Neytendablaðið - 01.10.2003, Síða 22
-litarefni í matvælum
Asó-litarefni eru kemísk efni sem að-
allega eru notuð í matvælaframleiðslu
og eru öll talin geta valdið ofnæmisvið-
brögðum. E102 virðist valda mestum
ofnæmisviðbrögðum meðal fólks en
E102 og E123 eru þar fyrir utan talin
krabbameinsvaldandi. í sumum Iönd-
um er notkun þessara efna í matvælum
alfarið bönnuð. E122, E123, E124, E155
hafa svo dæmi sé tekið verið bönnuð í
Bandaríkjunum síðan 1976 en alls eru 9
Asó-litarefni leyfð á Evrópska efnahags-
svæðinu.
E102 Tatrasín, E110 Sunset Yellow FCF,
E122 Asórúbín, E123 Amarant, E124
Ponceau 4R, E129 Allúra rautt AC, E151
Briljant svart PN, E155 Brúnt HT, E180
Litólrúbín BK
Okkur hjá Neytendablaðinu lék forvitni
á að fræðast meira um Asó-litarefnin og
leituðum þvítil Brynhildar Briem stjórnar-
manns Neytendasamtakanna en hún er
lektor í matvæla- og næringarfræði við
Kennaraháskóla íslands.
/V; Af hverju eru Asó-litarefni leyfð hér á
landi efþau eru talin varasöm ?
B: Asó-litarefni hafa verið viðurkennd
sem hæf til notkunar í matvælum á
grundvelli eiturefnafræðilegra rann-
sókna. Það þarf þó alltaf að hafa það í
huga að ofnæmi/óþol er undanskilið þeg-
ar framleiðendur aukefna fá grænt Ijóst á
að setja efni sín á markað.
Þar sem margir eru haldnir óþoli gegn
Asó-litarefnum var lengi vel ekki leyfilegt
að nota þessi efni hér á landi og framleið-
endum var bent á að nota önnur litarefni.
En árið 1997 komust þau inn í aukefna-
reglugerð, en sú reglugerð byggðist á til-
skipun Evrópusambandsins um aukefni.
Neytendasamtökin ásamt fleiri aðilum
gerðu athugasemdir við þessa rýmkun
á aukefnareglugerð og hvöttu til þess að
notkun þessara efna yrðu ekki leyfð hér
á landi. Við getum vel lifað án þessara
litarefna. Hér stangast á hagsmunir fram-
leiðenda sem vilja nota þessi efni í vörur
sínar og hagsmunir þeirra sem ekki þola
þessi efni. Lífið væri þeim auðveldara ef
efnin væru ekki leyfð hér á landi.
N: Hafa einstök lönd ekki vald til þess aÖ
banna þessi efni í matvælum?
B: Ef aðildarlönd Evrópusambandsins
ætla að vinna gegn tilskipunum þess
þurfa þau að leggja fram óyggjandi
sannanir fyrir því að Asó-litarefnin séu
skaðleg neytendum. Þetta reyndu Svíar
að gera en ekki var fallist á þau rök sem
þeir lögðu fram og bent var á að lög um
innihaldslýsingar gerðu neytendum kleift
að forðast þessi efni hefðu þeir áhuga á
því. Asó-litarefni hafa því verið leyfð í
Svíþjóð sem og annars staðar í Evrópu
frá árinu 1999.
N: í hvaöa matvælum eru Asó-litarefni
helst notuö?
B: Litarefnið Amarant (E123) má einungis
nota í hrogn og í áfenga drykki, litótúbín
BK (E 180) má einungis nota til að lita
ostaskorpu. Auk þess má nota báða
þessa liti í nokkrar tegundir af áfengum
drykkjum. Hvað varðar önnur Asó-litar-
efni má nota þau í flestar matvörur sem
eru litaðar. Það geta verið ýmsir drykkir,
ís, sælgæti, sulta, sósur og naslvörur.
N: Fréttir bárust af því að samhengi væri
milli ofvirkni barna og neyslu Asó-litar-
efna. Hvað er að frétta af því máli?
B: Ég hef oft heyrt manna á meðal talað
um þetta samhengi. En ég get ekki bent á
rannsóknir sem staðfesta að svo sé.
N: Er ástæöa til aö foröast þessi efni?
B: Þeir sem hafa óþol fyrir þessum efn-
um verða að sjálfsögðu að forðast þau.
Innihaldslýsingar matvara eru afar mik-
ilvægar fyrir þennan hóp og verða að
vera aðgengilegar. Þegar matur er seldur
í lausri vikt, eins og á sælgætisbörum,
eiga að vera á staðnum upplýsingar sem
eru aðgengilegar fyrir neytendur.
Asó-litarefnin geta valdið óþægindum
hjá fólki sem er með ofnæmi af einhverju
tagi. Einkennin eru yfirleitt væg og koma
oftast fram sem útbrot á húð. Hvað aðra
varðar þá ættu þessi efni ekki að skaða
eftir því sem við vitum best í dag. Ég leyfi
mér að minna á orð Paracelsusar, föður
efnafræðinnar, en hann sagði: Öll efni
eru eitruð, það er aðeins magnið sem
skiptir máli.
NEYTENDASTARF ER í ALLRA ÞÁGU
10- 11 verslanirnar
Akron ehf., Síðumúla 31
Apótekarinn
Áfengis- og tóbaksverslun íslands
Bónus
Domino's Pizza
Efnalaugin Drífa, Hringbraut 119
Frumherji hf.
Hagkaup
Húsasmiðjan hf.
íbúðalánasjóður
íslandsflug
íslandspóstur
Júmbó, matvælaiðja
Kaskó
Kaupás
11- 11 verslanirnar
Kaupþing Búnaðarbanki hf.
Landssíminn
Lyf og heilsa
Mjólkurbú Flóamanna
Mjólkursamsalan
NETTÓ
Nóatúns verslanirnar
OLÍS - Olíuverslun íslands hf.
Osta- og smjörsalan
Rolf Johansen & co. ehf.
Samband íslenskra sparisjóða
Samkaup
Sparkaup
Úrval
VISA ISLAND
Vífilfell hf.
VÍS - Vátryggingafélag íslands hf.
22 NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2003