Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 14
Þjdnusta á fyrsta eða öðru farrými? Fjárkúgun var það fyrsta sem kom í hug viöskiptavinar nokkurs þegar hann pantaði tveggja megabæta breiðbandstengingu hjá TDC í Danmörku (Tele Danmark). Þjónustuverið bauð honum 500 kr. þjónustutryggingu á mánuði. Það á að tryggja að hann fái þjónustu samdægurs eða næsta dag ef upp koma vandamál við tenginu við breiðbandið. Án þessarar aukaþjónustu gæti hann átt von á því að fyrirtækið sinni ekki bilanatilkynningu fyrr en fimm dögum seinna. Þetta kemurfram íseptemberblaðiTÆNKog þessi viöskiptavinur taldi að með 5.000 króna mánaðargjaldi fyrir breiðbandstengingu mætti hann gera kröfu um ákveðna þjónustu. Deildarstjóri þjónustuvers TDC staðfesti að nokkrir dagargætu liðið áður en viðgerð hæfist eftir bilanatilkynningu. „Þaö er lögfest skylda okkar að gera við bilanir innan 17 daga. Oftast dugar þessi tími en stundum koma tímabil þar sem við náum ekki að þjónusta viðskiptavini innan ásætt- anlegs tíma. Þess vegna fundum við upp svokallaðan þjónustusamning sem tryggir viðskiptavinum okkar þjónustu sem er betri en sú sem er innifalin í grunnáskrift." Liðið hefur hálft ár síðan TDC fékk þessa „góðu" hugmynd. Fyrirtækið fann upp fjóra mismunandi þjónustusamninga. Þeirtryggja viðskiptavinum sem vilja greiða 200-1000 krónur í aukagjald á mánuði snögga og snurðulausa þjónustu á allt að innan við þriggja klst. viðbragðstíma. Á þennan hátt greiða sumir viðskiptavinir fyrir að komast fremst í röðina á meðan venjulegir áskrif- endur þurfa að bíða. Fleimspekingurinn Anders Fogh Jensen segir þennan þjónustusamning skipta viðskiptavinum TDC í flokka. „Eins og þegar sumir kaupa „business class" i flugi. Þeir greiða fyrir að renna léttar í gegnum flug- og flugvallarþjónustu. Þannig er hægt að hagnast á þungu kerfi. í Rússlandi var fyrir nokkrum árum hægt að greiða fyrir bílnúmeraplötu sem veitti rétt til aö keyra á sérstökum akreinum til að komast ákveðnar vegalengdir á styttri tíma. Aö fyrirtæki eins og TDC gerir ráð fyrir að kerfið virki ekki, viðskiptavininum til óþæginda, minnir mig á það ástand" segir Anders Fogh Jensen. „Afleiðingin er að venjulegir viðskiptavinir fara aftast í rööina og þannig er búið að skipta viðskiptavinum í A- og B-hópa". „Tilhneigingin er að almenningi er meir og meir skipt upp í hópa. Síöustu 100 ár hefur dönsku þjóðinni verið mikilvægt að allir fái sömu meðhöndlun í kerfinu. Allir þurftu að fara í biðröð en núna er hægt að greiða peninga fyrir að komast fram fyrir. Félagslega kerfið er að vikja fyrir trygg- ingarfyrirtækjum og fyrirtækjum sem selja forgangsþjónustu'j vill heimspek- ingurinn meina. „Það er hægt að segja að allir séu meðhöndlaðir eins - bara á annan hátt, segir hann. Sem sagt, fólk getur valið hvað það vill borga fyrir. Fólk ætlast til að markaðurinn sýni öllum sanngirni, en það á ekkert endilega rétt á því. Réttlæti er ekki skylda markaðarins eins og ríkisins." Viðhorf eins starfsmanns neytendaráðs Danmerkur er að svo lengi sem grunnþjónustan sé ásættanleg sé ekkert athugavert við að bjóða viðbótarþjónustu gegn gjaldi. Slík þjónusta á aöeins að vera fyrir minnihluta með sérstakar þarfir. Spurningin er bara hvort grunnþjónustan sé nógu góð. Sífellt fleiri krefjast þess að vera stöðugt tengdir. Því er athugunarvert hvort lagalegar skyldur TDC séu nógu nútíma- legar. Annar starfsmaður neytendaráðsins sagði einfaldlega: „Græðgi. Ég held að TDC fái aldrei nóg. Frá mínum sjónarhóli séð á það ekki að vera vandamál viðskiptavinarins að þjónustan virkar ekki sem skyldi." 14 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.