Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Qupperneq 12

Neytendablaðið - 01.03.2004, Qupperneq 12
Gæðakönnun - Sparperur Spara má bæði orku og peninga með sparperum Markaðskönnun Á vef Neytendasamtakanna, www.ns.is, er markaðskönnun blaðsins með yfirliti yfir 12 gerðir af algengum sparperum sem fengust hér í janúar. Lykilorð fyrir félagsmenn til að opna læstar síður er að finna á bls. 2 í þessu blaði. Gæðakönnun Hér er í töflu gæðakönnun International Consumer Research and Testing (ICRT) með upplýsingum um þær átta gerðir sem bæði voru í gæðakönnun ICRT og fengust hérlendis. ICRT prófaði alls 122 gerðir af sparper- um. Ef þú setur upp 100 vatta sparperu í stað 100 vatta „venjulegrar" glóperu sparar þú með því á einu ári raforku sem myndi duga til að sjóða um 210 lítra af vatni en þeir nægja í um 1.200 kaffibolla. Að meðaltali fara víða um 20% af rafmagns- kaupum til lýsingar. Neytandinn getur dregið úr lýsingarkostnaði um 80% með því að skipta yfir í sparperur. Rafmagns- reikningurinn lækkar verulega ef þú skiptir út öllum glóperum í húsakynnum þínum og notar eingöngu sparperur. Þó er rétt að athuga sinn gang í þessu. _ Tæknin Flestir neytendur brúka enn perur með glóðarþráðum. Ljósið myndast þegar rafstraumi er hleypt á mjóan vír inni í per- unni, hann hitnar og fer að glóa. Aðeins 5-10% af orkunni sem peran tekur til sín myndar Ijós, 90-95 % orkunnar er sóað í rafhitun lofts. Sparperur komu fyrstá almennan markað upp úr 1980. Þær eru stundum kallaðar „litlar flúrperur" (compact fluorescent lamps, CFL). Þær eru fylltar sérstöku gasi og hagkvæmari en glóperur því mest af orkunni fer í að mynda Ijós í stað hita. Sparperur endast líka lengur. Á venju- legum glóperum lifir í um 1.000 klst. en sparperur geta enst í 6.000-15.000 klst. Mikilvægur munur Flestir trúa því að 60 vatta glópera gefi meiri birtu en 25 vatta pera en í raun- inni segja tölurnar ekki beint til um Ijós- magnið heldur orkuna sem þær þurfa. Sparperurnar þurfa minni orku því þær gefa frá sér meiri birtu á hvert notað vatt. Fimm vatta sparpera gefur frá sér um það bil sömu birtu og 25 vatta glópera, og 15 vatta sparpera svipað Ijósmagn og 75 vatta glópera. Misjöfn gæði 60 vatta sparpera getur kostað 10-15 sinnum meira en 60 vatta glópera, en verð er þó breytingum háð. Hins vegar eru glóperurnar dýrari þegar til lengdar lætur því þær nota meiri orku og lifa skemur. Það kemur þó of oft fyrir að fólk kaupir dýrar sparperur sem endast verr en fram- leiðandi og söluaðili fullyrtu. Talsvert er leitað til neytendasamtaka vegna þessa erlendis. Könnun: International Consumer Research and Testing (ICRT) Cefnar eru gæðaeinkunnir á kvarðanum 0,5-5,5 þar sem 0,5 er lakast og 5,5, er best. Vörumerki Gerð Lægsta verð Hæsta verð Qrka, vött Ljósmagn, lúmen Áætlaður líftími peru, klst. DULUX EL Fjarðarkaup: Byko: OSRAM ECONOMY 928 1490 8 400 8000 DULUX EL Elko: Byko: 0SRAM EC0N0MY 1195 1490 12 600 8000 Krónan: Nóatún: PHILIPS ECONOMY-PL - 6 698 798 11 600 6000 Krónan: Krónan: PHILIPS ECONOMY-PL - 6 698 698 18 1200 6000 Rafkaup Rvk., Rafkaup Rvk., MINI LYNX Raflampar, Ak.: Raflampar, Ak.: SYLVANIA EC0N0MY 789 789 9 490 6000 MINI LYNX Rafkaup: Lúmex: SYLVANIA ECONOMY 789 1150 18 1080 6000 Glóey: Glóey: GE Lighting Electronic Biax Start 1312 1312 11 600 5000 Ikea: Ikea: IKEA (ekki tilgreind) 690 690 20 1200 10000 12 NEYTENDABLAÐIÐ 1.TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.