Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2004, Qupperneq 18

Neytendablaðið - 01.03.2004, Qupperneq 18
Sparnaður og kostnaðarsjónarmiðið Sparnaður er að leggja fé til hliðar til þess að nota í framtíðinni. Ávinningur af sparnaði er meðal annars sá að þegar við fjárfestum í því sem okkur langar, þá erum við ekki að minnka greiðslugetu okkar tímabundið sem nemur umsöm- dum afborgunum. í því tilliti má líta á sparnað sem fyrirbyggjandi aðgerð gegn greiðsluvanda. Annar ávinningur er minni útgjöld. Kostnaðurinn af því að fá lánað fyrir því sem okkur langar í hækkar verð þess hlutar má segja. Þannig eykst kaupmáttur okkar þegar við spörum, við fáum vexti af sparnaði- num og minnkum útgjöldin. Kostnabur og tekjur Kostnaðarsjónarmið er þegar notaðar eru upplýsingar um kostnað til þess að taka ákvarðanir um útgjöld, skuldir og sparnað. Ef verið er að greiða af neysluláni sem ber hærri kostnað en vaxtatekjurnar sem fást af þeim innlánsreikningum sem eru í boði, þá borgar sig frekar að greiða fyrst niður lánið ef kostnaðarsjónarmiðið er látið ráða. Innlánsreikningar eru oft með stighækkandi vaxtatekjum sem miðast við upphæð og binditíma. Fyrir þá sem eru að byrja að spara er ekki ráðlegt að byrja að leggja til hliðar fyrir útgjöldum næstu jóla ef útlit er fyrir að það taki næstu 12 mánuði að greiða fyrir neyslu þessara jóla. Ef sparnaðurinn gefur meira af sér en skuldirnar þá er hagkvæmara að leggja til hliðar og skulda í lengri tíma. Markmiðið er þó að ná niður skuldum því sá sem er skuldlaus getur greitt meira í sparnað og aukið tekjur sínar enn meir. Dæmi Sparnaður upp á 15.000 kr. á mánuði í 1 ár á innlánsreikningi sem ber 4,75% vexti gefur um 4.608 kr. f vexti yfir árið. Síðan eru dregin af vöxtunum 10% f fjármagnstekjuskatt. Mismunurinn yrði um 4.147 kr. (sjá sparnaðarreiknivél hjá S24, þar er gert ráð fyrir að vextir reiknist daglega). Segjum að verið sé að greiða þessa upphæð inn á höfuðstól láns sem er með 10% vexti, þá minnkar vaxtakostnaður af því láni um 9.750 kr. á tímabilinu. Mismunurinn er 4.515 kr. og höfuðstóll lánsins hefur lækkað um 180.000 kr. Ef enn eru eftirstöðvar af láninu sem greitt var inn á þá ber lánið minni kostnað en áætlað var út allt tímabilið og þannig verður ávinningurinn enn meiri. Aukinn kaupmáttur í byrjun árs streyma til okkar yfirlit um skulda- og eignastöðu með upplýsingum um vaxtatekjur og gjöld frá bönkunum. Þessar upplýsingar er vert að skoða vel með það í huga að kanna þau tækifæri sem gætu mögulega verið fyrir hendi til þess að lækka vaxtakostnað og auka þannig kaupmátt okkar. Við gætum t.d. greitt af innlánsreikningi inn á skuld eða kannað veðhlutfall lána miðað við fasteignamat og vaxtakjör. Þeir sem eru að huga að því að taka lán eða að byrja að spara geta beðið viðkomandi fjár- málafyrirtæki um útreikninga á væntan- legum kostnaði af lánum og upplýsingar um mögulega uppsafnaða vexti af inn- lánsreikningum á hverjum tíma. Þeir sem nýta sér netið geta notað til viðmiðunar reiknivélar sem fjármálafyrirtæki eru oft með á heimasíðu sinni. Eftirtaldar heimasíður eru aðeins brot af þeim heimasíðum sem hafa reiknivélar eða vísa í reiknivélar: www.rad.is,www.lais.is,www.kbbank.is, www.isb.is,www.spron.is,www.s24.is, www.nb.is,www.sjova.is,www.lsr.is, www.live.is Björg Siguröardóttir Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna —« Þjóð hinna tilbúnu rétta Tilbúnir réttir sem má grípa með sér verða æ vinsælli meðal Bandaríkja- manna. í nýlegri grein í Newsweek er fjallað um „The Takeout Nation" eða „þjóð hinna tilbúnu rétta". Bandarískar fjölskyldur hafa ennþá tíma til að borða saman en þær hafa ekki tíma til að elda matinn. Þetta hefur leitt til þess að salan á tilbúnum réttum hefur aukist um 24% á síðustu 10 árum. Á næstu fimm árum er jafnvel gert ráð fyrir að salan á tilbúnum réttum aukist það mikið að heimatilbúinn matur verði á algeru undanhaldi. Það eru ekki bara verslanir og stórmarkaðir sem merkja aukna sölu á tilbúnum réttum. Næstum allur vöxtur sem átt hefur sér stað í veitingabransanum vestra síðastliðin 15 ár er í tilbúnum réttum sem ýmist er hægt er að sækja sjálfur eða að fá heimsenda. Eins og einn næringarfræðingurinn benti á þá hafa bandarískar fjölskyldur loksins náð þeim skilaboðum að það er slæmt að borða heila fötu af steiktum kjúklingabitum og því hafa þær í auknum mæli tekið mat- inn með sér heim þar sem enginn sér til þeirra. Og til að viðskiptavinurinn hafi sem minnst fyrir hlutunum eru dæmi um veitingahúsakeðjur sem bjóða upp á að starfsfólk færi viðskiptavinum réttina beint í bílinn. Viðskiptavinurinn þarf fyrst að gefa lýsingu á bílnum sínum þannig að starfsmaðurinn rati á réttan bíl á bílastæðinu. En þrátt fyrir minni matseld á heimilum eru en- gin lát á vinsældum matreiðsluþátta og sölu á matreiðslubókum og tímaritum. Bækurnar eru lesnar í rúminu á kvöldin og matreiðsla er orðið tómstundagaman sem enginn hefur lengur tíma til að sinna nema í frístundum. 18 MEYTENDABLAOIÐ 1. TBL. 2004

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.