Neytendablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 19
Magn og gæði
í fjölmiðlabyltingu
Henry Fielding, breska 18. aldar leikskáldiö,
rithöfundurinn og blaðamaðurinn sagði
einhverju sinni að „dagblað samanstæði
af nokkurn veginn sama fjölda orða, hvort
sem í því væru einhverjar markverðar
fréttir eða ekki."
Það er ekki tilviljun að þessi ummæli
Fieldings hafi ratað inn í spakmælabækur
í gegnum áratugina og aldirnar, því þau
beina athyglinni með skemmtilega nöprum
hætti að kjarna fjölmiðlunar - semsé að
það er innihaldið sem skiptir mestu, ekki
magnið.
Raunar á þetta við um fleiri framleiðslu-
vörur en fjölmiðlun, þó við sem neytendur
gleymum því gjarnan í gleði okkaryfir að
fá meira fyrir minna. En ummæli Fieldings
eru áhugaverð í þeirri fjölmiðlaumræðu
og þeirri þróun sem orðin er á fjölmiðla-
markaði á íslandi á síðustu misserum.
Engin spurning er að eftir að útvarps- og
sjónvarpsrekstur var gefinn frjáls hefur
orðið sprenging í framboði á fjölmiðlaefni.
Við höfum nú fjölmargar sjónvarpsrásir
og sjónvarpsstöðvar í stað einnar áður.
Við höfum ótrúlegan fjölda útvarpsstöðva
og útgáfa prentaðs efnis er margföld
á við það sem hún var og nær til miklu
fleira fólks en áður. Stór hluti landsmanna
fær nú til sín tvö ókeypis dagblöð og tvö
önnur er hægt að kaupa. Morgunblaðið
og Fréttablaðið hafa nú komið út á
mánudögum um skeið. Tímaritaútgáfan er
voldug. Við stöndum nú á þröskuldi hinnar
stafrænu framboðssprengingar og í haust
hefur verið boðuð ný sjónvarpsstöð,
frétta- og dægurmálastöð sem starfar frá
morgni til kvölds.
Mikil gróska?
Gagnvart fjölmiðlaneytendum lítur þetta
út sem mikil gróska og gríðarlega aukin
þjónusta. Það er hins vegar ekki alveg
sjálfgefið að svo sé að öllu leyti. Magnið
hefur vissulega aukist - við fáum fleiri
orð, fleiri rásir og lengri útsendingartíma.
Óhjákvæmilega hefur inntakið vaxið líka,
þó ekki sé víst að það hafi verið í sömu
hlutföllum og aukningin í magninu. Margt
bendir til að við séum einfaldlega að fá
meira af því sama, en í ólíkum tækilegum
umbúðum.
Fjölmiðlun er orðin að hefðbundinni
markaðsvöru og er að þessu leyti hluti
af þeirri viðskiptabyltingu, sem átt
hefur sér stað í landinu. Það er opinbert
leyndarmál að fréttastofur og ritstjórnir
eru mannaðar eins naumt og frekast er
kostur. Líka á þeim miðlum sem ganga
þokkalega. Ástæðan er einföld. Það
þarf að gæta hagkvæmni og sparnaðar í
framleiðslunni. Fráfarandi sjónvarps- og
fréttastjóri á Stöð 2, Páll Magnússon,
var afar hreinskilinn í viðtölum þegar
hann hafði fengið stöðu útvarpsstjóra á
Ríkisútvarpinu. Þá sagði hann að hlutverk
einkafjölmiðla væri að ná til sem flestra
áhorfenda með eins litlum tilkostnaði og
hægt væri. Hann taldi réttilega, að öfugt
við það sem verið hefur, ætti hlutverk
RÚV að vera af öðrum toga.
Afþreying
Það blasir því við að verulegur hluti af
inntaki þess aukna framboðs á fjölmiðlum
sem við fjölmiðlaneytendur eigum kost
á í dag er afþreyingarefni og efni sem
er unnið með eins litlum tilkostnaði og
hægt er. Ekki ritstjórnarlega vel unnið
upplýsingarefni, þó slíkt efni sé sem betur
fer vissulega innan um. Það er verið að
endurnýta eða margnýta sama efnið,
sem búið er þannig um, að það henti
fyrir mismunandi gáttir. Þetta er ódýrt
innflutt eða fljótunnið efni sem ekki lýtur
gagnrýnum efnistökum. Og síðast en ekki
síst er þetta efni sem hefur skemmtigildi
og er stæling á raunveruleikaþáttum
erlendra stöðva sem gengið hafa hvað
lengst í markaðssetningu léttmetis og
afþreyingar. Erlendis er þessi þróun vel
þekkt enda langt síðan markaðsvæðing
fjölmiðlanna átti sér stað þar.
Vandað ritstjórnarefni
Mikilvægt einkenni þessarar markaðsvæð-
ingar er að útgáfufyrirtæki hafa orðið
að hlutafélögum sem lúta lögmálum
fjármagnsins og stjórnendur slíkra
félaga telja sig fyrst og fremst ábyrga
gagnvart hluthöfum, en ekki lesendum
eða áhorfendum. Þetta er ekki endilega
slæmt, en klárlega breyting sem neyt-
endur þurfa að vera vakandi fyrir. Við
eigum að fagna hagfræði magnkaupanna
og hagræðingarinnar sem skilar okkur
aukinni fjölmiðlun.
„Tveir fyrir einn" hugmyndafræðinni, þar
sem menn stæra sig af því að bjóða fólki
meira og meira fyrir sama verð eða alveg
ókeypis. En við þurfum, sem neytendur,
að vera meðvituð um hvort áherslan
er eingöngu á að auka magnið og úrval
umbúðanna, eða hvort varan sem slík
skiptir lika máli. Þegar allt kemur til alls
er það mikilvægasta málið. Það þarf
meira en eina vídd í samkeppnina, gæði
unnins ritstjórnarefnis skipta neytendur
jafn miklu máli ef ekki meiru, en það hver
sigrar i uppbyggingu stafræns dreifikerfis
eða magninnkaupum til sýninga og endur-
sýninga á gömlum sápuóperum. Eins og
Fielding benti á strax á 18. öld, þá fara
magn og gæði ekki endilega saman -
sérstaklega ekki í fjölmiðlum.
Birgir Guðmundsson
19 NEVTENDABLAÐIÐ 3.TBL. 2005