Neytendablaðið - 01.10.2003, Síða 21
Er erfðabreytt bygg lausnarorðið fyrir íslenskan landbúnað?
í blaði Framsóknarmanna í Suðurkjör-
dœmi sem út kom fyrir síðustu kosning-
ar var grein undir fyrirsögninni „Millj-
arðar á næstu grösum". Þar var fjallað
um stórfellda ræktun hér á landi á erfða-
breyttu byggi og er þessari framleiðslu
líkt við „byltingu í heilbrigðisþjónustu".
Framleiðslan er á vegum fyrirtækisins
ORF-Líftækni. Tilgangurinn með rækt-
uninni er að framleiða hágæða prótín
til lyfjaframleiðslu, en það sem eftir
verður þegar prótínið hefur verið fjar-
lægt verður notað til dýrafóðurs.
Hvers vegna ekki?
Að mati Neytendablaðsins er ein megin
röksemdin gegn ræktun erfðabreyttra
lyfjaplantna sú mikla áhætta sem felst í
því að þeim er ætlað að framleiða efni
í lyf sem hafa líffræðilega virkni í mönn-
um. Um leið og þessi virku efni sleppa út
í umhverfið geta þau að mengað fæðu-
keðju mannsins beint eða komist inn í
hana í gegnum fóðrun búfjár. Heilbrigði
mannsins stafar hætta af lyfjaplöntum
vegnaeitur-ogofnæmisáhrifaþeirra. Pró-
tínið getur virkað líkt og eitur og valdið
mönnum og dýrum tjóni, eftir því formi
og þeirri virkni sem það tekur á sig á ein-
stökum framleiðslustigum þess. Dæmi
um slíkt er avidín sem binst mikilvægu
B-vítamíni (biótíni) og gerir vítamínið
þar með óvirkt, sem getur leitt til bíótín-
skorts sem hefur áhrif á húð, taugakerfi
og neðri hluta meltingarvegarins (þarma
og ristil). Þegar nýjum prótínum er bætt
í matjurtir (með erfðabreytingu) getur
fæða sem áður hafði góð áhrif orðið
viðkvæmum neytendum hættuleg. Jurta-
prótín sem notuð eru í lyfja- og matvæla-
framleiðslu geta einnig valdið ónæmis-
og viðkvæmnisviðbrögðum í mönnum.
Plöntur móta prótín sem þær framleiða
með öðrum hætti en spendýr og aðrar
lífverur og kann sú úrvinnsla að hafa
áhrif á ofnæmiseinkennin.
Lyfjaplöntur geta borist í fæðu og
fóðurmeðfræblöndun viðfræfram-
leiðslu, við notkun véla og tækja
sem notaðar eru bæði til uppskeru
á erfðabreyttum og venjulegum
afurðum, við flutning og
geymslu á fræi, eða í korn-
myllum. Einnig geta þau
borist með mönnum sem
starfa á bóndabæjum, t.d. með
fatnaði eða ökutækjum. Frjókorn
dreifast með vindi, grasbítum, skordýr-
um, fuglum og öðrum lífverum, þ.á.m.
jarðvegsörverum. Erfðabreytt frjókorn
geta mengað aðra uppskeru og skyldar
tegundir illgresis og komist þannig inn í
fæðukeðjuna með neyslu matjurta, bú-
fjárafurða og villtra fugla. Mikilvægt er
að gera sér Ijóst að áhættuþættir safnast
upp. Því fleiri erfðabreyttar plöntur, því
fjölbreyttari sem þær eru og því meiri
sem uppskeran er, því meiri er hættan á
að fæðukeðja mannsins mengist af þeirra
völdum. Vísindamenn hafa áhyggjur af
slíkri uppsöfnun, þ.e. að erfðabreyttar
lyfjaplöntur kunni að hafa eðlisefnafræði-
lega eiginleika sem valdi því að erfða-
breyttu efnin setjist að í umhverfinu eða
hlaðist upp í lífverum, sem aftur auki
stórlega líkur á |aví að þau mengi
vistkerfin og komist í fæðukeðju
manna og dýra.
Við íslendingar leggjum mikla
áherslu á hreinleika landsins
og óspillta náttúru og að þær
landbúnaðarvörur sem við
framleiðum séu náttúrulegar og
hreinar. Framleiðsla á erfðabættu
byggi mun eyðileggja þennan mál-
flutning. Jafnframt mun lífrænn
landbúnaður eiga mjög erfitt
uppdráttar þar sem hætt er við að
mengun frá erfðabættu framleiðsl-
unni muni dreifa sér út í umhverfið,
en óheimilt er að nota erfðabætt hráefni
við lífræna framleiðslu. Að lokum skal
minnt á að með slíkri framleiðslu er tekin
mikil efnahagsleg áhætta þar sem mjög
margir neytendur vilja ekki erfðabreytt-
ar vörur og andstaða við þær fer sífellt
vaxandi. Þegar allt þetta er lagt saman er
sú tilraunaframleiðsla sem íslensk stjórn-
völd hafa nú heimilað á erfðabreyttu
byggi byggð á skammsýni og á að mati
blaðsins að stöðva þessa framleiðslu þeg-
ar í stað.
Hérlendis þarf ekki sérmerkja erföa-
breyttar vörur
Á árinu 1998 setti Evrópusambandið til-
skipun um að matvörur sem innihalda
meira en 1 % erfðabreytt hráefni þarf
að merkja sérstaklega. Þetta er gert svo
neytendur hafi raunverulegt valfrelsi og
geti á grundvelli slíkra upplýsinga valið
að kaupa eða hafnað vörum sem inni-
halda slík hráefni. Norðmenn ákváðu
að ganga lengra en Evrópusambandið
og settu þessi mörk við 1/2 %. Tilskipun
Evrópusambandsins er hins vegar ekki
enn orðin hluti af EES-samningum. Fyr-
ir nokkrum árum var gengið frá svipaðri
reglugerð hér á landi. Einhverra hluta
vegna var hún aldrei gefin út og því er
ísland eina landið á EES-svæðinu þar
sem ekki er skylt að upplýsa um það á
umbúðum ef matvara er að öllu leyti eða
að hluta til úr erfðabættu hráefni.
Á vordögum skipaði umhverfisráðherra
nefnd sem fjalla skyldi m.a. um erfða-
breytt matvæli. Þessi nefnd lauk störfum
í sumar og var niðurstaða hennar að bíða
ætti með að setja reglur um þetta þar til
ný tilskipun Evrópusambandsins hefði
tekið gildi, en nú er unnið að smíð henn-
ar í Brussel. Jafnframt mun þessi nýja
tilskipun verða tekin upp í EES-samning-
inn. Ekki voru þó allir nefndarmenn sáttir
við þessa niðurstöðu og skiluðu þrír
séráliti, fulltrúar Neytendasamtakanna,
Manneldisráðs og Umhverfisstofnunar.
Fulltrúi Manneklisráðs tók undir sérálit
Umhverfisstofnunar. í séráliti fulltrúa
Neytendasamtakanna kom fram að það
væri „móðgun við íslenska neytendur
að ísland sé eina landið á EES-svæðinu
sem hefur ekki slíkar reglur." Jafnframt
var bent á að slík reglugerð hafi „fyrir
löngu verið samin og telja [Neytenda-
samtökinj það óskiljanlegt að hún skuli
ekki hafa tekið gildi fyrir margt löngu
og hljóta að spyrja hvað hafi stöðvað
það." í séráliti Umhverfisstofnunar er
bent á stofnunin hafi „ítrekað lagt til
við umhverfisráðuneytið að gefin verði
út reglugerð um nýfæði. Rök stofnunar-
innar fyrir þessum tillögum hafa verið að
tryggja öryggi nýrra matvæla á markaði
og að eðlilegt sé að íslenskir neytendur
hafi sama val varðandi erfðabreytt mat-
væli og aðrir neytendur á EES-svæðinu."
Minnt er á í álitinu að ríkisstjórn íslands
samþykkti þegar í maí 1999 að merkja
skuli erfðabreytt matvæli til upplýsingar
fyrir neytendur.
NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2003 21