Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 10
POLITICS Bókin Food Politics eftir Marion Nestle hefur vakið verðskuldaða athygli. Nestle er prófessor við New York University og hefur auk fræðistarfa og kennslu skrifað bækur um matvælapólitík og næringu. Áriö 2003 kom út bókin Safe Food sem fjallar um matvælaöryggi. Matvælaframboðið íBandaríkjunum ersvo mikið að nær allir geta borðaö mun meira en þeir þurfa. I raun nægir framboðið til að fæða alla tvisvar. Það er því til mikils að vinna fyrir matvælaframleiðendur að markaðssetja og selja vörur sínar og allt tal um að minnka neyslu á tilteknum matvælum lætur þeim illa í eyrum. Árið 2002 kom út áhugaverð bók eftir Marion Nestle sem heitir Food Politics. Bókin vakti mikla athygli en í henni fjallar Nestle um þau gríðarlegu áhrif sem matvælaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa á heilsu og næringu almennings. Nestle þekkir málefnið af eigin raun. Árið 1986 vann hún að útgáfu viðamikillar skýrslu landlæknis um áhrif mataræðis á ýmsa langvinna sjúkdóma. (The Surgeon General's Report on Nutrition and Health). Á fyrsta degi í starfi fékk hún skýr skilaboð. Alveg sama hvað niðurstöður rannsókna sýndu máttu skilaboðin „borðaðu minna kjöt" ekki koma fram í skýrslunni. Áhrif matvælaiðnaðarins eru svo mikil að sögn Nestle að ráöleggingar stjórnvalda um næringu og mataræði hafa aldrei eingöngu verið byggðar á umhyggju fyrir heilsu almennings. Hagsmunir iðnaðarins eru alls ráðandi. Ráðleggingar breytast lítið Nestle bendir á aö ráðleggingar um mataræði hafa lítið breyst í gegnum tiðina. Samt sem áður virðist almenningur illa upplýstur og jafnvel ringlaður þegar kemur að því að velja hollan mat. Skilaboðin eru misvísandi og jafnvel loðin og yfir- völd í Bandaríkjunum eyða litlu fé í að upplýsa og fræða almenning um næringu og hollt mataræði. Matvælaiðnaðurinn hefur mikil ítök og sinnir öflugri hagsmuna- gæslu á öllum stigum stjórnsýslunnar. Hagsmunaaðilar styrkja þingmenn með háum upphæðum, matvælaframleiðendur (gosdrykkja- og skyndibitakeöjur) hafa átt greiðan aðgang aö skólum landsins, matvælaframleiðendur kosta námsefni um næringarfræöi og hið opinbera gefur ekki út manneldisráðleggingar án þess aö framleiðendur skipti sér af orðalaginu. Umdeild skýrsla Árið 1977 kom út skýrslan „Diatery Goals for the United States" með ráðleggingum um rétt mataræði. I skýrslunni var lögð áhersla á að auka hlut kolvetna í fæðu í 55-60%, Fólki var ráðlagt að borða meira af fiski, fuglakjöti, grófu korni, ávöxtum og græn- meti en að sama skapi átti almenningur að minnka neyslu á kjöti, eggjum, smjöri, sykri og salti og skipta mjólk út fyrir léttmjólk. Skýrslan vakti griöarlega sterk viðbrögö hjá framleiðendum sykurs, kjöts og eggja. Naut- gripabændur kröfðust þess að skýrslan yrði afturkölluð og fannst ófært að almenningi væri sagt að borða minna af kjöti. Skýrslan var endurútgefin í lok árs 1977 og höfðu þá sumar ráðleggingar verið mildaöar. í stað þess að segja „minnkaðu kjötneyslu" var sagt „veldu kjöt, fuglakjöt og fisk sem mun leiða til minni neyslu á mettaðri fitu". Fleiri skýrslur komu ekki frá þessari nefnd. Má ekki segja: „Borðaðu minna" Department of Health, Education og Welfare gaf út skýrsluna „Healthy People" (Heilbrigt fólk) árið 1979 en á þessum árum voru flestir vísindamenn orðnir sammála um áhrif mataræðis á marga sjúkdóma, t.d. hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. í þessari skýrslu voru eftir sem áður ráðleggingar um aukna neyslu fisks, magurs kjöts, grófmetis, ávaxta og grænmetis og áhersla lögð á minni neyslu á fitu, sykri, salti og rauðu kjöti. Kjöt-, mjólkur- og sykurframleiðendur brugðust eftir sem áður ókvæða við og var þetta í síðasta skipti sem fullyrðing á borð við „Eat less red meat" (Borðaðu minna af rauðu kjöti) var sett fram með þessum hætti í opinberar ráðleggingar. Nýjar leiðbeiningar komu út 1995 og aftur árið 2000. Áfram var þrefaö um orðalag og aldrei talað um að borða minna af sykri eða fitu. „Takmarkað" ekki vinsælt orð Nestle rekur ótal fleiri dæmi um bæklinga og ráðleggingar frá opinberum stofnunum þar sem varlega oröaðar ráðleggingar eins og forðastu of mikinn sykur, borðaðu fjöl- breytt fæði og vertu í kjörþyngd ollu samt sem áður fjaðrafoki. Þegar unnið var að manneldisráðleggingum árið 2000 barðist sykuriðnaðurinn fyrir því að áfram yrði sagt „Choose a diet moderate in sugars" (veldu mataræði með hóflegu sykurmagni) í stað: „Choose beverages and foods that limit your intake in sugars" (veldu mat og drykk sem takmarkar sykurneyslu). Orðið „takmarkar" féll sykuriðnaöinum ekki í geð og hann hafði sitt fram og ráðleggingum um sykurneyslu var ekki breytt. Tengls næringarfræöinga og matvælaframleiðenda. Nestle rekur enn fremur tengsl næringar- fræðinga og annarra sérfræðinga við matvælaiðnaöinn. Öll helstu og virtustu tímarit um næringu og heilsu reiöa sig á styrki frá matvælaframleiðendum auk þess sem hagsmunaaðilar styrkja gjarnan rann- sóknir og geta síðan túlkað niðurstöðurnar eftir eigin höfði. Fréttir af því að súkkulaði geti styrkt hjartað eða að léttvínsdrykkja auki lífslíkur geta allt eins veriö úr könn- unum sem súkkulaðiframleiðendur eða samtök vínframleiöenda kosta. Það fylgir hins vegar aldrei fréttinni. Mataræöi á ábyrgð einstaklinga Matvælaframleiðendur í Bandaríkjunum benda gjarnan á aö mataræði sé á ábyrgð einstaklinga og ríkisvaldið eigi ekki að 10 NEYTENDABLAÐIÐ 4. TBL. 2005

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.