Neytendablaðið - 01.03.2004, Page 3
Frá kvörtunarþjónustunni
Góð þjónusta hjá Zikzak tískuhúsi
Kvörtunarþjónustan fékk mál inn á borð
til sín þar sem mokkajakki hafði skemmst
í hreinsun. Efnalaugin taldi jakkann ekki
rétt merktan og þar með bæri hún ekki
ábyrgð á skemmdinni. Jakkinn hafði
verið keyptur í versluninni Zikzak tísku-
húsi. Þegar kvörtunarþjónustan fór að
spyrjast fyrir um málið hjá versluninni
brugðust eigendur vel við og gáfu kon-
unni gjafabréf upp á nýjan jakka. Svona
þjónustu ber að hrósa.
Var spólunni skilaó eða ekki skilað?
Það er spurningin...
A hverju ári berast Neytendasamtökun-
um fjölmargar kvartanir frá neytendum
vegna myndbandaleiga. Oftar en ekki
snúast málin um það að myndbanda-
leigan heldur því fram að spólu hafi ekki
verið skilað eða verið skilað of seint en
neytandinn kannast ekki við það. Hef-
ur þetta vandamál verið viðvarandi um
árabil en árið 2000 höfðu Neytenda-
samtökin samband við Myndmark þar
sem óskað var eftir samræmdum starfs-
aðferðum vegna skila á spólum. Stjórn
Myndmarks fjallaði um málið og mæltist
til þess að starfsferlið yrði á eftirfarandi
hátt:
1. Innheimta á skuldum: Fyrst skal hringt
í leigutaka, því næst er leigutaka sent
bréf þar sem minnt er á skuldina og
honum jafnframt tilkynnt að hann
verði settur á skuldalista. Sinni leigu-
taki hvorki símtali né bréfi er mynd-
bandaleigunni óhætt að fela þriðja
aðila innheimtuna.
2. Spólum ekki skilað: Ekki skal líba
meira en mánuður frá því að spóla er
tekin þar til send er tilkynning um að
viðkomandi spóla hafi ekki borist til
leigunnar.
3. Skil á spólum: Myndbandaleigur skulu
gefa kvittun við móttöku á spólum.
4. Hámarkssekt: Skuld vegna hverrar
spólu fari ekki yfir kr. 20.000 og
vegna tækja kr. 40.000.
Eins og oft vill verða bættu sumar mynd-
bandaleigur sig mjög eftir umfjöllun
stjórnar Myndmarks en aðrar ekki. Kvört-
unarþjónustan telur að það ferli sem
stjórn Myndmarks lagði til sé sanngjarnt
og vill hvetja myndbandaleigur til að fara
eftir því. Til neytenda beinir kvörtunar-
þjónustan þeim ráðleggingum að óska
alltaf eftir skilakvittun þegar myndbands-
spólu er skilað, enda má þannig komast
hjá óþarfa vandræðum. Leigutaki kvittar
fyrir móttöku spól-
unnar þegar hann
fær hana lánaða og
því er jafn sjálfsagt
að myndbandaleig-
an kvitti sömuleiðis
þegar hún fær spól-
una til baka.
Varð tjónið hjá mér eða ekki?
Vandamál tengd bílaleigum koma tölu-
vert inn á borð kvörtunarþjónustunnar.
Algengasta vandamálið er þegar bíla-
leiga gerir kröfu vegna tjóns á bíl eftir að
honum hefur verið skilað en neytandinn
kannast ekki við að tjón hafi orðið hjá
sér. Þetta vandamál er ekki einskorðað
við Island því mikið er um að bílar séu
teknir á leigu erlendis. Neytendasamtök-
in mæla með því að neytendur hugi að
eftirfarandi atriðum áður en bíll er tekinn
á leigu:
• Nauðsynlegt er að lesa vel samning-
inn og sömuleiðis verður leigutaki
að kynna sér vel gildandi trygginga-
skilmála.
• Best er að báðir aðilar skoði bílinn
bæði við afhendingu og þegar hon-
um er skilað. Ef skemmd er á bílnum
við afhendingu á að skrá hana inn á
samninginn.
• Ef leigutaki verður að sækja bílinn
sjálfur í bílahús er mikilvægt að hann
skoði bílinn vandlega áður en ekið er
af stað og sjáist skemmd er brýnt að
fara til baka og láta leigusalann vita.
Skemmdina ber svo að skrá inn á
samninginn.
Nýverið var mál af þessu tagi til með-
ferðar hjá úrskurðarnefnd í ferðamálum.
Málavextir voru þeir að maður fékk bíla-
leigubíl í 3 daga meðan hans bíll var á
verkstæði eftir árekstur. Skilaði hann
bílnum á réttum stað á réttum tíma en 4
dögum síðar fékk hann reikning frá bíla-
leigunni vegna tjóns á bílnum. Maðurinn
harðneitaði að nokkuð hefði gerst hjá sér
en bílaleigan hélt reikningnum til streitu.
Staðreynd var að enginn fulltrúi frá bíla-
leigunni var á staðnum þegar bílnum var
skilað og að bílnum hafði verið ekið frá
verkstæðinu til starfsstöðvar bílaleigunn-
ar eftir að honum var skilað en áður en
tjónið kom í Ijós. Niðurstaða nefndarinn-
ar var sú að ekki væri hægt að fullyrða
að maðurinn hefði valdið tjóninu og að
bílaleigan yrði að bera hallann af þeim
óvissutíma sem leið frá því að maðurinn
skilaði af sér bílnum þar til bílaleigan
skoðaði hann. Manninum var því ekki
skylt að greiða reikninginn vegna við-
gerðarinnar.
Neytendasamtökin eru sátt við þessa
niðurstöðu en telja engu að síður baga-
legt að einhver óvissutími hafi liðið yfir
höfuð. Það er eindregin skoðun samtak-
anna að við afhendingu og skil bílaleigu-
bíla eigi leigutaki og fulltrúi frá bílaleig-
unni ávallt að yfirfara bílinn saman.
NEYTENDABLABIÐ 1.TBL. 2004 3