Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Qupperneq 8

Neytendablaðið - 01.03.2004, Qupperneq 8
ísland er mjög aftarlega á merinni þegar litið er til lífræns landbúnaðar. Engu að síður hefur lífræn landbúnað- arframleiðsla verið í sókn á undanförn- um árum og er nú hægt að fá flestar landbúnaðarafurðir lífrænt ræktaðar. Helstu undantekningarnar eru í grein- um þar sem verksmiðjuframleiðsla er allsráðandi, kjúklinga- og svínarækt. Lífræn framleiðsla á sér talsvert langa sögu hér en brautryðjendurnir voru Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi Sól- heima og Jónas Kristjánsson, stofnandi Náttúrulækningafélags íslands á fjórða og fimmta áratugnum. Það er svo á ní- unda og einkum tíunda áratugnum sem þessi tegund landbúnaðar tekur verulega við sér hér á landi. Með stofnun vottun- arstofunnar Túns 1994 kemst síðan fast skipulag á þessa hluti. Island stendur öörum Evrópulöndum að baki Þótt ísland henti að mörgu leyti mjög vel til lífrænnar framleiðslu er hlutfall líf- rænna afurða lægst hér af öllum Evrópu- löndum. Hér á landi er lífræn framleiðsla 0,3% af landbúnaðarframleiðslunni meðan hún fer allt í 17% í Lichtenstein, þar sem hlutfallið er hæst. Á Norðurlönd- unum er hlutfallið hæst í Svíþjóð 13,5%, um 7% í Danmörku og Finnlandi og rúm 3% í Noregi. Áhugi neytenda fer vaxandi á lífrænum landbúnaðarafurðum en áhugi stjóm- valda á að styrkja þessa framleiðslu er lítill sem enginn. Að hluta til eru lífræn- ar landbúnaðarafurðir þess vegna mun dýrari en aðrar landbúnaðarafurðir, en einnig hefur það talsvert að segja um verðmyndunina aðframleiðslukostnaður- inn er mikið meiri. Mörg Evrópurfki hafa gert framkvæmda- áætlanir um eflingu lífrænnarframleiðslu. í nokkrum tilvikum hafa stjórnvöld í sam- vinnu við atvinnulífið sett töluleg mark- mið um lífrænan landbúnað fyrir næstu fimm eða tíu ár. Norðmenn stefna t.d. að því að hlutur lífrænnar framleiðslu verði 10% árið 2010. Evrópusambandið vinn- ur að gerð framkvæmdaáætlunar um efl- ingu lífrænnar framleiðslu og er gert ráð fyrir að hún verði lögð fram í byrjun árs 2004. Hér á landi er hinsvegar engin slík framkvæmdaáætlun til og engin áform um gerð slíkrar. Vistvænt er ekki lífrænt Lífrænar afurðir hér á landi keppa við svokallaðar vistvænar afurðir. Neyt- endasamtökin hafa óskað eftir áliti Sam- keppnisstofnunar á löggjöf um merkingu íslenskra landbúnaðarafurða. Samtökin telja að merkingin „vistvæn" á land- búnaðarafurðum brjóti í bága við 21. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 og evrópska löggjöf sem verndar neytendur gegn vill- andi merkingum á matvælum. Merkingin „vistvæn" landbúnaðarafurð er villandi vegna skyldleika hugtaksins „vistvænn" við hugtakið „lífrænn", en það hugtak er notað við merkingu á landbúnaðarafurð- um sem framleiddar eru á lífrænan hátt. Enn hefur ekkert álit borist frá Samkeppn- isstofnun. Umhverfisvæn framleiðsla Margar ástæður eru fyrir því að auka áherslu á lífræna framleiðslu. Heilsufars- legar ástæður vega þungt en einnig rök fyrir verndun umhverfisins. Landbúnað- ur hefur mikil áhrif á gæði umhverfisins sem við lifum í, hreinleika grunnvatns, fjölbreytni gróðurs, fuglalíf og skordýr, sem mörg hver geta verið mjög gagnleg fyrir ræktun. Gæði umhverfisins skila sér alltaf að einhverju leyti í matvörum sem þaðan koma. Mikil efnanotkun og þaul- ræktun lands hefur valdið verulegu tjóni á umhverfi sveita víða um heim. Soil Association tók nýlega saman niðurstöð- ur rannsókna sem gerðar voru á áhrifum lífrænna aðferða á dýralíf og gróður í sveitahéruðum Bretlands. Þar kom margt mjög athyglisvert í Ijós í samanburði á lífrænu ræktarsvæði og hefðbundnu ræktarsvæði. M.a. má nefna að það var fimm sinnum meiri lífmassi villtra plantna á lífrænum ökrum og tvöfalt fleiri sjaldgæfar og hverfandi tegundir. í heild voru 57% fleiri tegundir villtra plantna á lífrænum ökrum en ökrum sem notaðir voru til hefðbundinnar ræktunar, og um 60% fleiri liðdýr sem er mikilvæg fæða fugla. Á ökrum voru fiðrildi þrefalt fleiri og köngulær allt upp í 5 sinnum fleiri. Eins voru uni fjórðungi fleiri fuglar í út- jaðri akra, tæplega helmingi fleiri fuglar almennt á haustin og veturna, rúmlega tvöfalt stærri varpstofn smáfugla af læ- virkjaætt, og að jafnaði stærri varpstofn gultittlinga. 8 NEYTENDABLAÐIÐ 1.TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.