Neytendablaðið - 01.09.2005, Side 23
Hefur þú stjórn á innkaupunum?
I norska neytendablaðinu Forbruker-
rapporten er áhugaverð grein sem ber
heitið Manipulert impulskjop eða stýrð
skyndikaup.
Þegar við göngum inn í matvöruverslun
erum við með nokkuð ákveðna hugmynd
um það hvað við ætlum að kaupa. En
oftar en ekki lenda allskyns vörur í
innkaupakörfunni sem aldrei var ætlunin
að kaupa. Flvernig skyldi standa á þessu?
Þegar verslanir eru innréttaðar er ekkert
gert af tilviljun. Allt hefur sinn tilgang og
markmiðið er að við förum út með sem
mest af vörum. Lítum á nokkur dæmi.
Verslanir stilla oft kökum, brauði og
grænmeti við inngang verslana. Það er til
þess að við fáum strax á tilfinninguna að
allt í versluninni sé ferskt og vellyktandi
lostæti. Auk þess eru oft kynningar á
nýjum vörum framarlega í verslunum því
þá erum við í kaupstuði og ekki orðin
æst og sveitt við að komast áfram með
innkaupakörfurnar.
Þegar við erum inni í verslunum lítum
við frekar til hægri, þess vegna eru dýrar
vörur oftar hægra megin en hefbundnar
nauðsynjavörur frekar vinstra megin.
Verslanir eru oft innréttaðar sem
völundarhús þannig að við neyðumst til
að fara fram hjá sama rekkanum oftar
en einu sinni. Nýjar freistingar á leiðinni
eiga líka að fá okkur til að hlaupa til baka.
Ostur á tilboði kallar til dæmis á kex,
brauð, vínber eða sultu.
í grænmetis- og ávaxtadeildinni er
sérstök lýsing sem gerir það að verkum að
allt lítur girnilega út. Gjarnan er mikið af
speglum í þessari deild en þannig virkar
vöruúrvalið meira.
Verslanir deilast oft niður í deildir þar
sem spennandi og óspennandi deildir
skiptast á. Á eftir grænmetisdeildin kemur
til dæmis frosinn matur og þar á eftir
kemur svo aftur spennandi deild til að
halda uppi kauplystinni. Mikilvægar vörur
eins og mjólk og egg eru gjarnan innst í
verslunum, þannig þurfum við að fara
fram hjá ýmsum freistingum áður en við
náum í mjólkurlítrann sem var ástæðan
fyrir búðarferðinni.
Við kassann eru ýmsar freistingar,
rannsóknir sýna að við erum tilbúin til að
kaupa ýmislegt þegar okkur leiðist og það
gerist einmitt þegar við stöndum í röð. Þá
erum við tilbúin að kaupa hvað sem er
svo lengi sem varan er ekki of dýr. DVD-
myndir, blöð og sælgæti er oft að finna
við kassann.
Röðin á kassanum á að koma okkur á
óvart. Þess vegna eru kassarnir yfirleitt
vandlega skermaðir af og við sjáum ekki
röðina fyrr en kemur að því að borga.
Þetta þýðir að við verðum ekki stressuð
inni í búðinni af því að sjá langar raðir við
kassana.
I blaðinu er líka fjallað um hillupláss. Fyrir
ekki löngu voru það starfsmenn verslana
sem röðuðu í hillur og ef einhver vara fékk
meira pláss var það af því að hún seldist
vel. I dag er baráttan um hilluplássið mikil
enda ekki sama hvar í hillum varan lendir.
Besta plássið er rétt fyrir neðan augnhæð
og úti á endum rekkanna.
Kambur er helsti óvinur höfuðlúsarinnar
Samkvæmt breskri rannsókn sem kynnt var
í British Medical Journal í ágúst sl. kemur
í Ijós að rétt meðferð lúsakambsins er
árangursríkasta vopnið gegn höfuðlúsinni.
Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að
lúsakambur er fjórum sinnum árangursríkari
en venjulegt lúsasjampó. Þetta eru góðar
fréttir þar sem í lúsalyfjum getur verið
skordýraeitur og foreldrar því ekki hrifnir að
nota slíkt í hársvörð barna sinna. I Bretlandi
og víðar hefur svokölluð „Bug Busting"-
aðferð verið notuð um nokkurt skeið. Hún
var þróuð af bresku góðgerðarstofnuninni
Community Hygiene Concern og allt frá
1996 hefur stofnunin þróað pakkningu
sem inniheldur leiðbeiningar og áhöld sem
þarf til fyrir þessa meðferð, m.a. kamb og
hárnæringu. í meðferðinni er mikilvægast
að fylgja tímaáætlun því hún gengur út á
það að rjúfa lífshring lúsarinnar. Blautt
hárið með hárnæringunni er einfaldlega
kembt á nákvæman hátt í fjögur skipti
á hálfs mánaðar tímabili. Sá sem notar
kambinn lærir að greina og fjarlægja á
kerfisbundinn hátt fullorðna lús sem er um
3 mm að stærð. Þannig hefur hann gripið
inn í hegðunar- og þroskaferil lúsarinnar og
árangurinn er eftir því.
23 NEYTENDABLAÐIÐ 3. TBL. 2005