Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Page 15

Neytendablaðið - 01.03.2004, Page 15
Kaupæði og áföll Fyrirtækið Forest Laboratories vinnur ötullega að því að fá „Shopaholism" eða innkaupaæði (yfirgengileg þörf til innkaupa) viðurkennt sem sjúkdóm sem hægt er að skilgreina og meðhöndla með Cipramil og Cipraflex. í innanhússfréttablaði frá lyfjafyrirtækinu Pfizer er talað um að 50% af bandarísku þjóðinni muni upplifa sálrænt áfall ein- hvern tíma á næstu fimm árum. Einn fjórði af þessum hópi mun síðar þjást af sjúkdómnum áfallaröskun eða Post Traumatic Stress Disorder (PTSD). Þenn- an sjúkdóm hafði enginn heyrt um fyrir 20 árum og ef marka má þær tölur sem koma frá Pfizer þjást 5-10% af öllum Bandaríkjamönnum af þessum krank- leika. í fréttabréfinu sem er frá 1999 má einnig lesa að Pfizer ráðgerir að hefja upplýsinga- og kennsluherferðir (aware- ness-campaign) sem gera á lækna og neytendur meðvitaða um sjúkdóminn og þá staðreynd að hægt er að lækna hann - nefnilega með þunglyndislyfinu Zoloft sem Pfizer framleiðir. Aukin lyfjanotkun Kostnaður vegna lyfjanotkunar fer vax- andi hér á landi og helst það í hendur við aukna lyfjanotkun og ný og dýrari lyf á markaðnum. Lyfjaiðnaðurinn fylgist grannt með áhyggjum, þörfum og óskum fjársterkra neytenda. Þetta leiðirtil þessað lyfjafyrir- tækin sjá sér oft hag í að fjármagna rann- sóknir og framleiðslu á nýrri tegund lyfs sem virkar á einhvern lífsstílssjúkdóm- inn, eins og getuleysi. Það þjónar hags- munum markaðarins að telja fólki trú um að því líði ekki nógu vel og þurfi lyf til að líða betur. En pilluát er ekki alltaf lausnin. Sérstaklega ekki þegar um hina dæmigerðu lífstílssjúkdóma er að ræða. Breyttir lifnaðarhættir geta verið árang- ursríkari. Það er þess vegna sem sænskir læknar eru farnir að ávísa hreyfingu til sjúklinga sína. Þeir senda sem sagt fólk í líkamsrækt eða leikfimi ef að hreyfinga- leysi er rót vandans. Skortur á óháðum rannsóknum Margir hafa af því vaxandi áhyggjur að óháðar rannsóknir séu á undanhaldi og að lyfjafyrirtækin ein hafi bolmagn til að fjármagna kostnaðarsamar rannsóknir sem eru nauðsynlegar áður en lyf er sett á markað. Hið opinbera hefur ekki fjár- magn til að stunda slíkar rannsóknir og óháðar rannsóknastofur eiga erfitt með að afla þess fjármagns sem til þarf. Eins koma nánast allar upplýsingar um ný lyf og gagnsemi þeirra frá lyfjafyrirtækj- unum sjálfum. í fyrrnefndri grein sem birtist í British Medical Journal leggja greinarhöfundar til að fólk í heilbrigðis- þjónustu, fjölmiðlar og neytendur hætti að leggja traust sitt alfarið á niðurstöður rannsókna sem eru fjármagnaðar af lyfja- fyrirtækjunum sjálfum. Ef sporna á gegn sjúkdómsvæðingunni er þörf á aðgengi- legum upplýsingum sem almenningur getur treyst. Eins þarf að efla vitund fólks um aðferðir lyfjafyrirtækjanna við að markaðsetja sjúkdóma og lyf. Heimildir: tænk+test desember 2003, Sjúkdómsvæðing, siðfræðileg álitamál og jaðar- lækningar, fræðileg samantekt eftir Jóhann Ásgeir Sigurðsson, http://www.hi.is/nam/heiml/medikal.doc British Medical Journal, apríl 2002 Verkalýðsfélögin styöja neytendastarf Alþýðusamband íslands Bandalag starfsmanna ríkis og bæja Efling, stéttarfálag Eining-löja, Akureyri Félag bókagerðarmanna Félag íslenskra hljómlistarmanna Félag járniðnaðarmanna, Reykjavík Kennarasamband íslands MATVÍS, Matvæla- og veitingasam- band íslands Rafiðnaðarsamband íslands Samband íslenskra bankamanna Samiðn, samband iðnfélaga Sjómannafélag Reykjavíkur Sjómannasamband íslands Starfsgreinasamband íslands Starfsmannafélag ríkisstofnana Starfsmannafél. Reykjavíkurborgar Trésmiðafélag Reykjavíkur Verkalýðsfélag Borgarness Verkalýðsfélagið Hlíf, Hafnarfirði Verslunarmannafélag Austurlands Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar Verslunarmannafélag Reykjavíkur Verslunarmannafélag Suðurnesja Vatn í brennidepli á alþjóðlegum degi neytendaráttar Árlegur alþjóðadagur neytendaréttar er 15. mars. Þá er minnst sögulegrar yfir- lýsingar fyrrum forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy, frá 15. mars 1962 um grundvallarréttindi neytenda. í ár verð- ur sjónum beint að vatni og mikilvægi þess. Þann 22. mars verður alþjóðlegur dagur vatnsins (World Water Day) hald- inn hátíðlegur. Munu Neytendasamtök víða um heim vekja athygli á málefn- um sem varða neytendur og vatn þessa viku. Vatnsskortur er vandamál víða um heim og langt í frá að allir hafi aðgang að hreinu vatni þó að ástandið fari batn- andi víða. Jafnvel þar sem ástand er gott í vatnsmálum koma upp spurningar um hverjir eiga vatnsbólin og hverjir eiga að fjármagna dreifingu vatns. Það eru mann- réttindi að allir hafi aðgang að vatni en ef vatn er ókeypis er hætta á að ekki verði farið sparlega með það. í hugum fólks er vatn sjaldan flokkað undir neytendamál en hins vegar er það svo að jarðarbúar, sex þúsund milljónir talsins, eru allir vatnsneytendur. NEYTENDABLAÐIÐ l.TBL. 2004 15

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.