Neytendablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 22
sér ekkert heilsunni viö. t.d. er talað um
náttúrulegar trefjar. Mega neytendur þá
gera ráö fyrir því að þaö sé eitthvað um
ónáttúrulegar trefjar í öörum matvælum?
Undirdálknum „Heilsuvörur" í Fréttablaðinu
fundum við auglýsingu á „Hellmann’s
léttara majonesi".
Það er gott að draga úr neyslu á fitu
en léttmajones getur varla flokkast sem
heilsuvara.
Heilsumolar frá Hagveri sem við rákumst
á í matvöruverslun eru þurrkaðir ávextir
hjúpaðir í súkkulaði. Efnainnihaldið er ekk-
ert frábrugðið súkkulaðirúsínum sem hafa
hingað til flokkast sem sælgæti en ekki
heilsufæði.
Það hollasta lítið merkt
Það er eftirtektarvert að þær vörur sem
starfsmenn Neytendasamtakanna rákust á
og merktarvoru með hei.lsufullyrðingum eru
ekki endilega þær vörur sem Manneldisráð
mælir með aukinni neyslu á. Má þar nefna
vörur eins og fisk, ávexti og grænmeti og
grófar kornvörur sem landinn er hvattur til
að neyta í meira mæli. Fáar slíkar vörur urðu
á vegi okkar við leit að heilsufullyrðingum
á vörumerkingum matvæla. Því vaknar
sú spurning hvort heilsufullyrðingar í
vörumerkingum matvæla séu til hagsbóta
fyrir hinn almenna neytenda eða hvort þær
hreinlega rugli hann í ríminu.
Tiltökumál þótt matvæli séu holl?
Neytendasamtökin hafa af því áhyggjur
að þetta fullyrðingafargan hafi nú þegar
gengið út í öfgar og hjálpi neytendum ekki
að velja hollari mat eins og markmiðið
hlýtur að vera. Heilsufullyrðingar á mat-
vælum verða sífellt algengari enda til mikils
að vinna. Þessar fullyrðingar eru hins vegar
oft villandi og ekki til þess fallnar aö hjálpa
neytendum, sérstaklega í Ijósi þess að
neikvæðir þættir eins og hátt hlutfall fitu,
sykurs eða salts í vörum sem eru merktar
með heilsufarsfullyrðingum eru aldrei
tíundaðir sérstaklega.
Eins og áður sagði er heimilt er að vísa til
þess í merkingu, kynningu eða auglýsingu
að ákveðin matvæli séu holl eða hafi
heilsusamlega eiginleika. En þó aðeins ef
þess er getið sérstaklega að matvælin séu
hluti af heilsusamlegu eða hollu mataræði.
Hins vegar má spyrja hvort flest matvæli
séu ekki heilsusamleg svo framarlega sem
þau eru hluti af hollu mataræði?
Neytendastarf er í allra þágu
10- 11 verslanirnar
11- 11 verslanirnar
66° Norður
Actavis
Akron
ALI - Síld og fiskur
Atlantsolía
Bananar
Bdnus
Brimborg
Budget bílaleiga
Búr
Byggingafélag Gylfa og Gunnars
Byko
Efling, stéttarfélag
Efnalaugin Drífa
Egill Árnason hf.
EGO
Eimskip
ESSO
Europris
Frumherji
Glopus
22NEYTENDABLASIÐ3.TBL.2005
Hagi ehf„ Hilti
Hagkaup
Hekla
Hertz bílaleiga
Hjá GuöjónÓ
Húsasmidjan
lceland Express
íbúðalánasjóður
ísfugl
íslandsbanki
íslandspóstur
íslandstrygging
ísleifur Jónsson ehf.
íslenska útflutningsmiðstöðin hf.
íspan, gler og speglar
ístak
Kaskó
KB banki
Kjarval
Krónan
Landsbankinn
Mjólkurbú Flóamanna
Mjólkursamsalan
Nettó
Norðurmjólk
Nóatún
Núi-Síríus
Og Vodafone
Orkuveita Reykjavíkur
Osta- og smjörsalan
Penninn-Eymundsson
Samkaup-Strax
Samkaup-Úrval
Samskip
Sáturfélag Suðurlands
SHELL - Skeljungur
Síminn
Sjóvá
SPARISJÓÐURINN
Sparverslun Bæjarlind
Steypustöðin
SVÞ - Samtök verslunar- og þjónustu
Tryggingamiðstöðin
VISAÍsland
Vífilfell
VÍS - Vátryggingafélag íslands