Neytendablaðið - 01.03.2004, Side 20
Hvað þýða merkin?
Merki af ýmsu tagi mæta okkur hvar
sem við komum. Öll könnumst við t.d.
við umferðarmerkin og skjaldarmerki
íslands. Merki standa fyrir mismunandi
hluti en eiga það samciginlcgt að þeim
er ætlað að flytja okkur ákveðinn boð-
skap og að baki sumra þeirra eru jafnvel
langar sögur ef grannt er skoðað. Hér
að neðan rennum við yfir nokkur mikil-
væg merki sem sjá má á ýmsum vörum
og jafnvel tegundum þjónustu.
Umhverfismerki
Opinberlega viðurkennd umhverfismerki
eins og hér eru kynnt til sögunnar segja
og tryggja neytendum að varan sem
skartar þeim veldur minna umhverfisál-
agi en aðrar sambærilegar en ómerktar
vörur á markaði.
m
W/
Norræna umhverfis-
merkið
Svanurinn er norrænt
umhverfismerki og
útbreiddasta merkið
á Norðurlöndunum.
Norræna ráðherranefndin kom því á
fót árið 1989. Hægt er að fá ýmiskonar
Svansmerktar vörur hér á landi, t.d. eld-
hús- og klósettpappír, servíettur, þvotta-
efni, rafhlöður, sláttuvélar, Ijósritunarvél-
ar, prentara o.fl.
Umhverfisstofnun sér um rekstur Svans-
ins á Islandi. Nánari upplýsingar fást á
heimasfðu Svansins: www.svanurinn.is
Umhverfismerki Evr-
ópusambandsins
Umhverfismerki Evrópu-
'v ★ * ★ sambandsins, Blómið,
er annað opinbert
merki á EES-svæðinu
» með svipað hlutverk og
Svanurinn. Umhverfis-
stofnun gefur upplýsingar um umhverfis-
merkið Blómið.
eningen). Hér
Bra Miljöval
Bra Miljöval er um-
hverfismerki sænsku
náttúruverndarsamtak-
anna (Naturskyddsför-
á landi má helst finna
merkið á sápum og þvottaefnum.
ý jrtk. v
k'U
Þýska umhverfismerk-
ið Blái engillinn
UmhverfismerkiÞýska-
lands er elsta umhverf-
ismerki í heimi.
Hér á landi sést engill-
inn helst á pappírsvörum og einhverjum
rafeindatækjum (prenturum og tölvum).
Orkumerki
Önnur merki
Græni punkturinn
Græni punkturinn er
J þýsktendurvinnslumerki
á einnota umbúðum og
er ekki umhverfismerki.
Græni punkturinn þýð-
ir, að umbúðir viðkomandi vöru eru end-
urvinnanlegar og að búið sé að reikna
endurvinnslugjald umbúða inn í verð
vörunnar. Þýskir framleiðendur þurfa
sem sagt að gera ráð fyrir endurvinnslu-
kostnaði á umbúðum í verði vörunnar,
og þetta gjald dekkar síðan þann kostnað
sem hlýst af endurvinnslu umbúðanna.
Þetta endurvinnslukerfi er hinsvegar ekki
til staðar hér og því er eini boðskapur
merkisins til okkar að umbúðirnar séu
endurvinnalegar.
TCO 99
TCO 99 (95 eða 92) er
sænskur umhverfis- og
orkustaðall fyrir tölvur.
Seljendur talvna sem
bera þetta merki eru skuldbundnir til að
taka tölvurnar í endurvinnslu eftir að þær
hafa þjónað hlutverki sínu.
Orkumerki Evrópusam-
bandsins
Orkumerkið segir til
um orkunotkun heim-
ilistækja í hlutfalli við
afköst þeirra og er því
í raun n.k. orkunýtingar-
stuðull. Heimilistækjun-
um er raðað í sjö flokka
(A - G). A stendur fyrir
sérlega litla orkuþörf
og góða orkunýtingu, en orkufrekustu
tækin eru merkt G. Þetta gerir neytend-
um kleift að gera samanburð á orkuþörf
ólíkra tækja og velja á grundvelli þeirra
upplýsinga án þess að þurfa að setja sig
inn í flókin tækniatriði.
Pokasjóður verslunar-
innar
Margar íslenskar versl-
anir bjóða poka merkta
Pokasjóði verslunarinn-
ar. Hagnaður af sölu
þessara poka rennur í sjóð sem úthlutað
er úr lil ýmissa verkefna í umhverfis- og
líknarmálum. Merki Pokasjóðs segir ekk-
ert til um efnainnihald eða umhverfisáhrif
pokanna.
Endurvinnslumerkið
Endurvinnslumerkið
(þrjár örvar sem elta
hver aðra) þekkja
margir vfða um lönd
en færri vita að hver
ör stendur fyrir lykilatriði skilvirkrar end-
urvinnslu: Söfnun efnis til endurvinnslu,
endurvinnsluna sjálfa og kaup neytenda
á vörum sem eru að einhverju eða öllu
leyti úr endurunnu efni. Ef einhver þess-
ara þátta er vanræktur er endurvinnslu-
hringrásin ófullkomin og endurvinnslan
stendur ekki undir sér.
20 NEYTENDABLAÐIÐ1. TBL. 2004