Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 5
Ásdis Ingólfsdóttir. Ásdíslngólfsdóttir.framhaldsskólakennari, er ein af fjölmörgum notendum heimilis- bókhalds Neytendasamtakanna. Neyt- endablaöiö spurði Ásdísi hvers vegna hún færir bókhald og hvernig hún notar þaö. Gamalt hús og auknar tekjur Ásdís segistfæra heimilisbókhald aöallega til að halda betur utan um fjármál heimilisins. Þaö var tvennt sem kom til að ég fór að gera þetta. Fjölskyldan er aö gera upp gamalt hús og okkur fannst viö ekki hafa næga yfirsýn yfir fjármálin til aö gera kostnaðaráætlun, sem er nauösynleg við slíkar framkvæmdir. Þar aö auki, þrátt fyrir auknar tekjur heim- ilisins fannst okkur viö ekki hafa meira umleikis. Til aö njóta aukinna tekna langaöi mig að vita í hvað peningarnir væru að fara og spara meira. Bókhaldið gefur okkur upplýsingar Eg nota bókhaldið sem stjórntæki í fjár- málum heimilisins segir Ásdís. Heimilisbók- hald veitir sjálfkrafa aðhald í fjármálum. Maður sér hvert peningarnir fara og þaö sýnir okkur einnig leiðir til að hagræða. Reyndar geri ég ekki fjárhagsáætlun fyrir áriö en viö hjónin erum bæði með á nótunum og erum meövituð um tilganginn og markmiöin. Unglingarnir á heimilinu heföu sjálfsagt gott að því að halda bókhald, því sumarhýran er fljót að fara, án þess aö þeir hafi hugmynd um hvert. Kassakvittanir og banka- yfirlit Þaö er misjafnt hversu dugleg ég er aö setjast niöur yfir bóhaldiö, segir Ásdís. Maður var duglegri í upphafi árs og færði þetta viku- lega en núna er þaö sjaldnar. Ég geymi allar kassakvittanir úr búöum, en nota bankayfirlitið fyrir föst útgjöld eins og rafmagn, hita, síma, áskriftir o.þ.h. Form heimilisbók- halds Neytendasamtakanna er fínt og ég sé auðveldlega hvað ég er búin aö eyða i hina ýmsu neysluliði. Sumstaðar mætti þó vera meiri sundurliöun sbr. Afþreying. Heimilisbókhaldiö veitir mér betri yfirsýn yfir fjármálin og skilar okkur augljósum árangri, segir Ásdís aö lokum. ÞH Heimilisbókhaldið Síðustu tólf mánuði hafa félagsmenn Neyt- endasamtakanna átt kost á því að nálgast rafrænt heimilisbókhald á læstum síðum á vefsvæðinu www.ns.is . Hér áöur bauðst félagsmönnum aö kaupa prentaða útgáfu af heimilisbókhaldinu. Síðustu eintökin seldust upp um síðustu áramót. Starfsfólk Neytendasamtakanna stóö þá frammi fyrir því aö ákveða hvort prenta ætti nýtt upplag eða fara aðrar leiðir í útgáfu á heimilisbók- haldi fyrir félagsmenn. Margir höföu kvartað yfir því aö heimilis- bókhaldið var ekki til á rafrænu formi. Það var einnig Ijóst að nýtt upplag af prentuöu bókhaldi myndi hækka töluvert í verði enda kostaði það félagsmenn áður aðeins 270 krónur. Því var farin sú leiö aö bókhaldið var endurskoðað töluvert og sett upp í töflu- reikni (Excel). Þannig var komið til móts við félagsmenn sem vildu halda utan um heimilis- bókhaldið með rafrænum hætti enda er það þægilegra í meðförum og öll endurskoðun og úrbætur mun kostnaðarminni. Þetta bókhald er aðgengilegt félags- mönnum Neytendasamtakanna þeim aö kostnaöarlausu. Ekki eru þó allir ánægöir meö þessa þróun mála og vilja fá sitt gamla góða heimilisbókhald. Til að koma til móts við þá sem vilja útprentað heimilisbókhald er gamla bókin nú líka aðgengileg í Excel- formi á læstum síðum á heimasiðu Neyt- endasamtakanna. Það er engin sjálfvirkni í því skjali og er þaö því eingöngu ætlað til útprentunar. Lykilorð fyrir læstar síöur er aö finna á bls. 2. 5 NEYTENOABLAÐI0 4. TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.