Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2005, Page 4

Neytendablaðið - 01.09.2005, Page 4
Tíöar tannlæknaheimsóknir - íorvörn eöa óþarfi? Neytendasamtökunum barst eftirfarandi bréf fyrr á þessu ári: Ég er foreldri meö tvo stráka, 10 og 14 ára gamla. Þeir fara eins og flest önnur börn í skoðun til tannlœknis á 6 mánaða fresti. Þeir fara ekki til sama tannlœknis. Tannlœknir annars drengsins tekur alltaf röntgenmyndir og flúorber í hvertskiptl sem viö komum. Hinn tannlœknirinn gerir það ekki og segir að það sé nóg að flúorbera og mynda tennurnar einu sinni á ári. Þvi fór ég að velta fyrir mér hvað sé eðlilegt eftirlit í forvörnum tannlœkna og hvort við séum að láta framkvœma eitthvaö sem er óþarfi en foreldrar hafa kannski ekki þekkingu til að ákveða sjálfir. S\/o er það sjálfsagt einstaklingsbundið eftir börnum hvernig tannhirðan er. Ég vil taka það fram að hvorugur strákanna minna hefur fengið skemmd I tönn, þannig að ég hef eingöngu verið að greiða kostnað vegna eftirlits hingað til. Það er ótrúlega mikill munur á árlegum tannlœknakostnaði milli þeirra. Sá tannlœknir sem kostar mig minna hefur að vísu örlítið hœrri taxta en á móti kemur að hann virðist bara gera þaö sem þarf aö gera og ekkert meira. Ahugavert er að vita hvort einhverjar viömiðunarreglur séu til varðandi það sem á að gera þegar börn koma í tanneftirlit. Neytendablaðið fór á stúfana að leita upplýsinga um hvað teljist eölilegar forvarnir í tannvernd barna. Við eftirgrennslan kom í Ijós, eins og ofangreint foreldri tekur fram, að eðlilegar forvarnir virðast fara mjög eftir einstaklingum og ekki að finna neinar nákvæmar verklagsreglur sem tannlæknar fylgja. Þó eru í vinnslu og hafa verið í nokkur ár hjá Landlækni svokallaðar „klínískar leiðbeiningar" í forvörnum tannlækninga og eiga þær að vera tilbúnar von bráðar. Verðupplýsingar Verðmunur milli einstakra tannlækna getur verið mjög mikill og erfitt er fyrir neytendur að bera saman verðskrár tannlækna. Þá er auðvitað engin leið fyrir almenning að rengja eða taka faglega ákvörðun þegar hámenntaðir tannlæknar eiga í hlut. Neytendastofa á að hafa eftirlit með gagnsæi markaðarins og þann 1. september 2004 tóku gildi reglur um verðupplýsingar á þjónustu tannlækna. Reglunum er ætlað að bæta upplýsingar til neytenda og auðvelda verðsamanburð. I mars 2005 kannaði Samkeppnisstofnun (sú deild sem heyrir undir Neytendastofu nú) hvort tannlæknastofur færu eftir þessum reglum en reyndin var sú að einungis 39,1% þeirra gerði það á fullnægjandi hátt. Þátttaka hins opinbera minni hér á landi Þátttaka TR í tannlæknakostnaði barna er samkvæmt sérstakri reglugerð og gjaldskrá sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ákveður. Hér á landi er einungis 75% greiðsluþátttaka TR í kostnaði við tann- lækningar barna yngri en 18 ára og er ísland eina Norðurlandaþjóðin sem ekki tekurfullan þátt í kostnaði við tannlækningar barna og unglinga. Tryggingastofnun greiðir aö fullu eina skoðun á ári fyrir þennan aldurshóp, skv. gjaldskrá ráðherra. Reglugerð þessi segir að öll börn eigi að hafa ábyrgðartannlækni sem kallar þau inn í reglulegt eftirlit og annast almennar tannlækningar. Vandinn er bara sá að gjaldskrá ráðherrans er í fæstum tilfellum jafn há og gjaldskrá almennra tannlækna, þannig verður greiösluþátttaka TR mun lægri en 75%. Samkeppnisstofnun gerði verðkönnun á nokkrum gjaldaliðum tannlækna í janúar 2004 og þar kom fram mikill verðmunur milli gjaldskrár tannlækna og gjaldskrár ráðherra. Samkvæmt gjaldskrá ráðherra skulu einstaklingar flokkaðir í áhættuhópa vegna tannátu. Áhættuhópar eru þó ekki skilgreindir sérstaklega að öðru leyti. Almenn flúormeðferð barna, báðir gómar og tannhreinsun endurgreiðist aðeins einu sinni á ári. Samkvæmt gjaldskrá ráðherra er þessi liður metinn á 2.810 krónur. Áfangaeftirlit (ástand kannað, fræðsla og uppfærsla í sjúkraskrá) er endurgreitt einu sinni á ári og sá þáttur er metinn á 1.780 krónur og röntgenmyndir eru metnar á 1.020 krónur og eru þær endurgreiddar mest fimm sinnum á ári. Það er því Ijóst að sú gjaldskrá er engan veginn í takt við markaðsverð þjónustunnar. Góð tannheilsa mikilvæg Það má alls ekki gera lítið úr mikilvægi þess að landsmenn njóti góðrar tannheilsu. Með ýmsum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að samhengi sé á milli vanhirðu í munni og ýmissa hættulegra sjúkdóma. Meðal forgangsverkefna í heilbrigðisáætlun Alþingis til ársins 2010 er bætt tannheilsa. Það er því undarlegt að þátttaka Trygg- ingastofnunar séjafn lítil og raun ber vitni. Rannsókn frá júní 2002 sýnir að íslensk 4 NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.