Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Side 13

Neytendablaðið - 01.03.2004, Side 13
í gæðakönnun ICRT kom í Ijós að marg- ar sparperur entust alls ekki í þær 6.000 klst. sem prófunin tók (það jafngildir um fimm ára venjulegri notkun). Ein gerðin (Omicron Minitube, 40 vatta) átti að endast í 10.000 klst. en náði ekki 6.000 stunda markinu. ICRT getur ekki enn gefið upplýsingar um hvort fyrirheit um 10.000-15.000 klst. endingu ganga eftir því enn hafa bara farið fram 6.000 klst. prófanir. Perugerðir Sparperur eru til af ýmsum styrkeika og með margs konar lögun. í könnun ICRT var áherslan lögð á algengustu gerðirn- ar, annars vegar þær sem líkjast mest glóperunum og hins vegar þær sem eru líkar pinnum í laginu. Þær eru yfirleitt með tveimur eða þremur pinnum og eru öflugri og þyngri. Að jafnaði reynd- ust „pinna"-sparperurnar betur en hinar perulaga. Þótt allar sparperurnar í könnuninni hafi verið hvítar reyndust sumar gefa frá sér dálitið mismunandi litblæ. Yfirleitt er hann svo daufur að fólk tekur ekki eftir honum. Venjulegar glóperur gefa frá sér rauðleita birtu en Ijósið frá sparperunum er bláleitara og að því leyti líkara dags- birtu um miðjan dag. Hvar henta sparperur? Sparperur henta ekki alls staðar en flestir framleiðendur veita litlar eða engar leið- beiningar í þeim efnum. Helst eru það General Electric og Philips sem koma neytandanum til aðstoðar. Sparperur henta vel: - Á stöðum þar sem Ijós er látið lifa nokkrar eða margar klukkustundir í senn, jafnvel allan sólarhringinn, til dæm- is í eldhúsi, anddyri og stofu. Líka sem útiljós við útidyr, gangstéttir eða í garði að vetrarlagi, en þó þola sumar perurnar kulda illa. - í Ijósastæðum þar sem örðugt er að komast að til að skipta um perur og best að þurfa að fara þangað sem sjaldnast. Sparperur henta verr: - Þar sem Ijós er oft kveikt og slökkt því slíkt skerðir endingartíma sumra sparper- anna verulega. - í miklum kulda. Sparperur endast betur í S.-Evrópu en N.-Evrópu vegna hitamis- munarins. Þess vegna nota sumir sparper- ur ekki sem útiljós eða í bílskúrum. - í Ijósastæðum með Ijósmagnsstilli (dimmer) eða tímarofa. Hins vegar eru sumir framleiðendur að þróa sparperur sem þola slíkan búnað betur. Gallar Sparperur eru smástund að ná fullum Ijósstyrk. Þær endast verr og Ijósmagn þeirra minnkar í kulda, sérstaklega í frosti. Sumar sparperur dofna eftir nokk- ur ár eða jafnvel mánuði. Sumar sparperur, sérstaklega 100 vatta perur, eru þungar miðað við jafnsterkar glóperur, svo að þær henta ekki í öll perustæði. Umhverfisþættir IKEA reyndist eini framleiðandinn/sölu- aðilinn sem veitti góð ráð á umbúðum sparperanna um hvernig má farga þeim á sem vistvænstan hátt. Sparperur eru víða á undanþágu vegna eiturefnamagns sem f þeim er, t.d. kvikasilfurs, en margar þjóðir vilja banna alla notkun þess. Rétt er að skila perunum til endurvinnslu- stöðva því hægt er að endurvinna þær og nýta aftur kvikasilfur og fosfór þeirra, en víða vantar raunar búnað og aðstöðu til slíks. Það tíðkast því, en er ekki til fyrirmyndar, að láta þær í venjulegt húsa- sorp. Unnið er að því að þróa vistvænar sparperur án kvikasilfurs. © International Consumer Research and Test- ing - Neytendablaðið 2004. Vinsamlega getið heimildar ef vitnað er í fjölmiðlum eða á öðrum vettvangi í efni á vef NS. Óheimilt er að birta heilar greinar eða töflur án leyfis NS. Upplýsingar á vef NS er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi ritstjóra liggi fyrir. _____ GÆDAEINKUNNIR Áætlun ICRT um líftíma peru, ár Heildarlengd peru og sökkuls, mm Ending Heildar- Ijósmagn Öryggismál Heildargæða- einkunn f. N.-Evrópu Heildargæða- einkunn f. S.-Evrópu 8 129 3.2 4.3 4.0 3.4 3.4 8 137 3.2 4.8 4.0 3.3 3.3 6 144 3.8 4.4 4.0 3.6 3.7 6 165 2.7 4.9 4.0 3.3 3.5 6 138 2.1 4.3 4.0 2.9 3.0 6 177 2.3 4.9 4.0 3.1 3.3 5 137 2.4 4.4 4.0 3.0 3.1 10 169 3.6 4.5 4.0 3.8 3.8 NEYTENDABLAÐIÐ1. TBL. 2004 13

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.