um blekleysi, fyrir að
nota hug- og vélbúnað sem gerir notand-
anum ófært að nota hylkin á þann veg
sem hann vill og fyrir að gera það ókleift
að nota hylki frá öðrum framleiðendum.
Þetta er ekki vistvæn stefna. Blek fer til
spillis og óþarfa kostnaður hlýst af því að
óþarflega mörg hylki fara í framleiðslu,
dreifingu og sölu.
Innan Evrópusambandsins var því
samþykkt í desember 2002 að banna
framleiðendum bæði að útiloka notkun
blekhylkja frá öðrum fyrirtækjum og að
gera notendum ókleift að endurfylla blek-
hylki. Samkeppnishömlur af þessu tagi
hafa gert nýjum aðilum erfitt eða ómögu-
legt að keppa á markaðnum með ódýrari
nýjungar. Bannið tekur þó ekki gildi fyrr
en í september 2005
Góð kaup
Canon Í850 hlaut í heildargæðaein-
kunn 4 stjörnur (af 5) og fékkst á 26.900
kr. í Elko. Hann er mörguni kostum bú-
inn og einn hraðvirkasti blekprentarinn í
könnuninni.
Canon Í550 er fjölhæfur, nákvæmur
og hraðvirkur og sá þriðji ódýrasti af 4
stjörnu prenturunum og fékkst á 16.900
í Tæknibæ.
HP Deskjet 5550 er ódýrasti prentarinn
af þeim sem hlutu 4 í heildareinkunn og
fékkst á 12.900 í Odda.
HP Photosmart 7150 var næstódýrastur
4 stjörnu prentaranna og fékkst á 14.900
hjá Bræðrunum Ormsson.
Meira á vefnum - MarkaÖskönnun á
65 prenturum
A vef Neytendasamtakanna www.ns.is
er markaðskönnun okkar með 50 gerð-
um af blekprenturum og 15 afgeislaprent-
urum (laser) sem fengust hér í september.
Lykilorð til að opna læstar síður er að
finna á bls. 2.
Fleiri upplýsingar
Síðast birtum við umfjöllun um tölvu-
prentara í 4 tbl. Neytendablaðsins 2000
og 3. tbl. 2002. Mikið af upplýsingum í
þeim greinum er enn í fullu gildi og þær
aðgengilegar félagsmönnum á vefnum
www.ns.is.
Vinsamlega getið heimildar ef vitnað er í fjölmiðlum eða á öðrum vettvangi í efni í Neytendablaðinu. Óheimilt er að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna.
Upplýsingar i Neytendablaðinu er óheimilt að nota i auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi ritstjðra liggi fyrir.
Hraði, litprent, meðalupplausn e C/3 5 ro o. ca. =3 ca a> E "E <u ca. «o æ CD Hraði, litljósmyndaprent, besta upplausn Gæði, litljósmyndaprent, besta upplausn ÞÆGINOI í NOTKUN (vega 20%) Sjálfvirk pappírsmötun Handvirk pappírsmötun Notkun og viðhald Pappirsflækjur og festingar «3 cu CJ> o ca «o 03 e *o JB cn =3 J= «o æ CD Prentun báðum megin á blaðið FJÖLHÆFNI (vegur 15%) FRAMLEIÐSLUGÆÐI (vega 5%) UMHVERFISÞÆTTIR (vega 5%) Orkunotkun «o 00 > *ca 3=
2 3 2 4 4 4 1 4 3 5 5 3 2 4 5 3
4 2 4 3 4 4 1 4 3 4 1 4 4 4 4 3
2 2 3 5 4 4 1 4 3 5 5 5 3 3 3 3
4 2 4 4 4 4 1 4 3 4 1 4 4 3 4 3
4 2 4 5 4 4 1 4 3 5 5 4 4 4 4 3
2 3 4 2 4 4 1 4 3 4 1 2 4 4 4 3
4 3 3 4 4 4 1 4 3 4 1 2 4 4 4 3
4 3 4 4 4 4 1 4 3 5 5 3 4 4 4 3
4 3 3 4 4 4 1 4 3 5 5 4 4 3 3 3
4 3 3 4 4 4 1 4 3 5 5 4 4 3 3 3
2 4 2 5 4 3 4 .4 5 S 5 5 3 3 2 4
2 3 2 4 4 3 4 4 5 5 5 4 3 4 3 4
2 3 2 4 4 3 4 4 5 5 5 4 3 4 3 4
3 3 3 3 4 3 3 4 5 5 5 4 3 4 5 3
3 4 2 4 4 3 3 4 5 5 5 3 3 4 4 3
2 4 4 2 3 2 1 4 3 2 1 2 2 3 3 3
1 4 1 2 4 4 1 4 3 4 5 3 4 4 5 4
2 3 1 2 4 4 1 4 3 4 5 3 4 3 2 4
sjá skýringar á staðgreiðsluverði bls. 20.
NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2003 17