Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2005, Page 15

Neytendablaðið - 01.09.2005, Page 15
Þrátt fyrir aö búiö sé aö banna nikkel í snyrtivörum fer því fjarri aö reglunum sé alltaf fylgt. Ný dönsk rannsókn frá rannsóknarstofu Miljo og Sundhed leiddi í Ijós hátt hlutfall nikkels í 19 tegundum algengra maskara. Mælt er meö því aö nikkelinnihald maskara fari ekki upp fyrir 5 mg/kg, en þaö ættu allir aö þola. I könnuninni kom í Ijós að maskarinn meö hæst hlutfall nikkels innihélt 41 mg/kg en sá sem haföi minnst 16 mg/kg. Nikkelinnihaldiö erekki merkt sérstaklega og þvi getur verið erfitt aö forðast þá maskara sem eru hvað verstir. En hvernig stendur á því aö nikkel er svona algengt í maskörum þrátt fyrir að búiö sé að banna nikkel í snyrtivörum? Þann 1. janúar 2005 gekk í gildi bann viö notkun nikkels í snyrtivörum á Evrópska efnahagssvæðinu. Nikkel í snyrtivörum er þó leyfilegt ef um er að ræða „óhreinindi". Það þýðir að nikkel getur slæðst með öðrum hráefnum sem notuð eru í vöruna, í þessu tilfelli meö litarefni, sérstaklega svörtu eða dökku. Engar reglur eru til um hámark nikkels i formi „óhreininda". Claus Jorgensen sem starfar hjá dönsku neytendastofnuninni segir í viðtali við blaðið Tænk að hámark nikkels ætti aö miðast við 5 mg/kg hvort sem miðað er við óhreinindi eða ekki. Claus bendir enn fremur á að í sænskri könnun frá 1990 hafi meira en helmingur maskaranna innihaldiö minna en 5 mg/kg. Það sé því Ijóst aö framleiðendur geti framleitt maskara með minna nikkelmagni kjósi þeir það. Þeir sem eru með ofnæmi fyrir nikkel gætu þurft aö þola óþægindi vegna maskara með háu nikkelinnihaldi. Þá er ráðlagt að láta maskarann ekki snerta húöina og þvo hann vel af áöur en lagst er til svefns. Nikkelhlutfallið er hæst í svörtum eða dökkum maskara en minna í maskara i Ijósari litum. Þeir sem ekki þjást af nikkelofnæmi ættu ekki aö finna fyrir óþægindum vegna maskara jafnvel þótt nikkelinnihald sé hátt. Hins vegar er um aö gera aö forðast alla þekkta ofnæmisvalda eins og kostur er. Tegund Nikkelinnihald mg/kg Clarins, Pure curl mascara 01 41 Clinique, Lash curling mascara 01 37 Maybelline, Great Lash Mascara 36 Origins, Fringe benefits lash-loving mascara 31 The Body Shop, Define 8t Lengthen mascara 01 31 Nivea Beaute, Lash designer mascara 31 GOSH, Amazing length'n build mascara 31 MAC, Mascara N 27 Dansk Helios, Dr. Hauska mascara 26 Lancóme, Flextencils full extension and curving mascara 01 24 Lavera, Trend sensitive No.1 volumen mascara 24 Chanel, Cils a cils mascara lash building mascara 23 Only Cosmetics, Mascara black 21 L'Oreal, Lash architect mascara 21 Elisabeth Arden, Double density maximum volumen mascara 21 Max Factor, 2000 Calorie dramatic look mascara 20 HEtM, Volumen mascara 17 Rimmel, Endless length Et lift Mascara 16 Sjá meira um rannsóknina á www.miljoeogsundhed.dk Ánægður viðskiptavinur Elko Kona nokkur hafði samband við Neytendasamtökin og bar Elko góða sögu. Hún hafði keypt „Sing-star" tæki hjá versluninni en annar hljóðneminn bilaði mjög fljótlega. Fór hún með hljóð- nemann með sér í verslunina og sagði farir sínar ekki sléttar. Afgreiðslustúlkan tók vel í erindið og eftir stutta bið kom hún aftur með nýjan hljóðnema sem hún afhenti og nýja sölukvittun með. Vildi konan hrósa fyrirtækinu fyrir góða þjónustu. Neytendur treysta á fullyrðingar seljenda þetta kemur fram í samevrópskri könnun Evrópskir neytendur vilja boröa holla fæöu en flestir reiöa sig þó á fullyrðingar seljenda þegar verslað er í matinn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun Evrópusamtaka neytenda (BEUC) sem gerð var í fimm Evrópulöndum. Flestir, eða 77%, segjast áhugasamir um næringu og 81% sögöust fagna upplýsingum um næringargildi á umbúöum. Hins vegar horfa neytendur einkum til fullyröinga seljenda, t.d. létt, kalkríkt og fitulítið, og segjast skilja þær betur en hefðbundnar upplýsingar um næringargildi sem oft má finna á matvælaumbúðum . Þá viröast neytendur treysta sérstaklega vel fullyrðingum á matvælum frá þekktum framleiðendum. Þvi miður eru fullyrðingar framleiöenda ekki best til þess fallnar að veita neytendum mikilvægustu upplýsingarnar þar sem þær draga einungis fram einstaka þætti vörunnar. Næstum helmingur aöspurðra haföi jákvæöa afstöðu gagnvart matvöru sem sögð var kalkrík þrátt fyrir að þessi sama vara innihéldi einnig hátt hlutfall af fitu, sykri og salti. Jim Murray formaöur samtakanna segir niðurstöðu rannsóknarinnar sýna aö neytendur taki ákvarðanir sem byggjast á ófullnægjandi upplýsingum eða/og að neytendur skilji ekki til hlítar þær upplýsingar sem þeir fá. Það sé auk þess mikiö áhyggjuefni hversu margir reiöa sig á fullyrðingar seljenda og það þurfi að skoöa nánar. Evrópusamtök neytenda leggja áherslu á að reglur um heilsufullyrðingar verði hertar enda Ijóst að þær eru oft á tíðum villandi og auðvelda fólki ekki aö velja hollari mat. Heilsufullyrðingar ætti ekki að leyfa á matvælum sem innihalda óhóflega mikið af salti, sykri eða fitu. Þá mælast samtökin til þess aö framleiðendum verði gert skylt aö gefa upp næringarupplýsingar á öllum innpökkuðum unnum vörum og aö nýtt og einfaldara merkingarkerfi verði tekið upp. Sjá nánar umfjöllun um heilsufullyrðingar á bls. 20. 15 NEVTENDABLAÐIÐ 3.TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.