Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2005, Síða 10

Neytendablaðið - 01.09.2005, Síða 10
Markaðssetning nær nvjum hæðum Heföbundin markaðssetning virkar ekki. Auglýsingaherferöir ná ekki í gegn til neytenda og svörun viö markpósti er innan við 1°/o. Þaö þarf nýjar aðferðir ef fyrirtæki ætla að byggja upp sterk og öflug vörumerki sem neytendur halda tryggð við. Þetta segir markaðsfræðingurinn Martin Lindstrom í nýrri bók sem ber heitið „Brand Sense". Lindstrom telur að hefðbundin markaðs- setning hafi gengiö sér til húöar og ef fyrirtæki ætli að ná til neytenda þurfi þau í ríkari mæli að höfða til allra skilningar- vitanna og ekki treysta einungis á sjón og heyrn eins og venja er. Fram til þessa hefur mikil áhersla verið lögð á útlit vöru og auglýsinga og eins eru flestir meðvitaðir um mikilvægi hljóðs við markaðssetningu. Lítil áhersla hefur hins vegar veriö lögð á lyktarskyn, bragöskyn og snertingu. Seljendur hafi hingað til vanmetið mátt skilningarvita eins og lyktar, snertingar og bragðs og það geti reynst þeim dýrkeypt í harðnandi samkeppni. Bókin er fyrst og fremst skrifuð fyrir fyrirtæki sem vilja byggja upp sterka ímynd. Hún er þó ekki síður áhugaverð fyrir neytendur og fróðlegt er að lesa um vel heppnaða vöruþróun og markaðssetningu sem við föllum fyrir án þess að gera okkur grein fyrir ástæðunni. Þá ér líka gott fyrir neytendur að vera vakandi fyrir þessari nýstárlegu markaðssetningu sem spilar með tilfinningarnar, en þegar þær eru komnar í spilið er hætt við að gagnrýn hugsun og skynsemi hverfi. Merkjavara ekki endilega merkilegri Fyrir ekki svo ýkja löngu voru færðar sönnur á að neytendur væru tilbúnir að borga hærra verð fyrir merkjavöru, „branded product", jafnvel þótt aörar vörur væru jafn góðar. Ef fyrirtæki ætla að komast upp með að verðleggja merkjavöru í hærri kantinum verða þeir líka að sannfæra neytendur um að varan sé þess viröi. Fyrirtæki verða að geta aðgreint vöruna frá öðrum vörum á markaði og það er hægara sagt en gert. Fram til þessa hafa ekki orðið neinar stórkostlegar breytingar á því hvernig ímynd fyrirtækja og vörumerki eru byggð upp. Lindstrom telur að það sé þörf á breytingum og kynnir til sögunnar „Sensory branding". Sensory branding er markaðssetning vöru- merkisþarsem mátturallra skilningarvitanna er virkjaður. Lindstrom bendir á að fæst fyrirtæki geti virkjað öll fimm skilningarvitin en flest fyrirtæki geti bætt sig. Lindstrom tekur fjölmörg dæmi í bók sinni til styðja mál sitt og styðst m.a. við viðamikla markaðsrannsókn (Brand Sense study) sem bókin byggir að hluta til á. Lyktarskynið I könnun Brand Sense kom í Ijós að lykt er eitt sterkasta skynfærið. Þó hafa seljendur gefið þessu skilningarviti lítinn gaum. Rannsóknir benda til þess að góð lykt í verslunum auki kauplyst. Lyktin má hins vegar ekki vera of sterk eða yfirþyrmandi. Allir hafa upplifað hvernig viss lykt, t.d. ilmvatnslykt eða matarlykt vekur upp minningar. Fyrir marga er lyktin í nýjum bíl til dæmis jafn mikilvæg og skínandi hjólkopparnir. Þó er lyktin ekki annað en úði sem endist í um sex vikur eða þar til önnur lykt ryður sér til rúms sem hefur meira með eigandann og umgengnina í bílnum að gera. Tilfinningin um að bíllinn sé nýr hverfur jafnvel um leið og lyktin, óháð því hvað kílómetrafjöldanum líður. Lyktin í Silver Cloud Rolls-Royce, árgerð 1965 er gott dæmi um að ekki skyldi vanmeta mátt lyktarskynsins. Þegar Rolls Royce fór að fá kvartanir vegna þess að Singapore Airlines er fyrirtæki sem hefur verið meðvitað um mikilvægi þess að skapa góða ímynd og spilað á skilningarvit viðskiptavinanna. Arið 1973 var „The Singapore Girl" (Singapúr- stúlkan) kynnt til sögunnar, en hún er ímynd fyrirtækisins út á við. I dag er stúlkan enn í fullu fjöri og var fyrsta vörumerkið sem fékk sitt pláss á Madame Tussaud vaxmyndasafninu í London. Sumir myndu segja að velgengni Singa- pore Airlines sé tilviljun en Lindstrom bendir á að ekkert við Singapore Airlines sé tilviljanakennt. Öll ímynd fyrirtækisins er úthugsuð. Sem dæmi verða flugfreyjurnar að vera yngri en 26 ára og passa í einkennisbúninginn sem er aðeins framleiddur í einni stærð. Þær veröa jafnframt að vera fallegar eins og Singapúr-stúlkan. Einkennisbúningar flugfreyjanna er úr silki og í litum sem passa við sætisákæðin. Þá erförðun eftir ströngum fyrirmælum og öll framkoma er stöðluð. Maturinn er t.d. framreiddur á sérstakan hátt, það sama á við um hreyfingar flugfreyjanna og jafnvel spjall flugstjórans er eftir settum reglum. Þá á Singapore Airlines einkaleyfi á ilminum Stefan Floridian Waters. Flufreyjurnar nota ilmvatnið en ilmurinn er einnig notaður í blautþurrkur og innan í flug- vélarnar. Lyktin ein og sér vekur upp góðarminningarsem viðskiptavinirSinga- pore Airlines tengja strax við flugfélagið. 10 NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL 200S

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.