Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Síða 11

Neytendablaðið - 01.03.2004, Síða 11
flfM?forfiiðáMU Islendingar hafa verið snöggir að tileinka sér rafrænan greiðslumáta, enda er hann mjög þægilegur kostur. Debetkortin eru vinsæll greiðslumáti en helsti gallinn við þau eru færslugjöld við hverja færslu. Reyndar hefur KB banki lækkað færslu- gjöld um helming og er það vel, og eins er ókeypis að taka út úr hraðbönkum og ættu neytendur að notfæra sér það. IHvað kreditkortin varðar felst kostnaður neytandans nær eingöngu í árgjaldinu sem er mishátt eftir eiginleikum korts- ins. Margir hafa fundið kreditkortunum helst til foráttu að þau ýti undir neyslu og skuldasöfnun. Aðrir benda á að þetta sé fyrst og fremst spurning um að hafa stjórn á fjármálunum og það sé ekki greiðslumátinn sem slíkur sem ýti und- ir skuldir. Fylgismenn kreditkorta benda enn fremur á að kreditkortaúttektir séu. í raun vaxtalaust lán, því vara sem keypt er í dag er ekki greidd fyrr en um næstu eða þar næstu mánaðamót. Forsendan fyrir því er þó að viðkomandi eigi pen- inga sem hægt er að ávaxta þar til reikn- ingurinn kemur. Kreditkort meö innistæöu Hvað sem öðru líður eru rafræn viðskipti komin til að vera og nú hefur enn ein kortategundin bæst í hópinn. Það eru svokölluð plúskort sem eru kreditkort með innistæðu. Kortið virkar þannig að korthafi leggur inn ákveðna upphæð sem síðan dregst frá kortinu þegar það er notað. Korthafi verður því að eiga fyrir kaupunum ólíkt því þegar notað er almennt kreditkort. Korthafi getur lagt inn á kortið í heima- banka eða í banka og ræður sjálfur hversu háar upphæðirnar eru. Korthafi fær síðan sent yfirlit í lok hvers mánaðar. MasterCard-Kreditkort hf. senda yfirlit til korthafa honum að kostnaðarlausu en Visa ísland tekur 95 krónur í útskrift- argjald. Öruggur greiÖslumáti á netinu Þegar MasterCard-Kreditkort hf. hóf út- gáfu á plúskortum í október 2002 var hugmyndin á bak við þau meðal annars sú að koma til móts við fólk sem vegna vanskila eða annarra ástæðna nýtur ekki lánstrausts. Oft þarf fólk að gefa upp kreditkortanúmer eins og á bíialeigum og við bókun gistingar, og við þannig að- stæður er hægt að nota plúskortin enda eru þau að nær öllu leyti eins og hin al- mennu kreditkort. Netverjar gripu þessa nýjung á lofti enda komust þeir fljótlega að því að plúskortin eru tilvalinn greiðslumáti þegar verslað er á netinu. Með því að leggja einungis þá upphæð sem verslað er fyrir inn á kortið er engin hætta á að kortið verði misnotað. Eins er vaxandi hópur fólks sem er illa við að skulda en vill gjarnan nota rafrænan greiðslumáta án þess að borga fyrir hverja færslu. Bæði MasterCard-Kreditkort hf. og Visa ísland bjóða upp á plúskort í dag og að sögn fyrirtækjanna hafa viðtökur verið góðar, sérstaklega miðað við það að kort- in hafa lítið verið auglýst. SMS-þjónusta MasterCard-Kreditkort hf. bjóða plús- kortshöfum ókeypis SMS-þjónustu sem felst í því að korthafi getur fengið skila- boð um leið og innlögn berst á kortið sem og upplýsingar um heildarstöðuna. Eins geta korthafar fengið SMS-skeyti þegar verslað er án segulrandar sem þýð- ir að kortið sjálft er ekki straujað heldur fer greiðsla fram símleiðis eða á netinu. Þannig getur korthafi fylgst með því að ekki sé verið að misnota kortið. Á heimasíðu MasterCard-Kreditkort hf. segir að SMS-þjónustan sé ókeypis fyrir korthafa til að byrja með. Það er alltaf ánægjulegt þegar bankar og fjármála- fyrirtæki sleppa viðskiptavinum sínum við þjónustugjöld og vonandi að þessi þjónusta verði ókeypis sem lengst. Eins erástæða til að hrósa MasterCard-Kredit- kort hf. fyrir að senda ókeypis yfirlit til viðskiptavina sinna. Það er varla hægt að finna það fyrirtæki í dag sem rukkar ekki viðskiptavinina fyrir að senda reikning eða yfirlit. Seðilgjaldið á hverjum reikn- ingi er kannski ekki hátt, en safnast þeg- ar saman kemur. Ekkjumaður dregur L'Oréal fyrir dóm Narinder Devi frá Birmingham lést stuttu eftir að hún hafði litað hár sitt. „Við telj- um okkur nú geta sannað beint samband milli notkunar á hárlitnum og dauða konunnar," segir lögmaður fjölskyldunn- ar. Hún lést 25. ágúst 2000 fyrir augum þriggja barna sinna. Nú hefur eiginmað- urinn stefnt L'Oréal og krafist u.þ.b. 80 milljóna fyrir hönd barna sinna. Ónæm- isfræðingurinn, dr. Richard Pomphrey á St. Mary sjúkrahúsinu í Birmingham, sem rannsakaði dauðdaga konunnar, fullyrðir að það sé „ákaflega sennilegt" að konan hafi látist af anafylaktískum viðbrögðum við hárlitnum. Það sem vegur þyngst við þetta mál er að geta staðfest ábyrgð fram- leiðanda hárlitarins og gera hann skaða- bótaskyldan. L'Oréal hefur nú þegar greitt fjölskyldunni u.þ.b. 20 milljónir en tekur fram að það sé ekki viðurkenning á ábyrgð á dauðsfallinu. NEYTENDABLAÐIÐ 1.TBL. 2004 11

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.