Neytendablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 13
Hagnaflur bankanna
Mikill hagnaöur banka þykir ekki
lengur í frásögur færandi, enda slá
þeir hagnaöarmet sitt á hverju ári.
Og með uppgjöri bankanna fyrir fyrri
helming þessa árs er Ijóst að á þessu
ári munu þeir hagnast sem aldrei fyrr.
Neytendasamtökin hafa ítrekað haldiö
þvi fram aö samkeppni á þessum
markaði er takmörkuö, enda reyna
bankarnir miklu frekar að auglýsa til
aö halda góðri ímynd en aö keppa á
grundvelli verðs. Einnig hafa samtökin
haldið því fram aö vaxtamunur og
þjónustugjöld séu hærri hér en í
nágrannalöndum okkar. Raunar hafa
bankarnir mótmælt þessari fullyröingu
og haldið hinu gagnstæða fram. Þaö
er hins vegar Ijóst að neytendur eru á
sama máli og Neytendasamtökin og
telja islensk fjármálafyrirtæki of dýr.
Það er þvi full ástæða til að gerð verði
hlutlaus úttekt á því hverjir hafi rétt
fyrir sér.
Ljóst er að fyrirtæki á markaði þar
sem takmörkuð samkeppni ríkir geta
ástundað mjög arðvænleg viðskipti svo
vægt sé tekið til orða. Á mörkuðum
þar sem ríkir virk samkeppni gengur
slíkt ekki upp, þar geta fyrirtæki
ekki hagnast eins mikið og fyrirtæki
á fákeppnismarkaði. Ástæðan er
ofureinföld, virk samkeppni leiðir
til lægra verðs og þar með minni
hagnaðar. Neytendasamtökin hafa
ítrekað bent á það séu íslenskir
viðskiptavinir bankanna sem hafa lagt
grunninn að góðri stöðu þeirra. Því er
það skoðun samtakanna að nú þegar
hagnaðurinn erjafn mikill og raun ber
vitni eigi islenskir viðskiptavinir skilið
að gjaldtaka vegna fjármálaviðskipta
þeirra verði lækkuð. Það er vonandi
að bankarnir sjái að þeir geta ekki
aukið hagnað sinn ár frá ári án þess aö
einhverju af þeim hagnaði verði skilað
til þeirra sem skópu grunninn, þ.e. til
íslenskra viðskiptavina.
Jóhannes Gunnarsson
formaöur Neytendasamtakanna
Upprunaland komi (ram á matvörum
Nýlega var sagt frá því í fréttum að
landbúnaðarráðherra hafi ekki heimilað
innflutning á nautakjöti frá Argentínu,
þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi mælt
með honum. Nú er það svo að með
samningum um Alþjóðaviðskiptastofnun-
ina (WTO) hafa íslensk stjórnvöld
undirgengist að óheimilt er að banna
innflutning á landbúnaðarvörum nema
heilbrigðissjónarmið mæli með því
og að í því landi sem kaupa á frá séu
búfjársjúkdómar sem ekki eru til staðar
í því landi sem selja á vöruna til. Fram
kom að yfirdýralæknir hefur lýst því yfir
að ekkert sé athugavert við heilbrigði
dýra á því svæði í Argentinu sem til
stóð að kaupa kjötið frá, en það er hans
að meta slíkt. Þrátt fyrir þetta ákvað
landbúnaðarráðherra að banna þennan
innflutning og vísaði til hættu á gin- og
klaufaveiki í því sambandi. Samkvæmt
yfirlýsingum yfirdýralæknis er þó Ijóst að
sjónarmið ráðherra stenst ekki og því er
um að ræða tæknilega viðskiptahindrun
sem stenst ekki saminginn um WTO. Það
er hins vegar svo að eingöngu yfirvöld í
einu landi geta kært yfirvöld í öðru landi
vegna brota á WTO-samningnum. Ætli
argentínsk stjórnvöld sjái ástæðu til að
kæra ákvörðun landbúnaðarráðherra í
Ijósi þess um hve lítið magn hér um ræðir.
Landbúnaðarráðherra sleppur trúlega fyrir
horn en neytendur bíða skaða af, bæði
þar sem ætla má að hægt hefði verið að
bjóða þetta kjöt á lægra verði og eins þar
sem dregið er úr valkostum neytenda.
Þetta er rifjað upp hér þar sem nú standa
yfir samningaviðræður um endurskoðun
samningsins um WTO. Allt stefnir i að
þegar þeim viðræðum líkur muni tollar
sem innflutningslönd leggja nú á þessar
vörur lækka og þá ekki síst hjá þjóðum sem
hafa nýtt sér mjög háa innflutningstolla
eins og íslendingar gera. Neytendasamtök
um allan heim hafa lýst yfir eindregnum
stuðningi við þetta og á þann hátt tekið
undir kröfur fátækari þjóða sem lagt hafa
mikla áherslu á að þeir tollar sem ríkari
lönd leggja á innfluttar landbúnaðarvörur
lækki verulega. Færa má fyrir því rök
að lækkun tolla sem ríkari þjóðir hafa
notað til að vernda innlendan landbúnað
sé ein besta aðstoðin sem ríkari þjóðir
geta veitt fátækari þjóðum sem margar
hverjar búa á svæðum sem kjörin eru til
landbúnaðarframleiðslu. En þaðerallavega
Ijóst að þegar þessari samningalotu
lýkur munu heimsmarkaðsviðskipti með
landbúnaðarvörur aukast mikið frá því
sem er nú í dag.
Það er eðlileg krafa neytenda að með
auknum heimsmarkaðsviðskiptum komi
framleiðsluland alltaf fram á matvörum.
Það er neytandans að ákveða hvort
hann vill frekar kaupa íslenskt nautakjöt
en það sem flutt er inn. Einnig geta
neytendur haft ákveðin sjónarmið hvað
varðar innfluttar matvörur eftir því
frá hvaða landi vörurnar koma. Ein af
lágmarkskröfum sem neytendasamtök
hafa samþykkt til að gæta hagsmuna
neytenda er að neytendur hafi frelsi
til að velja. Til að tryggja slíkt valfrelsi
þurfa neytendur upplýsingar og það er
engin tilviljun að neytendasamtök hafa
sameinast um kröfuna um nauðsynlegar
upplýsingar til neytenda.
Neytendasamtökin hafa ítrekað sett
fram kröfur um betri upplýsingar á
matvörum, þar á meðal upplýsingar
um framleiðsluland. Þing Neytenda-
samtakanna sem haldið var fyrir um
ári síðan ítrekaði þessa kröfu. Miðað
við tiltrú íslenskra neytenda á innlendri
landbúnaðarframleiðslu ætti það að
vera samkeppnisatriði fyrir íslenskan
landbúnað að upprunaland skuli ávallt
koma fram á matvörum. Hagsmunir
neytenda og framleiðenda fara þannig
saman í þessu máli og því er öll tregða
um að upprunaland eigi að koma fram
óskiljanleg.
13 NEYTENDABLAÐIÐ 3.TBL. 2005